Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 24

Heimilisblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 24
Sá gætni maður — Mr. Morris Smásaga eftir Nicolas Bentley NAFN MITT er William Morris (án þess ég sé nokkuð skyldur þeim fræga William Morris, því ætt mín er frá Salford). Ég er fimmtíu og þriggja ára gamall, kvæntur, á dóttur (sem einnig er gift) og á heima í Waldingham í Surrey. Ég er það sem venju- lega er kallað hæglátur að eðlisfari. Ýmsum myndi áreiðanlega finnast líf mitt tilbreyt- ingarlaust og atburðasnautt, en mér finnst alveg ljómandi að lifa slíku lífi. Ég hef einnig gaman af að lesa (í bók- um er nægilegur spenningur fyrir mig) og að mála (með vatnslitum einungis, fram til þessa) og sýsla við eitt og annað innanhúss. Það er því kannski eitthvað til í mér af hinum Morris-inum; hann hafði nefnilega líka gaman af að sinna ólíkum viðfangsefn- um. Enda þótt ég lesi drjúgan slatta, hafði mér aldrei dottið í hug að skrifa neitt sjálf- ur, fyrr en sá stórviðburður gerðist í lífi mínu, sem kom mér til að skilja nauðsyn þess að skrifa um hann. Ég verð því að biðja ykkur um að taka því með þolinmæði og skilningi, þótt í Ijós komi ágallar mínir sem rithöfundar. Ég hef lagt stund á lestur leynilögreglu- sagna í meira en þrjá áratugi. — Ég les samt aldrei þessar af lélegra taginu, enda þótt sá viti það sem allt veit, að af þeim er meira en nóg. Það voru höfundar eins og Poe, Collins og Gaboriau, og að sjálfsögðu Holm- es, auk Trents og dr. Thomdyke, sem komu mér á sporið við slíkan lestur. Og það sem ég kalla leynilögreglusögur, eru þær sem fjalla um raunverulegt upp- ljóstrvmarstarf varðandi glæpi, en ekki að- eins þá sem gera leynilögreglumanninn að einhvers konar afburðahetju; ég vil, að hann sé látinn vera venjulegur maður, sem ekki hafi neinu öðru að treysta en eigin eftirtekt og heilbrigðri skynsemi. Ég býst við að það sé af þessum sökum, sem ég hef vanizt á að veita samferðafólki mínu nánari athygli en allur almenningui- gerir. En það stafar svo sem ekki að forvitnii heldur af því, hversu lærdómsríkt það ei- varðandi mannlegt eðli og hegðun. Þegar á allt er litið, er þetta líka alveg sama aðferðin og fuglafræðingar viðhafaí og mér finnst óneitanlega, að maður eig1 að kunna jafngóð skil t. d. á þeim fuglum, sem eiga bjórsölustaðina eins og þeim venju" legu fuglum, sem syngja á trjágreinum. —' (Ekki svo að skilja, að ég hangi á knæpumi því að konan mín er bindindissinnuð fram 1 fingurgóma). Ég ferðast varla svo með strætisvagni eða járnbrautarlest, að ég gef1 ekki nánar gætur að samferðafólki noínUi sem ekkert væri þó auðveldara en láta sem svo, að maður sæi ekki. Mér finnst verulega athyglisvert að gefa því gaum (á kurteisan og hlédrægan hátt), hvemig það ber fötin utan á sér, í hvemig ásigkomulagi hár þess er, hendur, tennur og skartgripir fef um slíkt er að ræða); hvað það les, hvað það hefur meðferðis, og hvemig það talar og gengur. Hvert einstakt atriði veitir auðvitað eng" ar sérlegar upplýsingar; en leggi maður sam' an tvo og tvo, getur maður jafnvel komizf að geysi-merkilegum niðurstöðum. Sennilega eru ályktanir mínar oftast n®r meira eða minna rangar. Ég fæ sjaldan tsek1' færi til að ganga úr skugga um það. En hug' arflugi mínu veita þær þó meiri fullnægju en nokkur krossgáturáðning gæti gert! ánægjan meiri en þótt ég ynni á veðreiðum- Daglega sit ég í lestinni og hef augun hja mér —ég starfa hjá Regniers, forn-skart' gripasalanum við Knightsbridge. Samt hef ég aldrei þurft að leggja athyglisgáfu míua í aðra eins þolraun og í það skipti, sem uu skal nánar frá sagt. Þegar þetta gerðist, var verzlunin bum að vera opin í um það bil hálftíma að morgU' 112 HEIMILISBLAÐl0

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.