Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1959, Side 4

Heimilisblaðið - 01.05.1959, Side 4
að til Kerlingarfjalla er förinni heitið. Eftir skamma stund kem ég að Hvítá, þar sem brúin liggur yfir hana. Hef ég þar litla viðdvöl, en held förinni áfram. Þegar yfir ána kemur tek ég það ráð að halda upp með Jökulfljótinu svonefnda og hugðist með því stytta mér leið. Hafði mér verið ráðlagt þetta. En sú ráðlegging reynd- ist mér vafasamt heilræði, því að þarna er um vegleysur einar að ræða og auk þess virtist mér, að þessi leið myndi vera litlu skemmri en bílvegurinn, sem vestar liggur. En þegar ég komst að raun um þetta, var ég kominn lengra en svo, að til mála kæmi að snúa við. Kvöldið leið og nóttin sveipaði blæju sinni yfir ríki öræfanna. Órofaþögn drottnaði um- hverfis. Fjöll og hæðir gnæfðu þóttaleg við himinn, nær og fjær. Dauðamók virtist al- taka náttúruna. Og þessi lífvana kyrrð hafði í sér fólgið eitthvert svæfandi áhrifavald, einhvern friðandi mátt, dulrænan og voldug- an. Hann þrýsti sér inn í vitund mína og Ieitaðist við að ná tökum á mér. Þörfin fyrir hvíld og svefn knúði á. En ég vísaði henni jafnharðan á bug, því að ennþá var eigi tími til kominn að taka á sig náðir. Það gat eigi orðið fyrr en sæluhúsi Kerlingarfjalla var náð. Ég hraðaði förinni eins og unnt var, en þó var sem mér miðaði undur hægt áfram. Hestana varð ég að hvíla öðru hverju, til þess að ofþreyta þá ekki. Þeir urðu sýnilega fegnir hverjum gróðursælum bletti. Þar vildu þeir stanza og lét ég það venjulegast eftir þeim. Þannig leið hver klukkutíminn af öðrum, an þess að neitt sögulegt bæri til tíðinda. Umhverfið tók litlum breytingum langan tíma, nema hvað fjöllin, sem risu að baki, f jarlægðust smám saman. Kerlingarfjöll, sem nálguðust framundan, sáust hins vegar ekki nema að litlu leyti, því að þau voru stöðugt hulin myrkum þokuhjúp. Engar lifandi verur urðu á leið minni lengi vel. Að lokum sá ég tvo svani í dálitlum gróðurreit, fast við Jökulfallið. Þeir voru þöglir, eins og nóttin sjálf, og hröðuðu sér hið bráðasta burtu, er þeir urðu mín varir. Loks komst ég á bílveginn, sem liggur í Árskarð, þar sem sæluhús Ferðafélagsins stendur. Skipti þá brátt um til hins betra fyrir hestana að komast áfram, enda þótt vegurinn væri eigi alls kostar góður. Leiðin til Kerlingarfjalla tók nú mjög að styttast. Undirhlíðar þeirra risu framundaHi mikilúðlegar útlits undir þokufarginu, sein yfir þeim grúfði. Þessi tígulegu fjöll, sem ég hafði svo oft virt hugfanginn fyrir mér úr fjarska, voru nú myrk á svip, eins og þaU byggju yfir einhverjum ógnandi leyndar' dómum, sem engum væri fært að kanna- Það var sem þau ygldu sig mót hverjum þeim, er hugðist voga sér inn í veldi þeirra. En ég vissi, að bak við þetta skuggalega við' mót var dulin fegurð, áhrifarík og undur- samleg. Og það var einmitt þessi fegurð, sem hafði lokkað mig hina löngu leið til þessara kynjafjalla. Áhrif þokunnar á umhverfið urðu stöðugt magnaðri, eftir því sem nær dró meginfjöH' unum. Hvaðeina fékk á sig ferlega mynd- Einkum beindist athygli mín að kletti ein' um háum, sem gnæfði upp úr brattri hH^' eða skriðu, skammt frá leið minni. Var hann býsna kynlegur útlits í þokukufli sínum °% engu líkur, nema einhverjum bergrisa aftaO úr forneskju. Klukkan var nálega fimm, er ég kom 1 Árskarð. Þar er grösugt land og skjólsaelti enda hefur hvammur þessi um langt skei verið áningarstaður í Kerlingarfjöllum. LS hafði eitt sinn áður komið í Árskarð, á sól' fögrum sumardegi ,og þótti mér þá hlýkS*' þar og fagurt um að litast. Nú var þar öðrU' vísi umhorfs, veður kalt og hráslagalegt og myrk þoka allt umhverfis. Samt var ég inn að vera þangað kominn. Ég hafði fn^3 þörf fyrir hvíld og hestarnir sömuleiðis. OS þarna voru öll skilyrði góð til að hvílast’ Gjalddagi HeimilisblaSsins var í apríl. V insamlegast sendib greiðslu í póstávísun. l£> 92 HEIMILISBLAÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.