Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 3

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 3
62. árgangur Reykjavík maí—júní—júlí 1973 5.—6. tbl. Stærsfa lífshamingjan Eftir Pearl S. Buck. f’ agnaSarkveð ja til allra barna. En hvað því barni, sem er að fæðast, hlýt- ur að finnast fæðingarstundin ógnvekjandi! Það er hrakið út úr sínum þekkta og örugga heimi, og ef það getur ekki aðlagazt liinum nýja, og öllu hinu ókunna, þá deyr það. Það verður að gera sitthvað sem það liefur aldrei áður gert: anda í fyrsta sinn. Það neytir allra krafta — og því tekst það, og það lifir. Hver getur augum litið nýfætt barn, án þess að undrast það kraftaverk, sem það er? Hver getur gefið skýringu á þeirri dul, að í þessari örsmáu nýju mannveru skuli búa lif- andi sál, sem er að öllu leyti þess eigin. Eng- tnn veit, hvernig sú sál er, hvernig liún vex, hvað verður tir henni. Möguleikar sérhvers harns eru óendanlegir. Það er hægt að móta það, þroska það eða kyrkja í vextinum. Sú vitneskja fyllir mann lotningu, fær mann til að grandskoða sjálfan sig. Erum við í raun- inni fær um að uppala þessi börn? Þegar maður lítur í andlit barna, sér maður livarvetna um heim það sania. Öll liafa þau þetta sama hrífandi tillit, fullt af gleði, undr- un, trúnaðartrausti og löngun til að dást að. Börn eru ótrúlega gjafmild; og þau lialda á- fram að auðsýna aðdáun, jafnvel eftir að grundvöllurinn fyrir aðdáun af þeirra hálfu er brostinn. Það er mjög erfitt að kæfa ástina í hjarta bamsins, en samt er það hægt. Og ef það hefur einusinni gerzt — ef barn veit, að það hefur verið svikið — þá verður það aldrei framar læknað af því sári. Ég er enginn forsvarsniaður gælulegrar og væminnar væntumþykju í garð barna. Heil- brigð böm reyna fyrr eða síðar að forðast þá tegund ástar. Þau eru nevdd til þess, svo þau fái þroskazt. En barn verður að þroskast til þess að geta lifað. Sú ást, sem barn þarfnast til þess að geta þroskazt, er óeigingjörn ást, sú ást sem ekki krefst neins annars en þess, að barnið nái þroska. Ég þekki enga stærri lífsgleði en þá að sjá barn komast til þroska, svo á líkama sem sál; sjá litla mannvera breytast úr eigingjörnu kornabarni í manneskju sem finnur til ábyrgðar og áhuga á öðrum. Þannig er bið hamingjusama barn, sem finnur til frelsis, en er þó undir föstum og réttlátum aga — þeim aga sem fet fyrir fet leiðir það til aukins sjálfsaga.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.