Heimilisblaðið - 01.05.1959, Side 5
aglendi gott fyrir hestana og sæluhúsið til-
valinn dvalarstaður fyrir mig, svo að þar
Varð naumast á betra kosið.
Hefti ég nú hestana, tók af þeim reiðtygin
°S skildi svo við þá þar sem haglendið var
einna bezt. Að því búnu tók ég að svipast
11111 eftir hvíluplássi í sæluhúsinu. Sá ég þá
n°kkrir menn voru þar fyrir. Voru þeir
a lr í fastasvefni og fór ég því sem hljóðleg-
asl) til þess að raska eigi svefnró þeirra.
ratt fann ég autt rúm, sem hentaði mér
^el) lagðist í það og sofnaði innan skamms
tima.
Eg mun hafa blundað fullar tvær klukku-
s Undir, er ég vaknaði við mannamál. Voru
a sæluhúsbúar vaknaðir og teknir að ræða
Saman. Gaf ég mig brátt á tal við þá og
®Purði um ástæðuna fyrir veru þeirra þarna.
^n þeir kváðust eiga að annast fjárvörzlu
Pessar slóðir sumarlangt, vegna sauðfjár-
o^U ^ómanna illræmdu. Þeir voru alls fjórir
var Jóhannes skáld úr Kötlum einn
Þeirra.
■Mér varð nú hugsað til hestanna og fór
’ ^ a^ gæta að þeim. Veður var enn kalt
°^tjr^0lna n°kltur) sem var slydda.
að .estana fsnn ég fljótlega, því að þeir voru
ems spölkorn frá sæluhúsinu. Var þeim
kalt og leið illa. Sá ég, að
^-börfnuðust húsaskjóls framar öllu öðru.
étt við sæluhús Ferðafélagsins er gamall
leitar:
hu:
rrrannakofi úr torfi. Kom mér nú til
tm að láta hestana þar inn og hafa þá
þar, unz þeim hlýnaði. En þar voru smá-
vegis annmarkar á, því að í kofanum var
allmikill farangur, sem sæluhúsbúar áttu.
Fór ég því til fundar við þá og mæltist til
þess, að þeir rýmdu kofann. Tóku þeir því
vonum framar vel, og eftir nokkrar bolla-
leggingar var þessu komið í framkvæmd.
Lét ég síðan hestana þar inn og gat nú verið
rólegur þeirra vegna.
Alltaf var sama þokufargið yfir tindum
Kerlingarfjalla og sýnilegt, að því myndi eigi
létta í bráð. Það virtist streyma kaldur loft-
straumur ofan af Hofsjökli, suður yfir fjöll-
in, og gerði ég mér í hugarlund, að hann
myndi vera valdur að þokunni.
Ég hafði upphaflega ætlað að ganga á
einhvern af hátindum Kerlingarfjalla og
njóta hins frábæra útsýnis þaðan. Nú var sú
hugmynd að engu orðin. Hins vegar taldi ég
líklegt, að unnt væri að komast í Hveradal-
ina, sem var einn aðaltilgangur fararinnar.
Ég vissi, að úr Árskarði átti að vera stutt
leið í Neðri-Hveradalina svonefndu og ákvað
að reyna að finna þá.
Ég færði þetta í tal við Jóhannes, því að
mér virtist hann vel kunnugur staðháttum
þarna. Taldi hann öruggt, að ég myndi finna
dalina, þrátt fyrir þokuna, og sagði mér
greinilega, hvar fara ætti. Var ég svo eigi
með frekari heilabrot þar um, en lagði þegar
af stað.
Hélt ég nú meðfram Árskarði að austan-
verðu, inn á milli fjallanna. Dökknaði þokan
ISBLAÐIÐ
HEimiL
93