Heimilisblaðið - 01.05.1959, Side 30
hjá ferðafólkinu, átti hann ekki annars úr-
kosta en að láta sem ekkert væri.
Við settum upp segl og sigldum rúman
hálftíma meðfram árbakkanum. Allt í einu
æpti Achmed Schimbu og benti á sandrif.
„Þarna . . . sjáið þér, herra! Stór krókó-
díll!“
Við bárum sjónaukana upp að augunum.
Þetta var vissulega stór skepna, sem lá
þarna í sandinum, hreyfði við og við hinn
risastóra hala, opnaði oft ginið, geispaði og
lá svo aftur grafkyrr.
„Siglið nær!“ hvíslaði einn ferðamaður-
inn að Achmed og stóð tilbúinn með byss-
una sína.
„Helzt ekki nær, herra!“ sagði Achmed
Schimbu. „Þarna er hættulegt dýpi!“
Þá hóf ferðamaðurinn byssu sína og
hleypti af. Við heyrðum hvæs og blásturs-
hljóð, þá skreið krókódíllinn í vatnið og
hvarf.
Achmed Schimbu vildi stýra bátnum burt
frá staðnum, um leið og hann sagði: „Nú
þýðir ekki að reyna meira í dag.“
Þá tók ég stýrið af honum og stefndi r
sandrifið, þrátt fyrir örvæntingarfull mót-
mæli hins ágæta Achmed. Ég hafði auðvitað
fyrir löngu gert mér Ijóst, að það var eitt-
hvað gruggugt við þetta allt saman og að
þessi krókódíll var enginn annar en sá, sem
ég hafði stoppað. Þar eð ég vildi undir eng-
um kringumstæðum að vinna mín yrði not-
uð í sviksamlegum tilgangi, lét ég hin ör-
væntingarfullu hróp Achmeds eins og vind
um eyrun þjóta. Báturinn sigldi upp á sand-
inn og ég hljóp upp á sandrifið, sem lá milli
runnanna. í sama andartaki hljóp Araba-
strákur hljóðandi upp úr gryfju og lagði á
flótta eins og fætur toguðu. Ég fann streng
í einum runnanum, sem var festur við staur.
Með sameinuðu átaki drógum við farþeg-
arnir krókódílinn upp úr vatninu. Tveir aðrir
spottar voru festir við hann og með þeim
var hægt að hreyfa gin hans og hala. Það
sáust meir en tvær tylftir af skotförum á
skrokki krókódílsins. — Achmed Schimbu
hlaut þegar að vera búinn að græða tífalt
þá upphæð, sem það hafði kostað að gera
krókódílinn nothæfan sem tálbeitu fyrir trú-
gjarna ferðamenn.
„Herra, krókódíllinn er mín eign,“ sagði
Achmed í bænarrómi við mig.
Síðan sýndi hann mér lyftistengurnar og
annan útbúnað, sem hann hafði komið fyi'i1'
í gini krókódílsins.
Achmed Schimbu flutti okkur hryggur 1
bragði aftur til Khartum. En sorgmæddai-1
var hann þó er hann endurgreiddi skotgjöld'
in!
Næsta morgun var barið á dyr á vinnii'
stofu minni. Achmed Schimbu birtist og
sagði mér langa sögu. Vatnið hafði hækkað
í Níl og flóðið hafði rifið krókódílinn burt’
með sér. Ég trúði auðvitað ekki orði af þvi>
sem hann sagði, en hótaði honum að láta
lögregluna taka hann. En frásagnirnar, sem
birtust í blöðunum næstu vikurnar færðu
mér þó heim sanninn um dálítið annað. —
Ferðafólk á skipi einu, sem sigldi eftir Níl>
hafði gert ítrekaðar tilraunir til að veiða
krókódíl, sem rak með straumnum. Króko'
díll hafði fælt baðgesti burt í Luxor. Loks
hafði hann sézt í miðri Kaíró-borg, við stóm
Nílar-brúna. Ferðafólk, innfæddir, lögreglu"
menn og hermenn höfðu skotið á skepnuna>
sem augsýnilega virtist vera ódrepandi
og ber að þakka það, hversu vandlega óg
hafði stoppað hann á sínum tíma, að króko'
díllinn hans Achmeds gat ekki sokkið!
Ofsahræðsla greip um sig meðal Daha'
bijen-leiðsögumannanna og bátaeigenda. —
Enginn ferðamaður þorði lengur að fara ut
á fljótið á þessum litlu bátum. GufuskiP
var gert ferðbúið, tvær tylftir ríkra Englend'
inga tóku sér far með því og reyndu þeir nu
HEIMILISBLAÐl®
118