Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1959, Side 16

Heimilisblaðið - 01.05.1959, Side 16
Þau heyrðu greinilegt taut. Hrólfur opn- aði dyrnar og rak höfuðið inn úr gættinni. „Góðan daginn, gamli minn,“ sagði hann. Elín leit inn. Það var rökkur í herberginu, og hún kom ekki auga á neinn þar inni. „Eg tók með mér gest í dag,“ tilkynnti Hrólfur. „Hér er hún.“ Hann opnaði dyrnar alveg og lagði handlegginn um herðar Elín- ar og leiddi hana inn í herbergið. „Ég er hræddur um, að ég sé mjög lélegur gestgjafi," sagði Jón Hayward þreytulega. Og nú kom Elín auga á hann. Hann sat samanfallinn í stórum hægindastól, sem stóð hér um bil á miðju gólfi í stóru herbergi. Rimlatjöld lokuðu eftirmiðdagssólina úti. — Elín reyndi að sjá hvernig Jón Hayward liti út. „Má ég kynna," sagði Hrólfur. „Þetta er bróðir minn, Jón Hayward — og þetta er ungfrú Elín Hallowell." Þau stóðu nú fyrir framan hann, og Jón leit áhugalaust upp á þau. „Mér þykir fyrir því, en ég get ekki staðið upp,“ sagði hann afsakandi. En Elín heyrði beiskjuna í rödd hans. Hrólfur dró fram stól handa Elínu og hún settist, um leið og hún leit kvíðafull á Hrólf. Það var auðfund- ið, að þau voru ekki velkomin, og Elínu leið hálf illa, því hún hafði ekki hugmynd um hvað hún átti að segja við þennan ókunna unga mann, sem hafði hlotið svo ill örlög, og sem hún vorkenndi mikið, án þess að þora að láta meðaumkun sína í ljós. ★ Hún var mjög undrandi yfir því hvað hann var ungur. Hann gæti ekki verið meira en um þrítugt, hugsaði hún. Hún hafði haldið að hann væri miklu eldri. En það sem hafði mest áhrif á hana, var röddin, sem var hljómlaus og dauð — óhugnanlega tilbreyt- ingarlaus. „Viljið þér fá tebolla, ungfrú Hallowell? spurði Jón án þess að líta á hana. „Þakka yður fyrir, en þér skuluð ekki gera yður ómak,“ sagði Elín. „Gefðu okkur heldur hanastél," sagði Hrólfur. „Við erum nýbúin að drekka te.“ „Viltu kalla á Jónas?“ sagði Jón við bróð- ur sinn. Elín horfði undrandi á hann. Talaði hann alltaf með þessari dauðu rödd? Var hann alltaf svona? Hrólfur kallaði á Jónas, og Elín hrökk við að heyra svona hávaða, sem hljómað' svo einkennilega í þessu stóra og kyrrláta herbergi. Og þó var það kannske einmitt það sem Jón þarfnaðist — ofurlítils hávaða og óróa til að skera kyrrðina og tilbreytingai" leysið. „Gefðu okkur Martini, Jónas,“ sagði Hrólfur, þegar þjónninn kom hljóðlaust inB> ,,og settu dropa af Absinthi í hvert glas eins og síðast. Það hafði dásamleg áhrif —— Jónas er fyrsta flokks hanastélsblandari," bæth hann við, þegar þjónninn var kominn út ur herberginu. „Maður fær hvergi betri drykk- Elín fitjaði aðeins upp á nefið. „Maður verður víst að venjast þessum hanastélum," sagði hún. „Ég er ekki viss um að ég sé hrifin af þeim.“ „Má ég þá bjóða yður eitthvað annað? spurði Jón, og horfði forvitnislega á hana- „Æ, nei, ég meinti það nú ekki,“ flýtt' Elín sér að segja. „Ég hef ekki á móti því að drekka hanastél, en ég kem frá litlum bmi og þar er sjaldan drukkið nokkuð þess hátt' ar. „Þetta var dálítið nýtt,“ sagði Jón. hélt að allar ungar stúlkur núna væru þaul' æfðar í víndrykkju." „Þegar þú kynnist henni betur,“ sagð* Hrólfur, eins og hann hefði þekkt hana * mörg ár, „muntu komast að raun um, 3 hún er alveg sérstök. Mér varð fyrst ljóst, hvað New York er skemmtilegur bær, þegar ég sá hvað hún var hrifin af henni.“ Jónas kom með hanastélin. Samtaú hætti, Elín var feimin og vonaði af hjarta, að Hrólfur færi ekki að tala 11,11 einkaritarastöðuna. Hún var sannfærð um> að Jón Hayward kærði sig ekki um að 1 konu fyrir einkaritara. „Ég vildi óska að þú færir að gera eitt hvað Jón,“ sagði Hrólfur, og Elín sendi h um biðjandi augnaráð, um að halda ek áfram. „Þig vantar einkaritara, og E111,11 vantar vinnu,“ hélt hann áfram miskunnar laust. „Þið ættuð að reyna hvernig yk*1 kæmi saman í dálítinn tíma.“ Jón Hayward svaraði ekki, og Elín faI111 heimilisblað 1» 104

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.