Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1959, Page 20

Heimilisblaðið - 01.05.1959, Page 20
áhyggjulausum tón. ,,En ég hef tekið eftir því, að fólkið hér er eins ólíkt fólkinu í Amestown eins og halanegrunum. Það er lit- ið öðrum augum á hlutina hér.“ Pétur horfði rannsakandi á hana. „Dóra er mér einskis virði,“ reyndi hann að útskýra. Hún hefur aldrei verið mér neins virði, það er sama hvað hún hefur reynt að telja þér trú um, um daginn, þegar þú komst. Hún var þar einmitt í síðasta skiptið, og þar að auki hafði ég talað við frænda minn dag- inn áður en þú komst, og var því dálítið órólegur." „Við frænda þinn?“ „Já, Todd frænda. Við getum kennt hon- um um, hvernig fór þennan dag. Hann gerði óskaplegt veður út af þvx að ég ætlaði að gifta mig, og þá varð ég reiður og rauk út og drakk mig fullan,“ bætti hann við. „Eg skil það ekki, Pétur,“ sagði Elín og leit óróleg á hann. „Hefurðu sagt frænda þínum, að við ætluðum að gifta okkur, og var hann á móti því?“ „Einmitt," sagði Pétur. „Ég varð að lofa honum að bíða í eitt ár. Hann sagði að ég væri of ungur, og þó að ég ætti peninga, þá vildi hann helzt, að ég sýndi að ég gæti unn- ið fyrirtækinu gagn, áður en ég gifti mig.“ ★ Elín beit á vör. ,,Og þú lofaðir honum því kannske?" „Ég varð að gera það.“ Pétur forðaðist að líta í augu hennar. „Þú hlýtur að skilja það. Ég á sjálfur dálitla peninga, en frændi minn er mjög ríkur. Það væri Ijóta vitleysan að reita hann til reiði, þegar aðeins um eitt ár er að ræða.“ „Aðeins eitt ár —“ sagði Elín við sjálfa sig. „Ég skil ekki almennilega," sagði hún upphátt. „Það er ekki erfitt að skilja það,“ sagði Pétur. „Góða Elín, þú þarft ekki að taka þessu svona hátíðlega, þó að við þurfum að bíða í ár. Þá fáum við líka betri tíma til að kynnast. Það var líka vitfirring að ákveða að gifta sig strax. Ég hugsaði um það, þeg- ar ég kom aftur til borgarinnar. Nú getur þú tekið þessa vinnu, sem þú varst að segja mér frá, og næsta ár um þetta leyti giftum við okkur.“ Elínu fannst vera þoka fyrir augxmum á sér, og síðustu orð Péturs komu úr fjarlægð- Elín kreppti hnefana og neyddi sjálfa sig til að hugsa skýrt. Hún gat ekki trúað þvi, að þetta væri satt, sem hann sagði. Hann sat þarna og kallaði fegursta augnablik lífs hennar „vitfirringu". Hún mundi hvað hann hafði sagt við hana þetta dásamlega kvöld, að þetta væri það, sem hann hafði óskað sér alla sína ævi —' að hún væri sú rétta, sú sem hann hefði beðið eftir, og þess vegna væri engin ástæða til að hugsa sig um. Og nú sat hann þarna og talaði um einhvern frænda, sem ekki vildi að hann gifti sig fyrr en eftir ár. Hún efaðist um að þessi frændi væri til. „Hvar býr hann?“ spurði hún. Pétur leit undrandi á hana. „Hver?“ „Frændi þinn, auðvitað.“ „Ó —“ Pétur hló. „Hann — hann býr 1 Chicago." Það var lygi, sem hann hafði sagt henni, Elín heyrði það. Hann hugsaði sig of leng1 um, áður en hann svaraði. Elík tók töskuna sína og hanzkana. „Ef þér er sama, þá aetla ég heim núna,“ sagði hún. Pétur starði undrandi á hana, og þegar hún stóð upp, stökk hann á fætur. „Hvað er að þér, Elín? Við erum nýkomin- Við höfum ekkert dansað.“ „Ég vil helzt ekki dansa.“,Hún leit kulda' lega á hann. „Þakka þér fyrir kvöldið, Pétur, það var yndislegt, en þetta er síðasta kvöldið, sexn við erum saman." „Elín — hvað meinar þú?“ Hann var rauð' ur af reiði. Hjarta Elínar sló hratt, en hún reyndi að tala rólega. „Það er óþarfi að tala meira um það,“ sagði hún „Það er bara það, að við erum ósammála um svo margt, og það er gott, að okkur skyldi verða það ljóst strax- Hún bar höfuðið hátt, þegar hún sneri ser frá borðinu og fór út. Pétur flýtti sér á eiú* henni. Hún sneri sér að honum. „Ég vil helzt fara ein heim, Pétur. Þú skak ekki fylgja mér. Augnablik horfði hann ráðvilltur á haua’ svo leit hann undan. „Ég . . . ég ætla að fylgja þér út,“ tautað1 hann. 108 HEIMILISBLAÐ11’

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.