Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 6
Heimur þess verður ósegjanlega stærri en ella
og spenningurinn meiri; framundan sér það
langa braut víðtækari þekkingar, sem aldrei
verður gengin til enda svo lengi sem það lifir.
En einnig verður að vera tími og rúm til
leikja. Leikur er frjór, líka í einveru, ekki
síður en þegar fjölskyldan tekur þátt í lion-
um. Nauðsyn'legt er að geta leikið sér úti í
náttúrunni. Þau böm eru bamingjusöm, sem
búa á kyrrlátum stöðum, umvafin fegurð.
Hvarvetna þar sem börn eru, eftirlíkja þau
það líf sem lifað er umhverfis þau. 1 leik öðl-
ast barnið fullnægingu fyrir alla veru sína,
líkaminn þjálfast, andinn liressist, hugmynda-
auðgin eflist.
- Fyrir fullorðna eru þær stundir ríkastar að
ánægju, sem varið er til áliugaverðrar, eftir-
væntingarfullrar og liagnýtrar vinnu. Það sem
veitir fullorðnum slíkt, fær barnið í leikjum
sínum þau þroska eigin hæfileika til að njóta
lífsins, afla hlutanna og auðgast af þeim í
anda.
Það er í leikjunum, sem börnin uppgötva
fyrst gildi blutanna.
AuSlegtSin stœrsta.
Börnin em stærsta gleði okkar og dýrmæt-
asta auðlegð. Á þessu kröfuharðasta skeiði i
sögu mannkynsins þörfnumst við þeirra allra.
Hver veit, hvílíkur vísindasnillingur, lista-
maður, reikar um í örbirgð og vonleysi fa-
tækrabverfa stórborganna? Sú ást, sem við
látum í té, sú vitræna, skilningsríka og velvilj-
aða ást, er bezta tillagið, sem við getum veitt.
Því að börn okkar eru það, sem við gerum ur
þeim. Þau koma til okkar hjálparvana og a-
hrifagjörn, algjörlega háð því, hvernig við
búum að þeim .Þau fara frá okkur sem karl-
ar og konur, næsta kynslóðin, blessunarrík
eða fordæmd. En þau börn, sem alin eru
í öryggi, því öryggi sem veitist á góðu heim-
ili og í ástríki, þau eru hrós okkar og hani-
ingja, sjálf framtíðin og auðlegðin stærsta.
78
H E I M I L I S B L A Ð I f>