Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 8
í fyrra sinnið mælti ég til lians lágt og rólega;
og liann flýði ekki. Ég klappaði honum gæti-
lega á krúnuna.
Alla leið út til vatnsins, u. þ. b. sex eða sjö
kílómetra leið, fylgdi hann mér eins og trygg-
ur rakki. Stundum kom hann fast að mér og
teygði fram hausinn svo ég gæti klappað Iion-
um.
Þetta var ánægjulegasti veiðitúr sem ég hef
farið í um dagana. Allan tímann sem ég
dvaldist við vatnið, var tarfurinn félagi minn,
og það var nánast döpur stund, þegar ég á
öðrum degi varð að axla bakpokann minn og
aka aftur heim til Nome. — B. H.
Á fjölmörgum ferðalögum mínum um
fruinstæð héruð Suður-Ameríku lief ég kvnnzt
fjöhla dýrá og fugla. 1 frumskógum Venezú-
ela náði burðarmaður minn fvrir mig í þrjú
dýr, ung að árum — villisvín, öskurapa og
páfagauk. Ég nefndi þau Pip, Squeak og Wil-
fred, eftir þekktum enskum persónum í
teiknimyndum blaðanna.
Ég bjó í tjaldi með þessari einstæðu þrenn-
ingu um eins árs skeið. Öll átu | >au úr sömu
skálinni og sváfu í nokkrum pappakössum,
sem ég staflaði einum ofan á annan — páfa-
gaukurinn í efsta kassanum, apinn í miðið og
svínið í þeim neðsta. Þau eltust bvert við ann-
að, án þess að gera bverju öðru mein. Wil-
fred eltist við Pip. Pip reyndi að eltast við
Squeak. Hann klifraði upp á tjaldsúluna og
skrækti og skammaðist. En allt var þetta gert
í góðu.
Þegar ég kom lieim að tjaldinu síðla dags
heyrði ég lætin í órabelgjunum langar leiðir,
og þeir sáu mig álengdar og þustu á móti mér.
Pip, svínið, var fljótari en hin og náði mér
venjulega fyrstur. Utan við sig af gleði hjúfr-
aði hann hárugum skrokknum upp að fótum
mér eins og kettlingur. Á meðan ég klóraði
lionum á bakinu, settist páfagaukurinn Wil-
fred beint á bausinn á mér og reif og sleit í
hárið á mér. Að lokum kom svo apinn Squeak
valhoppandi millum trjánna, slöngvaði sér
svo grein af grein, lenti loks á öxl mér og
vafði rófu og örmum um hálsinn á mér.
Þessir trúföstu félagar mínir sýndu ekki að-
eins, hversu innilega villt dýr endurgjalda
vináttu. mannsins ,lieldur vottuðu þau einnig,
að dýr ólíkustu tegunda geta haldið hverju
öðru félagsskap með góðum árangri. Kannski
gætum við mennirnir eitthvað lært af þeim.
— K. B.
1 þau átján ár sem ég hef verið trúboði í
Belgísku Kongó bef ég kynnzt ýmsum hættu-
legustu villidýrum álfunnar, meðal annars
liinu stóra, svarta villinauti, sem alkunnugt
er að því að vera einkar slægviturt og árásar-
gjarnt.
Morgun einn, er við komum út úr þéttum
kjarrgróðri, heyrðum við einskonar veikt
baul örskammt frá okkur. Þetta lilaut að vera
villinautskálfur, og að líkindum Iiafði liann
villzt frá móður sinni. — Burðarmenn mínir
þrír, innfæddir menn, klifruðu sem óðir væru
upp í tré, en ég stóð kyrr. Og mér til mikill-
ar furðu kom kálfurinn fra múr þykkninu og
þrammaði í átt til mín. Fyrr um morguninn
bafði ég stigið ofan í ferska villinautamykju,
og vera kann að kálfurinn bafi verið rórri við
það að finna slíka lykt leggja frá mér. Alla-
vega kom hann rakleitt til mín og hnusaði af
fótunum á mér, en ég klóraði honum á krún-
unni. Þegar við héldum áfram heim til t jald-
búðanna, elti hann okkur eins lengi og litlir
fæturnir höfðu mátt til. Þá lvfum við lionum
upp og bárum hann það sem eftir var leiðar-
innar. Við gæddum honum á þurrmjólk, og
smám saman varð hann jafntengdur fjöl-
skyldu okkar sem liundur væri.
Enn furðulegri var vinátta okkar og hle-
barðans Spottie. Innfæddir báðu mig eitt sinn
um að gera stóran hlébarða óskaðlegan, en
hann hafði drepið mikið af fé og geituni
þeirra. Ég komst í færi við hann og sá, að uin
var að ræða kvendýr. Ég sá sömuleiðis, að
hún átti unga vrðlinga — en ég beið í heilan
sólarhring til þess að vera viss um, að þeir
yrðu sæmilega soltnir áður en ég næði í þa-
Að lokum heyrði ég aumkunarlegt væl innan
úr runnaþvkkninu í klettunum. Þarna voru
tveir ungar. Annar þeirra lifði aðeins nokkra
daga. Hinn, Spottie, varð sem meðlimur fjöl-
skyldu minnar þegar í stað, allt til þess hun
var næstum fullorðin. Og tryggari og tillits-
samari skepnu hef ég aldrei kvnnzt. Helzta
skemmtun hennar var að fara í feluleik. Hún
fór inn í runnana og faldi sig, en ég lét sern
ég sæi hana ekki og gekk fram hjá skaninit
þaðan sem hún lá í hnipri reiðubúin til
80
heimilisblaðið