Heimilisblaðið - 01.05.1959, Síða 2
SKUGGSJfl
Enginn getur talið
dýrin. — Enginn hefur
hingað til getað talið
dýrin — og vafalaust
mun það aldrei takast.
En menn hafa reynt að
áætla fjölda tegund-
anna — og hann er
meiri en flesta rennir
grun í. Um 96% af öll-
um jarðarinnar dýrum
eru minni en manns-
hönd, já — gætu meira
að segja staðið á fingurnögl, því að sjöundi hluti
dýraríkisins er ósýnilegur með berum augum. Teg-
undirnar eru taldar um 920.000, þær minnstu eru
þúsundasti hluti millimeters, en þær stærstu um og
yfir 30 metra langar, eins og t. d. bláhvalurinn. Þar
að auki er vitað um 100,000 útdauðar dýrategundir.
Það er alveg þýðingarlaust að reyna að áætla dýra-
fjöldann. Hann mundi sennilega sprengja talnakerfið
okkar. Fjöldi dýra í hverju landi fer eftir því, hve
góð lífsskilyrði eru fyrir dýrin í hverju landi. Þýzkir
dýrafræðingar telja að í Þýzkalandi séu 37.500 dýra-
tegundir.
Bergið. — Þið hafið
ef til vill ekki gert
ykkur grein fyrir því
hve vísindin byggja
mikið á grjóti, á
steinum og bergi. —
Margar aldir eru liðn-
ar síðan vísindamenn
fóru fyrst að rann-
saka bergmyndanir,
því að það er langt
síðan menn fóru að
reyna að gera sér í
hugarlund þróun og aldur jarðarinnar. Til skamms
tíma var allt jarðarinnar grjót yfirleitt flokkað í
þrjá meginflokka: í fyrsta lagi berg, sem borizt hef-
ur glóandi úr innri jarðlögum upp á yfirborðið við
eldgos eða þrengt sér milli efri jarðlaga og myndað
svonefnt granit. Þá flögusteinninn, sem myndazt
hefur í djúpum jarðlögum þar sem mikill þrýsting-
ur efri laga hefur breytt upprunalegri myndun
bergsins. Þriðja tegundin er sú, sem myndast við
veðrun. Berg molnar vegna áhrifa vinda, sjógangs
og hitabreytinga — og myndar að lokum fínan
mulning, eða sand, sem stundum fellur til botns í
sjó eða stöðuvötnum og myndar sandsteinalög, kalk-
lög og fleira því um líkt. Og nú eru menn farnir
að tala um fjórða flokkinn. Þar er um að ræða leir-,
sand-, kalklög og grjótmulning, sem leggst á sjávar-
botn og sígur dýpra og dýpra undan þunga nýrra
laga, sem safnast ofan á. Að lokum getur svo farið,
að þessi lög nái til eldsins í iðrum jarðar, bráðm
og velli glóandi upp á yfirborðið eða setjist milb
efri jarðlaga sem granit.
Kuðungarnir og
hljóðið. — Hafið þið
nokkru sinni borið
stóran kuðung
eyranu ? Ef svo er
ekki — þá vitið þ'®
það e. t. v. ekki,
úr honum heyrast
miklar drunur, brak
og brestir. Þessi hljóð
heyrast jafnvel ur
kuðungum í mörg ®r
eftir að þeir erU
bornir á þurrt land — og áður fyrr sköpuðust miklar
sögur og hindurvitni í sambandi við þetta fyrirbærI'
— Sumir þóttust þess fullvissir, að sjávarniðuriW1
„lifði“ í kuðungum, stundum var þetta kallað „and-
ardráttur sjávarins". Og með fólki, sem lifði við
sjávarsíðuna og átti afkomu sína undir sjósóko,
hafði þetta kuðungshljóð mikla þýðingu. Menn þótt-
ust heyra forboða stórviðra — og veðurspár langt
fram í timann í kuðungnum.
En sannleikurinn er samt sá, að kuðungurinn SeT'
ir ekkert annað en bergmála og magna hljóðin u®'
hverfis okkur — og þannig getum við heyrt í kuð'
ungnum hljóð, sem eyra okkar nemur annars ekki-
Vegna lögunar sinnar magnar kuðungurinn öll hljóð-
Þar gilda sömu lögmál og um hornið, sem heyrnar-
daufir notuðu áður en nútíma heyrnartkæki konru
til sögunnar. Þegar þið berið kuðung að eyranu °&
heyrið brak og bresti, eða dynki — þá getur þa®
verið andardráttur ykkar, eða hjartaslög, sem þi^
heyrið.
FRUMBYGGJAR ÁSTRALÍU ERU ÞEIR VIÐNÁMS-
FÆRUSTU GAGNVART KULDA. Ekki skrælingí'
arnir (Eskimóar), heldur frunibyggjar Ástralíu Þ°ia
kulda hezt allra núlifandi manna. Jafnvel á nóttun'>
þegar hitastigið lækkar undir frostmark, sofa Þelf
naktir á herri jörð, en þá lækkar líkamshitastig þeirr®>
eins og hinn kanadíski líffræðingur J. S. Hart sagð1
nýlega.
Hjá frumbyggjum Ástralíu hefur komiS í h'rS[(t
skipti í Ijós, aS líkamshitastig manna lœkjtar vl
kulda, án ftess aS gera mönnum neitt mein.
fyrirbrigSi minnir á vetrarsvefn sumra dýra. H]a
öllum öSrum manntegundum tekst aSeins tne
vissum lyfjum og meS miklum varúSarráSstöfn’1
um aS lcekka líkamshilastigiS. Hefur þessi a ((
ferS mikla þýSingu sem „tilbúinn vctrarsvef11
í nútíma uppskurSartœkni.
Heimilisblaðið kemur út annan hvern
uð, tvö tölublöö samoJtf
blaSsíSur. Verð árgangsins er kr. 50.00. í lausasÖ lj
kostar hvert blaS kr. 10.00. Gjalddagi er 14. apTll‘
Utanáskrift: HeimilisblaÖiS, BergstaSastrœti 27, Pöst
hólf 304, Reykjavík. — PrentsmiÖja Jóns HelgasoaaT
HEIMILISBLAÐ10
90