Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 47

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 47
Dingaling, hljómar heima hjá Kalla og Palla. „Hver getur þetta verið", sagir Kalli og lyftir upp símtólinu. „Það hlýtur að vera til mín“, heldur Palli áfram. En Kalli heldur tólinu og hugsar með sér: Hver getur það verið sem tal- ar? Allt í einu þekkir hann röddina og leggur tólið frá sér reiður. „Ég veit vel að það ert þú, stríðnispúkinn þinn", hrópar Kalli til Lillu mús. Bangsunum gramdist að vera hafðir að leik- soppi. En Lilla mús heldur um magann af hlátri. Þegar Kalli kemur auga á langa leiðslu, sem liggur út úr húsinu, dettur honum í hug að Palli hafi nú fundið upp á einhverju og hann er hræddur um að Palli geri eitthvað af sér. Hann fer út í garðinn og sér að Palli hefur tekið lengstu snúruna, sem hann gat fundið, svo að Það er löng gönguför hjá Kalla. Slangan hangir uppi í tré og hvíslar: ,,Þú getur ímyndað þér, hve hugdetta Palla er snjöll." Kalli undrast æ meir, því skjaldbakan vill heldur ekkert segja. En svo sér hann Palla liggjandi á tjarnarbakk- anum með seglskipið þeirra og loftviftuna, og nú getur skútan siglt, þótt logn sé.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.