Heimilisblaðið - 01.05.1959, Page 6
brátt, eftir því sem hærra kom, og sá ég að
lokum aðeins örskammt frá mér. Argljúfrið
hafði ég jafnan til hliðsjónar og var það mér
ómetanlegur leiðarvísir. Það er víðast stór-
brotið mjög og hrikalegt yfirlitum, eða þann-
ig kom það mér fyrir sjónir, og má vera, að
þokan hafi átt sinn þátt í því. Barmar gljúf-
ursins eru næsta óreglulegir og hafa sýnilega
sorfizt sundur af völdum vatns og vinda um
aldaraðir. í heild sinni er gljúfrið skugga-
legt og niður árinnar hljómar annarlega í
djúpum þess.
Að nokkrum tíma liðnum sá ég móta fyrir
djúpri lægð og vissi samstundis, að þar
myndu Neðri-Hveradalir vera. Gekk ég svo
fram á dalbrúnina og litaðist um. Og mér gaf
á að líta! Fyrir fótum mér lá þröngur dalur,
svo furðulegur að litskrúði, að ég hef eigi
fyrr né síðar séð jafn litauðugt land. Voru
litirnir af öllum gerðum, rauðir, gulir, græn-
ir og bláir, og svo óendanlegt sambland allra
þessara lita þar á milli. Engin þoka var í
dalnum, en ótölulegur fjöldi gufustróka sté
upp frá botni hans og hlíðum. Út frá dal
þessum gengu svo aðrir minni dalir, eða gil-
skorningar, en þá sá ég eigi jafn greinilega.
Ég tók nú þegar að athuga möguleika fyrir
að komast niður í þessa ævintýralegu dali,
því að ég vildi umfram allt kanna þá nánar.
Þaðan, sem ég var staddur, var eigi viðlit
að komast í dalina og gekk ég því áfram
með þeim nokkurn spöl. En þar virtist alls
staðar illfært niður, enda lágu fyrningafann-
ir fram á dalbrúnir. Sneri ég þá til baka og
fann þá, eftir nokkra leit, grunnan skorning,
er ég komst niður um með hægu móti.
Niðri í dölunum var blæjalogn og yndis-
legt að vera. Þokan sveif hið efra meðfram
dalabrúnunum, en náði eigi að seilast ofan
í dalina sjálfa. Voru viðbrigðin svo mikil, að
koma úr kuldalegri þokunni í veðurblíðuna
þarna, að mér fundust þetta vera eins konar
sæludalir.
Fór ég nú að svipast þarna um og voru
það hverirnir, sem einkum drógu að sér at-
hygli mína. Þeir voru þarna við hvert fót-
mál að kalla, ýmist gufu- eða leirhverir.
Fjölbreytni þeirra virtist takmarkalaus.Voru
sumir forkunnar fagrir og umvafðir dásam-
legu litskrúði, þar sem öll blæbrigði lita sam-
einuðust. Aðrir höfðu fáránlegar myndir,
jafnvel ægilegar, svo að mér stóð nálega
ógn af.
Eg reikaði víða um dalina, hugfanginn og
undrandi. Alls staðar voru hverir, stórir og
smáir, alls staðar kraumandi leireðja og
þjótandi gufumekkir. Sums staðar varð ég
að fara gætilega, því að gapandi hveraopi11
gátu leynzt í mekkinum, sem huldi á stöku
stað allmikil svæði. En allt fór þó vel og ég
slapp farsællega út úr öllum slíkum háska-
Mér dvaldist lengi þarna í dölunum, þvl
að margt var að skoða, eins og gefur að
skilja. Að lokum hélt ég samt brott þaðaHi
og þó heldur treglega. Raunverulega fannst
mér, að dvöl mín þar væri allt of skamm'
vinn.
Ég þóttist sjá, að tilgangslaust væri að
fara víðar um fjöllin, og hélt því til bakai
sömu leið og ég kom. Þokan var enn hia
sama, myrk og hráslagaleg, þegar upp ur
dölunum kom, og taldi ég því öruggast að
hafa enn — í bakleiðinni — hliðsjón af
gljúfri Árskarðsár, sem ég og gerði. Gekk
mér ferðin vel og var ég von bráðar komin11
að sæluhúsinu aftur.
Eftir gönguför mína í Hveradali, tók eg
að búast til brottferðar úr Kerlingarfjöllum-
Hafði ég í hyggju að gista í sæluhúsinu 1
Hvítárnesi nótt þá, sem framundan var, °&
stytta þannig heimleiðina fyrir næsta dag-
Hestarnir höfðu nú jafnað sig vel eftir kuld'
ann um morguninn. Hafði þeim hlýnað fljot'
lega, eftir að þeir komust í húsaskjólið, °£
voru nú auk þess mettir orðnir af grængreS'
inu í Árskarði.
Klukkan mun hafa verið um sex, er
lagði af stað úr Kerlingarfjöllum. Fór ég Ul1
að sjálfsögðu bílveginn til baka og sóttisf
mér ferðin greiðlega niður í Hvítárnes.
I sæluhúsinu í Hvítárnesi var einn maóur
staddur, er ég kom þangað, Húnbogi Haf'
liðason að nafni. Stóð vera hans þar í elir
hverju sambandi við fjárvörzluna, sem áður
getur um. Þótti mér vænt um að fá þarIia
óvæntan félaga til að rabba við.
Fagurt var í Hvítárnesi þetta kvöld. Þ°ku
var þar engin, en veður bjart og kyrrláÚ'
Allt var hjúpað mildri aftankyrrð. Hvítar.
vatn sjálft var sem spegill og endurspegl3
stöðugt síbreytileg blæbrigði himindjúpsiriS'
Bak við það í vestri risu tíguleg fjöll, ásam
94
heimilisblaði0