Heimilisblaðið - 01.03.1951, Page 12
40
Stuart Cloete
Maðurinn, sem blekkti konuna sína
EGAR Pétur Moster þurfti að
brjóta heilann um eitthvað, var
hann vanur að kveikja í pípu sinni
og setjast undir stóra möndlutréð,
sem var til hægri fyrir fruraan hús-
ið. Þar sat hann, unz hann hafði
komizt að ákveðinni niðurstöðu.
Pípan var stór og silfurbúin. Hann
hafði erft hana eftir föður sinn,
þegar liann var tuttugu og eins árs.
Faðir hans hafði sagt: — Flýttu þér
aldrei, Pétur. Á morgun er nýr
dagur. Gefðu þér tíma til að reykja
og setjast út í garðinn og hugsa
málið.
Og það var þess vegna, sem Pét-
ur kveikti í pípunni í dag — hann
þurfti að taka ákvörðun í mikil-
vægu máli.
I þetta skipti var það stúlka, mjög
lítil stúlka, en yndisleg eins og gaz-
ella. Hún var falleg og hann elsk-
aði liana. Það var vandamálið. Fyr-
ir einu ári var enginn, ekki einu
sinni hann sjálfur, er hafði áhuga
á Grétu litlu. En nú gegndi öðru
ináli.
Kona virðist þroskast eins og
ávöxtur. í mörg ár var Gréta óþrosk-
uð eins og ávöxtur, og enginn leit
við henni — en svo var hún allt
í einu orðin þroskuð. Ávöxturinn
glóði í sólskininu, rauður og girni-
legur, og allir, sem sáu hann, réttu
fram hendurnar eftir lionum.
Pétur settist liægt á hekkinn,
kveikti í pípu sinni og fór að hugsa
málið. Henni leizt vel á liann. Já,
en það voru margir aðrir menn,
sem henni leizt vel á. Hann komst
vel áfram, en það gerðu líka margir
aðrir. Hann var ekki ólaglegur, en
það voru margir fallegri. Að einu
leyti var hann fremri keppinautum
sínum. Hann var stór. Stærri og
sterkari en allir hinir. En mundi
svona lítil stúlka kæra sig nokkuð
um það? Mundi liún vera hreykin
yfir því, að hann gœti lyft tvö
hundruð punda poka úr vagni, eins
og það væri smápakki? Ef til vill
yrði hún hrædd?
Hann varð að gera áætlun, en það
gerðu sjálfsagt hinir líka. Þess vegna
varð ráðagerð hans að vera bezt.
Hann reyndi að líta á málið frá
sjónarmiði Grétu.
Grétu þótti ákaflega vænt um
móður sína, sem var ekkja. Annað
fólk skipti sér yfirleitt Iítið af
henni. Marta Fourie var einnig Iítil
og líktist á sinn hátt ávexti. Hún
var eins og gamalt, súrt og skorpið
epli. Það vissu allir nema Gréta.
Móðir Grétu var lykillinn að ráða-
gerð Péturs. Strax í kvöld ætlaði
liann að ríða á bezta hestinum sín-
um til Grétu og Mörtu Fourie. Hann
ætlaði ekki að hera fram hónorð.
í þess stað ætlaði hann að spyrja
Mörtu, hvort hún vildi verða ráðs-
kona hjá honum.
Já, hugsaði hann, ef ég er neydd-
ur til að taka móðurina til að fá
Grétu, þá tek ég þær háðar. Það
er eins og þegar maður þarf að
kaupa sér góðan ökuklár. Það selur
enginn klárinn einan. Maður neyð-
ist til að kaupa vagninn og öll
ökutækin. Jú, ég verð að ná í móð-
urina. Gömul móðir með fallega
dóttur, sem hleypur um eins og
folald við hlið liennar.
Veikasta hlið stúlkunnar var ást
hennar til móðurinnar. Móðirin hjó
aftur á móti til ágætan mat. Hann
reykti ákaft. Hann ætlaði að freista
hennar með nýrri eldavél. Hann hló.
Sú gamla kynni að verða nöldrun-
arsöm á stunduin. En karlmaður gat
fyrirgefið mikið, þegar hann fékk
góðan mat að borða.
Hann var svo hrifinn af ráðagerð
sinni, að hann gleymdi að horða,
en hann ætlaði að þvo sér, ekki að-
eins andlit og liendur, lieldur allan
skrokkinn. Og hann ætlaði að setja
brillantín í hárið, svo að hann ilm-
HEIMII. ISBLAÐIÐ
aði eins og blómabeð. Konur kunnu
að meta slíkt. Það mundi ekki að-
eins gefa til kynna snyrtimennsku
lians, heldur einnig hver tilgangur
væri ineð förinni. Karlmaður klædd-
ist ekki sunnudagafötuin og reið
uppáhaldshesti sínum án einhvers
tilefnis.
Hann hreinsaði pípu sína og reis
á fætur. Ilann hélt út i liesthús og
setti reiðtýgin á hestinn. Svo hatt
liann hestinn fyrir utan dyrnar. Nú
var allt tilhúið. Hann átti aðeins
eftir að raka sig og fara í bað og
auk þess að gefa hænsnunum. Þegar
þessu var lokið, gat hann lagt af
stað. Hann hitaði vatn og tók fram
fötin sín.
Roland, hesturinn, virtist hafa það
á tilfinningunni, að eitthvað óveuju-
legt væri á seyði. Hann stóð kvrr,
þegar eigandinn sté á nak honiini-
Pétur reið hægt til þess að svitna
ekki. Og á leiðinni íhugaði liann,
hvað hann ætti að segja. llann bjo
til margar ágætar setningur í hug-
anum. En þegar hann stóð fyrir
framan dyrnar og Gréta opnaði fvrir
lionum, hafði hann gleymt þcim
öllum.
—- Ég er kominn til þess að heilsa
upp á ykkur, sagði hann. »•
— Það er gaman að fá heimsókn.
Tjóðraðu hestinn og komdu inn fyr'
ir og fáðu kaffisopa, svaraði Gréta.
— Viltu kaffi? spurði Marta
Fourie, þegar hann kom inn. Það
er bara gaman að hita kaffi handa
einum ennþá!
— Þökk fyrir, Marta. Manni þyk'
ir vænt um, þegar einhver hitar
fyrir liann kaffi. Það er ekki verk
fyrir karlinann að laga kaffi. En
síðan nióðir mín dó, hef ég lagað
þúsund kaffibolla. Nei, það er ann-
að en gaman að vera munaðarlaus
og einn í heiminum.
Samtalið varð fjörugt, og liann gat
hrátt nefnt eldavélina á nafn.
— Ég þarf að kaupa mér nýj8
eldavél, sagði hann skömmu geinna-
Ég hef hugsað mér að kaupa nýj'
ustu gerð. Hún eyðir litlu eldsney11
og er skjannahvít utan. Auk þeS®
er í henni vatnshólf úr kopar.
er þægilegt að geta alltaf haft heilt
vatn. En hvað á karlmaður að ger®