Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Page 4

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Page 4
Barn lærir meira á fyrsta ári ævi sinnar en á nokkrn öðru ári síðar um ævina. Það er hið hraða tilhlaup út á lífsbrautina. I skauti f jölskyldunnar. ÆvintýriS mikla. Móðurástinni má jafnan gera ráð fyrir sem sjálfsögðum hlut. Hún er góð og nauðsvnleg, þegar fallið er um koll á hálu gólfi, meiðslin koma, þó lítil séu, eða annað amar að. Móð- urástin eru hinar hlýju og verndandi hendur. En ást föðurins er einnig nauðsynleg fyrir þroska barnsins. — Faðirinn auðsýnir ást sína hezt með því að svíkja aldrei barn sitt; með því að vera undantekningarlaust réttlátur gagnvart því, standa við loforð sín, ef hann Iiefur á annað borð gefið þau — og með því að gefa í tæka tíð skýringu, ef hann neyðist til að rjúfa loforð, þannig að það trúnaðar- traust, sem myndazt hefur, verði varanlegt og barnið geti liiklaust borið traust til föður síns. Þetta er grundvöllurinn að öryggi harns- ins — og réttsýni þess sjálfs. Hægt er að dæma ástandið innan einnar fjölskyldu eftir því, hvernig börnin haga sér utan heimilisins, hvernig þau koma fram við ókunnuga, hversu mikla stjórn þau hafa á sér í stólnum hjá tannlækninum. Ef þau finna fyrir öryggi heima, ef þau treysta eigin for- eldrum og því sem þau liafa fengið að vita, bregðast þau á augnablikum erfiðleikanna við með sjálfsöryggi og trausti til annarra. Barn getur þolað hinar mestu umbyltingar í lífinu, ef það aðeins liefur hlotið öruggt og traust uppeldi innan fjölskyldu sinnar. Bernskan er skeið uppgötvananna. Hún er tíminn til að kynnast veröldinni. „Viltu vita?“ spyr móðir náttúra. „Farðu þá og upp- götvaðu hlutina og prófaðu þá.“ Og þannig ættu foreldrarnir einnig að fara að, og kennararnir síðar í skólanum. Auðvitað getur það gerzt, að kötturinn klóri barnið. Bæði kötturinn og barnið eru að gera upp- götvanir. Ef kötturinn klórar, man barnið þá reynslu og glæðir meira á lienni lieldur en ótta móður sinnar. Sandurinn í fjöruborðinu er heimur út af fyrir sig, þar sem maður markar fótspor sín; hlaða er leyndardóms- fullur geimur, sem liggur inn í hið óþekkta; og tjörn er staður þar sem fiskar og froskar 76 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.