Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 7
Vinir okkar - hin villtu dýr Safnað hefur Alan Devoe. Þar sem við dvöldumst í sumarfríi úti á landi urðum við góðir vinir tveggja svartbaka — stórra, varfærinna máva með næstuni hálfs- annars metra vænghaf. Svartbakabyggðin var við lítið vatn langt inni í landi, og fugl- arnir verptu á nakta klettana við strendur þess. Dag nokkurn fundum við tvo unga, sem voru nýskriðnir úr eggi; við settum þá í sól- skinið undir kofaveggnum hjá okkur. Á hverjum degi veiddum við fisk handa þeim, og þeir uxu hratt. Á nóttunni sváfu þeir niðri við vatnsströndina, en strax er við nálg- nðumst á morgnana og blístruðum, þá komu fuglsungarnir óðara til okkar blakandi ó- fleygum vængjum sínum. Þeir voru annars fljótir lil að læra að fljúga, lenda á vatninu og að liefja sig þaðan uftur til. flugs, og þegar þeir voru svo til full- vaxnir settust þeir að í hópi annarra niáva I'andan við vatnið, í fimm kílómetra fjar- ^*gð. Við gerðum ekki ráð fyrir því, að þeir Utyndu bera kennsl á okkur eftir það. En þar höfðum við á röngu að standa. Rauða flat- ^ytnan okkar var áfram báturinn þeirra. Þeg- ar við rérum út á vatnið þustu þeir skyndi- fega niður til okkar, settust á borðstokkinn °g sigldu með okkur um hríð. Þegar við fór- um í gönguferðir lengra inn í landið, þá fylgdu þeir einatt á eftir. 1 miðjum ágúst yfirgáfu mávarnir varp- Forstjóri eins af stærri dýragörSum Bandaríkjanna, William Hornaday, sagði eitt sinn: „Ég hef aldrei þekkt það dýr, að ég hafi ekki getaS orðiS náinn vinur þess“. Sá, sem reynir að vinna trúnað dýranna og rjúfa múr tortryggni og ótta, sem aðskilur þau og okkur, hann verður fyrir margskonar la>rdómsríkri og hrífandi reynslu. stöðvarnar og héldu til hafs, en allt fram á síðasta dag komu stóru fuglarnir tveir og vitj- uðu okkar. —- C. M. Síðla á laugardegi tók ég mér fari með lít- illi lest frá Norne í Alaska til Laxvatns, þar sem ég liafði hugsað mér að dveljast yfir helgina við veiðar. Nokkra kílómetra frá bænum kom ég auga á hreindýr, sem stóð í þéttu kjarrinu skammt frá brautarteinunum. Það hafði flækt hornunum í gamla síma- leiðslu og gat næstum ekki hreyft sig. Eftir öllum sólarmerkjum að dærna hafði það ver- ið þannig fast lengi vel. Tarfurinn brauzt um allt hvað hann gat til að losna, í hvert sinn sem ég nálgaðist, en þ’egar ég mælti til hans lágt og rólega, hætti liann umbrotunum smám saman. Að lokum gat ég gengið alveg að honum og náð að losa liann úr flækjunni. Ég hélt áfram að tala til hans og lagði höndina flata á skjálfandi h'k- aniann. Þegar hann var laus, tók hann undir sig þreytulegt stökk. Ég gekk aftur að lestinni, og eftir u. þ. b. kílómetra keyrslu steig ég af og lagði af stað fótgangandi í átt til Laxvatns. Ég liafði geng- ið skamman spöl, er ég lieyrði eitthvert liljóð að baki mér og snéri mér snögglega við. — Þarna stóð þá hreinninn minn. Hann skalf ennþá, þegar ég gekk í átt til hans, en eins og HEIMILISBLAÐIÐ 79

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.