Morgunblaðið - 08.08.1964, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
' LaugardaÉfur 8. ágúst 1964
Erlendur Jónsson: UM BOKMJ Cl . ENNTIR
Skoðanir og forddmar
SKOÐUN ER, samkvæmt skýr-
ingum orðabóka, álit, hyggja eða
sannfænng. Fordómur er hins
vegar Isgt út sem hleypidómur
eða ógrundaður dómur.
I>að mun vera talið til gildis
hverjum manni að hafa skoðun.
Talað er um að „mynda sér skoð-
un“, og mun vera litið svo á, að
það sé einn liðurinn í þroska-
ferli manna. Þá er talað um
skoðanagrundvöll, fastmótaðar
skoðanir og svo framvegis. Leið-
togar í menningarmálum Og
stjórnmálum leggja mikið upp úr
skoðunum og brýna fyrir fólki,
að það eigi að hafa einhverja
tiltekna sannfæringu í sérhverju
máli.
Þegar Hákon gamli var að
lokka ís’.endinga undir veldi sitt,
var á loft haldið, að óhæft væri,
að þeir hefðu ekki einhvern kóng
yfir sér eins og aðrar þjóðir. Sú
röksemd hefur verið þung á met-
unum.
Nú er öldin önnur. Engum dett
ur í hug að þröngva upp á okkur
kóngi. Nú er okkur aðeins sagt,
að við eigum að hafa skoðun
Hún á að vera kóngur okkar og
jarl, og skiptir þá litlu máli, hver
hún er og hvað hún heitirr svo
fremi hún sé viðurkennd að sóma
samlegum uppruna og talsverðri
útbreiðslu.
Og þeim til hagræðis, sem ekki
eru svo frumlegir í hugsun, að
þeir geti búið sér til skoðun eftir
eigin hyggjuviti — þeir eru nú
raunar færri en fáir — handa
þeim eru skoðanir framleiddar
í heiminum af öllum tegundum
og gerðum. Þær eiga að henta
„allri alþýðu karla og kvenna,
ungum manni og gömlum, sæl-
um og veslum.“
Samkvæmt framleiðni og
tækni nútímans er skoðun og
sannfæring framleidd og fram-
reidd „tilbúin", svo við getum
gleypt hana eins og hún kemur
fyrir. I>að má því telja til þæg-
inda nútímans, að menn þurfa
ekki lengur að „geifla á harð-
æti“ í andlegum skilningi.
Á sama hátt og þrettándu aldar
menn gengust undir kóngsvald
veljum við okkur skoðun. Að
henni vaiinni liggur við hvers
manns heiður að bregðast henpi
ekki, en halda fast við hana
fram í andlátið.
Drottinsvik var ekki fagurt
orð á tímum kóngsveidis. Að
ganga af sinni eigin skoðun er nú
eins konar drottinsvik, og þó
sýnu verra, því drottinsvik voru
aðeins framin gegn einni kóng-
legri persónu, en skoðunarbrigð
fremur maður gegn sjálfum sér
um leið og maður bregzt trausti
samfélagsins. Sá, sem~skiptir um
skoðun, er andlegur liðhlaupi,
fordæmdur af fyrri samherjum .
lítilsvirtur af hinum síðari
II
Það er talað um skoðun og
fylgi jöfnum höndum. Hvaða
skoðun hefur hann — hverjum
fylgir hann? er spurt. Eftir al-
mennu áliti er skoðun og fylgi
nokkurn veginn eitt og hið sama.
Að fylgja einhverjum flokki eða
manni að málum jafngildir því
að vera á sömu skoðun og flokk-
urinn eða maðurinn.
„Hverjum fylgir þessi hund-
ur?“.
Þannig var spurt í argi og ragi
réttanna, þegar öllu ægði þar
saman, mönnum, hestum og hund
um, og enginn vissi, hver var
hvers. Hundmum er varnað máls,
svo ekki þýddi að spyrja hann
um skoðun. Auk þess var hann
ekki annað en eign húsbónda
síns og þar með lægra settur en
maðurinn, sem er frjálsborin
vera. Hundurinn er „skynlaus
skepna“, hann á einskis völ, þar
sem maðurinn er skynsemi gædd
ur og auk þess sjálfráður að
ganga til fylgis við hvern, sem er.
Hann getur sjálfur valið sér
hvort tveggja, húsbónda og —
skoðun.
Annars getur skoðun verið með
ýmsu móti. Eftir skýringum oiða
bóka spannar hún bilið á milli
álits og sannfæringar. Og það bil
kann að vera býsna breitt. Skoð-
un getur verið grunur einber,
studdur meira og minna óljós-
um líkum. Hún getur einnig ver-
ið bjargföst sannfæring — jafnt
þó engar likur sé við að styðjast.
Þá skoðun, sem studd er líkum,
mætti kalla skynsemiskoðun.
Hina, sem ekki hefur við líkur
að styðjast, mætti kalla tilfinn-
ingaskoðun. Skynsemiskoðun er
aðeins bráðabirgðalausn eða leið
til niðurstöðu, sem maður er
reiðubúinn að hverfa frá, ef í ljós
kemur, að hún er röng. „Þá er
skylt að hafa það heldur, er sann
ara reynist", mæltí Ari fróði.
Tilfinningaskoðun þarf ekki að
styðjast við neinar líkur, og get-
ur þó orðið að fastmótaðri skoð-
un eða bjargfastri sannfæringu.
Sá. sem hefur tileinkað sér slíka
skoðun, er ekki ávallt-reiðubú-
inn að hverfa frá henni, þó í
ljós komi við fræðilega eða vís-
indalega könnun, að hún sé al-
röng. Að minnsta kosti gengur
það ekki sársaukalaust, þegar
slík skoðun hefur skotið rótum í
tilfinningalífinu, markað svipmót
persónuleikans og þar með mót-
að viðhorf hans til sjálfs sín og
annarra.
Það er vegna tilfinningaskoð-
ana, að menn taka að fylgja
flokkum og leiðtogum og leggja
heiður sinn við heiður þeirra.
Skoðanir eru misjafnlega hug-
stæðar mönnum. Þær geta orðið
svo hjartíólgnar, að menn skirr-
ist, ekki við að halda þeim á lofti,
þó veraldargengi þeirra sé í veði,
jafnvel orðstír þeirra og mann-
orð. Vissan um, að þeir hafi á
réttu að standa, gerir meira en
vega upp á móti öllu mótlæti.
örlög píslarvotta — manna, sem
þoldu pínu Pg dauða vegna trú-
ar sinnar — hafa löngum þótt
ofurmennsk og stórkostleg. A
sama hátt eru í heiðri höfð nöfn
óeirra manna, sem orðið hafa
fyrir andstreymi vegna skoðana,
sem síðar voru viðurkenndar eða
sannaðar fræðilega .— reyndust
réttar sem kallað er. Þá er sagt,
að þeir hafi verið á undan sinni
samtíð; þeim eru reist minnis-
merki; það er kennt um þá í skól
um.
En hinir, sem veðja á skakkan
hest og halda fram „röngum"
sÞnðUííööi, **-* ftkki glíku að
fagna. Nöfn þeirra hverfa í hyl-
dýpi gleymskunnar.
III
Niðurstöður, sem dregnar eru
af órökstuddum tilfinningaskoð-
unum mætti kalla fordóma einu
nafni. í rauninni eru allar niður-
stöður fordómar, þær sem ekki
eru studdar fræðilegum rökum.
En orðið hefur neikvæða merk-
ingu i málinu — fáir munu tala
um lofsamlega fordóma. Þess
vegna mun það ekki vera viðhaft
um aðrar niðurstöður en þær,
sem eru neikvæðar í sjálfu sér.
„Getur nokkuð gott verið frá
Nazaret?“ spurði Natanael forð-
um. Eru ekki fólgnir í þeirri ein-
földu spurningu fordómar allra
tíma? Maðurinn teiur sig vita
hið sanna fyrirfram. Og hví
skyldi hann þá leita þess, sem
hann þegar hefur? Hann getur
svarað sér sjálfur, um leið og
hann spyr.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að fordómar, dylgjur,
vísvitandi rangfærslur og útúr-
snúningar eru venjuleg fyrir-
bæri í umræðum um bókmennt-
ir, listir og önnur menningarmál
nú á tímum. Það liggur við, að
maður undrist, ef út af bregður.
Á miðöldum voru spekingar,
sem héldu því fram, að í kapp-
ræðum hefði sá maður alltaf á
réttu að standa, sem rekið gæti
andstæðing sinn eða andmælanda
á stampinn. Nú þykir okkur bros
legt, að lærðir menn skyldu
halda fram slíkum firrum. Okk-
ur væri þó nær að líta í eigin
barm.
Á þeirri tíð hafði sannleiks-
hugtakið annað inntak en nú.
Menn gerðu sér í hugarlund, að
til væri tvennskonar eða jafnvel
margs konar sannleikur.
En hvað skyldi nú vera orðið
af sannleikshugtaki miða'.da? Er
það horfið eins og kynslóðirnar,
sem á það trúðu? Eða kann það
að vera umskapað i skoðanir:
álit, hyggju og sannfæringu nú-
timans?
Að minnsta kosti þurfum við
ekki að leita aftur til miðalda
eftir þrætubókarlist. Hún er enn
i gildi. Grafalvarlegir tala menn
um að skiptast á skoðunum. Og
blekkingaráróðri er dreift sem
ígildi góðra og gildra staðreynda.
„Svo .falsar nú andskotinn guðs
steðja á meðal vor og setur hans
mynd og yfirskrift á svikinn
málm,“ sagði meistari Vídalín.
Að visu eru framleiðendur og
dreifingamenn skoðana ekki svo
djarfir, að þeir treystist til að
kalla blekkingar sínar stað-
reyndir og sannleika, enda þarf
þess ekki með. Þeir látast gera
fólki hátt undir höfði með þvi að
segja því, að það þurfi ekki að
trúa, bara aðhyllast.
„Það selst sem gull,“ var haft
eftir gömlum prangara, sem hafði
á boðstólum skrautlegt glingur,
gert af pjátri, en gyllt á ytra
borði. Sams konar orð mættu
þeir taka sér í munn, sem útbúa
skoðamr handa heiminum. Þær
kunna að vera glæsilegar á ytra
borði, þó eiginleg undirstaða
þeirra sé hjóm eitt.
Fyrr á öldum, meðan elfur tím
ans leið áfram í stöðugri lygnu,
breyttist ekki svo margt á einni
mannsævi. Svipuð viðhorf gátu
haldizt frá einni kynslóð til ann
arrar. Samt var alltaf eitthvað
sem hvarf, og eitthvað, sem kom.
Mannlegt samfélag getur aldrei
staðið í stað fremur en lifið sjálft.
Sögunnar blóð streymir hraðar
á okkar dögum. Gagnger straum
hvörf verða á fáum áratugum.
Lífskjörin, hugmyndirnar, við-
horfin — allt er þetta að breyt-
ast frá degi til dags.
Við þurfum ekki að hverfa
lengra en svo sem þrjá áratugi
aftur í tímann til að skyggnast
eftir úreltum viðhorfum til bók-
mennta og menningarmála, við-
horfum, sem nú þættu í meira
lagi fjarstæð, ef fram væri haldið.
Þá voru kreppuár. Margra hög-
um var svo háttað, að þeir áttu
ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynj-
um. Hins vegar var enginn hörg-
ull á skoðunum. Valdamiklir
leiðtogar réðu fyrir löndum og
þjóðum og lokkuðu menn eða
hræddu til fylgis. „Þeir sem ekki
eru með þeir eru á móti“, var
kjörorð þeirra. Mörgum varð svo
við, að þeir stóðust ekki slík
frýjuorð og skipuðu sér um-
svifalaust í einhverja fylkinguna,
enda var óspart brýnt fyrir mönn
um að „taka afstcðu" eins og
það var kallað. Skoðanaleysi var
fordæmt. Það þótti bera vott um
sljóleika og sinnuleysi, og þó öllu
fremur heigulshátt og rag-
mennslu.
Einvaldar létu þau boð ganga,
að þeir mundu breyta heiminum
til betri vegar. Ekki var furða,
þótt ungir ínenn hrifust af svo
háleitum fyrirætlunum, enda
héldu margir að hugur fylgdi
máli. Ungu mennirnir gerðu skoð
anir þær, sem þeim voru inn-
rættar, að hugsjónum lifs síns og
hétu að bera þær fram til sig-
urs eða heita hvers manns níð-
ingar ella. Því til staðfestingar
nefndu þeir skoðun sína lífsskoð
un. Og skáldin urðu klökk af
fögnuði og hrifningu og lofuðu
einvaldana í hástemmdum ljóð-
um.
Hvað hefur svo gerzt?
Þeir sem bjuggu til skoðanirn-
ar og hugsjónirnar, eru löngu
dauðir, sumir gleymdir. Það eru
komnir aðrir áhrifamenn, aðrar
skoðanir og aðrar hugsjónir. Þeir
sem urðu ölvaðir af háleitum
fyrirætlunum, lutu auðmjúkir
fyrir blaktandi grunnfánum og
sáu fyrir sér eilíf sumarlönd fyrir
þrjátíu árurp, eru nú orðnir
gamlir menn. Skoðanir þær, sem
þá var fram haldið og sumir
gerðu sér að lífshugsjón, reynd-
ust ekki vera gylltar nema a ytra
borði. Og nú eru þær gyllingar
fyrir löngu farnar af og í ljóa
komið, hvað undir þeim leyndist.
— Svo grálega getur tíminn leik-
ið með alvarlega hugsandi sá'ir.
Það er sagt, að sá, sem villist
í þoku, verði fyrir sjónhverfing-
um. Landslagið breytir um svip
og birtist honum í furðulegum
kynjamyndum. Meinlausir drang
ar verða að tröllslegum berg-
þursum, ávalir hólar að gneypum
fjöllum, slétt hamraþil að skraut
legum álfaborgum, auk þess sem
ár og Jækir taka þá að renna
upp í móti.
Þannig er um skoðanir og dóma^
þá, sem á þeirn eru byggðir. Þeir
verða aldrei annað en fordómar.
Öll hlutföll verða afskræmd og
ýkt. Þeim, sem viViist, hættir til
að ganga í hring. Það er sama,
hvað hann gengur marga hnngi,
hann endar alltaf á sama kenni-
leitinu. Eins er um þann raann,
sem gefizt hefur á vald einhverri
skoðun. Hann kernst ekki út úr
þeim hring, sem hún markar hon
um, svo lengi sem hann er ’nenni
háður. Óhjákvæmilega hlýtur
hann að enda á sömu meinlok-
Framhald á bls. II
Slysavarnakonur í siglingu
ÞESSI mynd er tekin um borð
í Gulfossi af konum, sem starfað
hafa í fastanefndum Slysavarna-
fglagsins í Reykjavík, sumar allt
frá stofnun fyrir 34 árum, en
kvennadeildin var stofnuð 1930.
Alls voru konurnar 50 og komu
beim úr þessu ánægjulega ferða-
lagi með Gullfossi 30. júlí, Létu
þær mjög vel af ferðinni og voru
einkar þakklátar fararstjóranum
í Danmörku, Geir Aðils, en þeim
gafst tækifæri til að skoða marga
kunna og fagra staði bæði í ICaup
' mannahöfn sjálfri svo og úti um
Sjáland.
Síðasta daginn, sem konurnar
dvöldust um borð í Gullfossi
fengu þær sent eftirfarandi
skeyti nokkru áður en þíér stigu.
hér á land aftur:
| „Um leið og þið slysavarnakon
ur komið heim úr ykkar ^íma-
bæru skemmtiferð, vilja samtök
sjómanna í Reykjavík og Hafnar
firði verða meðal hinna fyrstu,
sem bjóða ykkur velkomnar til
, landsins. Um leið sendum við
ykkur í nafni samtakanna hug-
heilar kveðjur og þakkir fyrir
fórnfúst starf í þágu slysavarna
mála og annarra mannúðarmála
fyrir sjómenn og sjómannabörn.
Stjórn -sjómannadagsins“.
Konurnar vilja sérstaklega
þakka skipstjóra og skipshöfn á
Gullfossi fyrir ánægjulegar sam
verustundir og fyrir hve vel var
greitt fyrir þeim á allan hátt i
þessari ferð, en margar kvenn-
anna höfðu aldrei farið í siglingu
fyrr.