Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 10
saman -— og greip til ósannindanna, í þeim
tilgangi eimim að fá að halda frið.
„Unga snót! Sagðirðu snót? Þú ert sveimér
fyndin. Áttu við hana Úrsúlu frænku?“
„Ursúlu frænku? Því hefurðu þá ekki sagt
mér að þú hafir hitt hana?“
„Því ekki sagt það? Auðvitað vegna þess
að þið þolið ekki hvor aðra. Ég steinþagði
vegna þess ég vissi að þú myndir fara að ríf-
ast.“
„Nei, þii slappur nú ekki svoná, vinurinn,
þú verður að finna upp eitthvað snjallara. Þó
svo ég liafi aldrei séð þessa Úrsúlu frænku
þína, þá veit ég að hún er bæði gömul og
ljótari en allt sem Ijótt er, sannkölluð afdala-
rolla — þar sem þessi unga snót sem þú varst
að eltast við var bæði kornung að árum, ljós-
liærð og gimileg, já, svo áferðarfalleg sem
nokkurt karlmannaleikfang getur framast
verið.“
Róbert, sem var orðnin rneira en lítið
smeykur, reyndi að leiða talið inn á aðra
braut, já, beinlínis snúa vörn í sókn: „Þú tal-
ar um leikfang. Það minnir mig á brúður.
Og girnileg, segirðu. Ja, vesalings Úrsúla, það
er gott að hún heyrir ekki til þín.“
„O, reyndu ekki að vera svo heimskur að
snúa útúr. Sá, sem sagði mér þetta, hefur á-
gæta sjón. Reyndar kemur þessi Úrsúla
frænka þín til Parísar á fimmtudaginn í við-
skiptaerindum, og þar sem við komum til
með að standa fyrir móttöku, þá geturðu
fengið tækifærið til að réttlæta þig — og ég
til að sjá, Iivort hægt er að kalla hana brúðu
eða ekki.“
Jómfrú Úrsúla d’Hauterive, „frænka“ Ró-
berts, bjó á fornum herragarði í Clamécy-
héraði, fögru húsi og virðulegu, en með af-
brigðum einmanalegu. Hún gekk jafnan
svartklædd, og náfölt andlit hennar, sem
revndar var fagurlega formað, var umlukið
svörtu hári.
Hún var alin upp við strangtrúarlega siða-
vendni og hafði aldrei, ekki einu sinni eftir
lát foreldranna, vanizt því að sækja nein
mannamót eða skemmtanir, því síður taka
þátt í neinskonar daðri. Þrátt fyrir ríkuleg
auðæfi, lifði hún jafnsparsömu og fábreyttu
lífi sem nunna.
Stöku sinnum fór sóknarpresturinn í heim-
sókn til hennar, en að öðru jöfnu fékk hún
ekki neinar aðrar heimsóknir, nema ef svo
vildi til að Róbert vitjaði hennar, en liann
hafði vanizt því að kalla liana frænku sína,
enda þótt þau væru ekki vitund skyld. Hann
var sonur gamallar vinkonu hennar, sem verið
hafði miklu eldri en hún, og Róbert var að-
eins tveim árum yngri en „frænkan“.
En hún var einkar hlýleg í allri framkoniu
við Róbert og vissi naumast livernig liún átti
að gera honum til geðs, þá sjaldan liann kom
í heimsókn til hennar. En þar sem hún átti
enga ættingja, hafði liún gert hann að einka-
erfingja sínum, og það hafði ekki livað sízt
valdið því, að Germaine vildi giftast lionujn.
Úrsúla, sem var skynsöm kona og hyggin,
hafði þó heyrt a'llt um óaðlaðandi eiginleika
Germaine, og liana grunaði h'vað hún ætlaðist
fyrir með giftingunni -— enda liafði hún alla
tíð liarðneitað að líta liana augum: því var
það, að þessar tvær konur höfðu aldrei sézt.
Dag nokkurn, þegar ungfrú Úrsúla var ný-
staðin upp frá fábreyttu morgunverðarborði
sínu, tilkynnti þjónninn hennar henni, að bíll
nálgaðist herragarðinn.
„Það er hann Róbert!“ hrópaði liún ánægð.
„Flýtið yður að taka á móti honum!“
„Það var svo sannarlega furðulegt að fá að
hitta þig í dag,“ sagði hún þegar Róbert gekk
inn. „Komdu, við skulum setjast inn í stofu.
„Þri mátt ekki verða mér gröm, Úrsúla
frænka, en ég verð að fara aftur svotil sam-
stundis. Svo á nefnilega að heita, að ég sé i
París þessa stundina.“
„Það hefur þó ekki eitthvað komið fyrir?’
Hún virti fyrir sér náfölt andlit hans.
Eftir tvær árangurslausar tilraunir tókst
Róbert loks að koma út úr sér sannleikanum
um það, hvernig í öHu lá, og svo bætti hann
við:
„Þú sérð, að ég hef semsagt gert tvær reg-
in-skyssur: í fyrsta lagi að ganga um sýning-
una með ungu konunni, og í öðru lagi yð
segjast hafa hitt þig, — til þess eins að losna
við rexið í Germaine.“
„Þú ert vonlaus, Róbert,“ sagði Úrsúla og
reyndi að sýnast ströng á svip. „En í þetta
skipti skal ég reyna að hjálpa þér með þvl
að segja, að það hafi verið ég, ef einhver
skyldi spyrja mig þess. Ja, því það er þó þuð.
sem þú vilt, er ekki svo?“
82
HEIMILISBLAÐlP