Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 5
hafast við og hringir myndast við hverja gáru.
Barn þroskast af eigin undrun og forvitni,
gegnurn stöðugt nýja reynslu sem það verður
fyrir af náttúrunni, dýrunum og mannfólk-
inu.
Hver er ég?
Barnið er sjálfstæður persónuleiki og á að
umgangast sem slíkur allt frá fæðingu. Asamt
sjálfsvirðingu fylgja aðrar dyggðir, meðal
annars að keppa að því að liaga sér vel. Mað-
ur býst við einhverju af sjálfum sér, og sú
sjálfstilfinning er af allt öðrum toga en mont.
Jafnframt verður sjálfsánægjan ekki meiri en
það, að hún temprast og hverfur smám saman
að því marki sem henni er ofaukið. En það
sjálfstraust sem maður hefur eitt sinn öðlazt
veitir öryggistilfinningu, sem hjálpar mannin-
um að þora að lifa lífinu —- og lifa því með
gleði.
Skapsveiflur barns eru ekki fyrirbæri, sem
hægt er að leiða lijá sér. Tár á hvarmi, fingur
uppi í munninum, er vottur um einhverja
þörf. Það eru boð frá sjálfsvirðingunni, sem
kefur særzt. Samúð er röng afstaða, og vor-
kunnsemi ennþá lakari. Það sem barnið
þarfnast er að koniið sé til móts við það með
rósemi og vingjarnleika.
Leikir og störf.
Væri ég spurð, hvað væri hið nauðsynleg-
asta i lífi barnsins, myndi ég svara: Fegurðin.
Börn hafa meðfædda þörf fyrir fegurð, þau
taka við henni af hrifningu, en þau geta ekki
alltaf skapað hana sjálf eða kornið auga á
liana. Þau verða að læra að finna hana í nátt-
úranni, í listum, í músík, í bókum, í miklum
persónuleikum, lífs eða liðnum, í vináttn, í
fjölsyldulífinu, í væntumþykjunni til Guðs
og landsins síns. Án hæfileikans til að skynja
fegurðina kemst mannveran aldrei til æðri
þroska, — lieldur lifir í sífelldri skuggatil-
veru. Sálin koðnar niður, sinnið veiklast, ræt-
ur hjartans visna.
En sýni maður barninu fegurðina, mun það
sjálft leita á vit hennar og í þeirri leit upp-
götva eigin hæfileika og um leið sjálft sig.
Reynsla barnsins leitar inn á margar brautir.
1 skólánum lifir það, auk bókanna, þá reynslu
að kynnast hljómlist, leiklist og íþróttum. í
kirkjunni lifir það fegurð bænarinnar, og á
söfnum fyrrihittir það ódauðleg listaverk,
sköpuð af mönnum og konum, sem helgað
hafa líf sitt því að skapa fegurð gegnum vegi
listarinnar. 1 lestri sögunnar kynnist barnið
mikilmennum, sem fórnuðu lífi sínu fyrir
land sitt og mannkynið. Fáninn verður dýr-
mætt tákn, og barnið lærir að álíta sjálft sig
hluta af þeirri heild, sem kallast þjóð.
Gegn um bókmenntirnar kynnist barnið
fylkingu manna, kvenna og barna, sem það
finnur eigin skyldleika við. Öðru framar
kynnist barnið gleðinni við það að nema.
HEIMILISBLAÐIÐ
77