Morgunblaðið - 08.08.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 8. ágúst 1964 MORCUNBLAÐIÐ l? Opinber gjöld - ríkisafskifti NÝLEGA er lokið niðurjöfn- un opinberra gjalda, til ríkis og sveitarféiaga. Þessi gjöld eru því ofarlega i hugum þeirra, sem þau greiða, enda eru skattar og útsvör stór út- gjaldaliður flestra. Sum biöð hafa deilt um það, hvort þessi gjöld hafi hækkað eða lækk- að, þótt hér sé um skýrar tölur að ræða, sem tala sjálf- ar sínu máli. Þá hefur nokkuð borið á tilhneigingu tii fals- ana í blaðaskrifum, þegar leit- azt er við að bera saman opin- ber gjöld nú og áður. Þá er oft ekki tekið tillit til breytinga á skatta- og útsvarskerfinu og þannig má oft fá út þá tölu, sem upphaflega var ákveðin til þess að dæmið gangi upp. Ef sanna á lækkun á hátekj- um er slcppt aðstöðugjaldinu, en ef sanna á hækkun á lág- tekjum, þá er hægt að klúðra með frádráttarliði og miða við mismunandi tekjur. Slik blekkingarskrif um op- inber gjöld eru vont mál og atlaga að lýðræðisskipulag- inu, sem vitaskuld verður að afla þegnunum réttra og refja- lausra gagna um stjórnmála- ástandið, þannig að rökrétt skoðanamyndun geti átt sér stað. Það er öllum ljóst, sem það vilja vita, að opinber gjöld hafa nú hækkað verulega. Ástæðan er augljós, því að hækkaðar tekjur leiða af sér hærri skatta og útsvör, ef frá- dráttarliðir eru óbreyttir. Rik- isstjórnin lækkaði gjöldin í vetur með hækkun frádráttar- liða. Þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í vetur leiða ó- umdeilanlega til lækkaðra gjalda, ef miðað er við sömu tekjur og aðstæður. Slík gjaldalækkun þarf þó ekki nauðsynlega að leiða til lækk- unar gjalda einstaklinga, ef tekjur hans hafa hækkað á ár- inu eða réttindi hans til frá- dráttar hafa breyzt gjaldend- anum í óhag. Þessar staðreynd ir ættu blöð og stjórnmála- menn ekki að þurfa að karpa um. Þeir sem það gera eru að Þeir sem það gera eru að reyna að hagnast á líðandi stund stjórnmálanna á kostn- að þess heiðarleika og sann- girni, sem þjóðfélagið hlýtur að krefjast af þeim. Þeim sem þannig haga sinni pólitik hefnist einnig fyrir ó- heilindin. Þegar skatt og út- svarsstigarnir voru endurskoð aðir í vetur, þá héldu tals- menn stjórnarandstöðunnar þvi fram, að tekjur manna væru mun lægri, en þær raun- verulega voru. Nú hefur þetta komið fram við niðurjöfnun skv. skattaframtölum. Þessir menn gætu nú við þetta til- efni velt því fyrir sér, að sann- leikurinn er sagna beztur í stjórnmálum sem endranær. Ef þeir á annað borð hafa bor- ið skyn á skrif sín og afstöðu í vetur, þegar breytingarnar á skatta- og útsvarslögunum voru til meðferðar á Alþingi, ef þeir hafa raunverulega vit- að, það sem þeir sögðust vita um, kaupgjaldsmálin í vetur, þá hefðu þeir þá þegar einn- ig vitað um bá gjaldahækkun, sem nú er ljós. Hvað dvaldi þá orminn langa? Hin mjög almenna hækkun skatta og útsvars nú leiðir hug ann að hlutverki opinberra að- ila í þjóðfélaginu. Aukinn at- beini og auknar kröfur um styrki og stuðning og beina þátttöku í atvinnulífinu, hlýt- ur að hafa í för með sér hækk- un gjaldana, sem þvi nemur. Sá sem krefst aukinna opin- berra afskipta, krefst einnig um Ieið hærri skatta og út- svara. Erum við komin of langt á leið til þess velferðar- þjóðfélags, þar sem það er tekið með annarri hönd, sem gefið er með hinni? Ríkisafskipti, skatta, út- svars og tollamál og kaup- gjaldsmálin eru öll mjög sam undin og hafa mikil áhrif hvað á annað. Því er ekki haldið fram hér, að í þessum efnum sé allt í góðu lagi. Það væri betur, ef stjórnarandstaðan léti at handahófskenndum gagnrýnistilraunum og léði eyra raunhæfri endurskoðun og endurbótum á öllum þess- um þýðingarmiklu þáttum þjóðarbúskaparins.— J. E. R. Nýtt hefti af Stefni - stjórnmálasaga 1918-1944 eftir Birgi Kjaran Rannsóknar og upplýsingastof nun ungra sjálfstæðismanna - virenur að grundvallarrannsóknum á ýmsum þáttum þjóðmála - menntun íslenzkrar æsku fyrsta verkefnið - Form er Þórir Einarsson STJÓRNIR Sambands ungra Sjálfstæðismanna og Heim- dallar FUS hafa nú ákveðið að koma á fót Rannsóknar- og upplýsingastofnun ungra Sjálfstæðismanna, sem hafi það verkefni að vinna að „grundvallarrannsóknum á ýmsum þáttum þjóðmálanna og gerir tillögur um stefnu og markmið ungra Sjálfstæðis- manna í þjóðmálum“ svo sem segir í samþykktum stofnun- arinnar. Þessi ákvörðun fyrr- greindra aðila er árangur af hréfi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, til ungra Sjálfstæðis- manna þ. 8. júní sl., en þar hvatti hann til aukinnar rann sóknarstarfsemi á vegum ungra Sjálfstæðismanna á grundvallarþáttum þjóðmál- anna. Stjórn stofnunarinnar verð- ur skcipuð 7 mönnum og hef- ur Þórir Einarsson, viðskipta- fræðingur, verið skipaður for- maður hennar. _ Stjórn stofnunarinnar Svo sem fyrr segir er stofnun- in sett' á stofn á vegum SUS og Heimdallar FUS. Skipar stjórn SUS fjóra menn í stjórn hennar en Heimdallur þrjá. Formaður er tilnefndur af stjórn _SUS og skal hann jafnframt eiga sæti í stjórn SUS. Er stjórn stofnunar innar skipuð til tveggja ára í senn. Hlutverk stofnunarinnar Hlutverk Rannsóknar- og upp- lýsingastofnunar ungra Sjálf- stæðismanna er að vinna að rannsóknum á hinum ýmsu þátt- um þjóðmálanna í því skyrii að móta og endurnýja stefnu ungra Sjálfstæðismanna í þjóðmálum. Skal hún m.a. hafa vakandi auga á nýjum stefnum og straumum í þjóðfélaginu og gera tillögur um stefnu ungra Sjálfstæðismanna í samræmi við eðlileg viðfangs- efni stjórnmálasamtaka ungs fólks. Ennfremur mun stofnunin hafa umsjón með útgáfu upplýs- ingarita til kynningar. á stefnu og störfum ungra Sjálfstæðis- manna. Mun stofnunin ýmist vinna að ákveðnum verkefnum samkvæmt tilvísun stjórna SUS eða Heimdallar eða fyxúr eigið frumkvæði. Þórir Einarsson, hagfræðingur Undirnefndir Stjórn Rannsóknar- og upplýs- ingastofnunarinnar er heimilt/ að skipa undirnefndir sem taki til meðferðar einstök tiltekin verk- efni og einnig getur hún leitað til einstakra manna um rannsóknir á ákveðnum atriðum. Stjórnir SUS og Heimdallar fjalla um endanlega afgreiðslu þeirra álita, sem stjórn stofnunarinnar sendir frá sér. Merkur áfangi Með tilkomu Rannsóknar- og upplýsingastofnunarinnar er merkum áfanga náð í starfsemi ungx-a Sjálfstæðismanna. Með N Æ S T U daga kemur út nýtt hefti af Stefni, tímariti Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna. Er það 1. hefti 1964. Meginefni þessa heftis er yfir- litsgrein um íslenzk stjórnmál 1918—19144 eftir Birgi Kjaran, hagfræðing. Er það fyrsta grein- in i greinaflokki, sem birtast mun í ritinu, um íslenzk stjórnmál frá 1918 og allt til dagsins í dag. Greinar þessar eru byggðar á erindum um sögu íslenzkra stjórn mála, er flutt voru á stjórn- málanámskeiði Heimdallar, FUS, veturinn 1962—1963. Segir í Stefni, að mjög hafi á skort, að heildaryfixdiþyfir íslenzka stjórn- málasögu síðustu áratuga væri tiltækilegt í aðgengilegu formi. Hyggðist Stefnir nokkuð reyna að bæta úr því með því að birta umræddan gx-einaflokk. Grein Birgis Kjaran, sem nú birtist, er mjög myndskreytt og birtast með henni um 40 myndir af mönnum, sem koma við sögu þessa tímabils, og merkum stjórn málaatburðum. Birgir Kjaran, hagfræðingur henni skapast grundvöllur fyrir mjög auknum áhrifum ungra Sjálfstæðismanna á stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins og er það vissulega ánægjuefni, að það skuli verða fyrir tilverknað formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar. Fyrsta verkefni stofnunarinnar verður „Menntun íslenzkrar æsku“ en Bjarni Benediktsson óskaði sérstaklega eftir því, að ungir Sjálfstæðismenn tækju það til meðferðar. Nánar verður skýrt síðar frá öðrum stjórnarmönnum Rann- sóknar- og upplýsingastofnunar- Ljósmynda samkeppni FRÖNSK samtök, sem nefn- ast „World Veterans Feder- ation“, vilja gefa meðlimum aðildarsambands ÆSÍ kost á að taka þátt í ljósmyndasam- keppni, sem það efnir til í til- efni af 20 ára afmæli Samein- uðu þjóðanna á næsta ári. Einkunnarorð þessarar sam- keppni eru: „Friðinn verður að vinna líka“. Ljóámyndun- um skal ætlað að vera tákn- rænar, hver á sínu sviði og verður skipt í 5 flokka, sem bera heitin: 1. Mannréttindi. 2. Afvopnun. 3. Efnahagslegar framfarir. 4. Styðjum sjúka til sjálfs- bjargar. 5. Alþjóða samviima og gagnkvæmur skilningur: Fjölmörg vex-ðlaun verða Veitt og eru þau að fjárhæð allt frá US $ 500 niður í US $ 50. Skilafrestur er til 28. febrú- ar 1965. Nánari upplýsingar um þessa samkeppni má fá hjá stjórn ÆSÍ. ea ATHUGIÐ að borið sarnan við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.