Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 11
„Kærar þakkir, kærar þakkir, tírsúla fraenka,“ mælti Róbert lágt. „En því miður er þetta ekki svona fjarska einfalt. Konan, sem lýsti okkur, liún lýsti mjög nákvæmlega frúnni sem ég var að tala við. Lýsingin er þannig: Ung, fögur, ljóshærð, verulega girni- leg sem kvenmaður, og mjög nýtízkulega til fara. Þegar Germaine sér þig svo á fimmtu- daginn, þá . . .“ „Þá uppgötvar hún, að ég er hvorki ung, fögur né girnileg . . .“ „Ef konan mín hittir þig, þá kemst ofur einfaldlega upp um það, að ég hef gripið til °sanninda í neyð minni — og eftir tortryggni Germaine að dæma, verður hún öldungis ó- þolandi á heimilinu. Sem sagt . . . ef þii lætur ekki einhverja aðra koma í staðinn fyrir þig 1 samkvæmið á fimmtudag.“ „En þú veizt, að þetta er mjög áríðandi fundur, Róbert“. „Já, en herra Cornillot lögfræðingurinn þinn, liann gæti nú annazt allt þetta fvrir þig. Hann er mjög samvizkusamur maður. Lofaðu mér því að senda hann í þinn stað.“ „Jæja, úr því þú biður þess svona heitt og innilega, þá skal ég lofa því.“ Óðara en Robert var farinn, hringdi ung- frú Úrsúla til herra Cornillot, sagði honum frá loforði sínu og bað liann um að mæta fvr- ir sig við tiltekið tækifæri. „En kæra frú,“ greip lögfræðingurinn fram 1 fyrir henni mjög einbeittur. „Þér hafið sveimér gefið loforð upp í ermina. Persónuleg Uærvera yðar er nefnilega bráðnauðsynleg á fininitudaginn kemur. Ef þér komið ekki sjálf, þá getur gilding allra ákvarðana verið dregin í efa síðar meir, og þér vitið að þetta er hlutur sem skiptir tveimur milljónum Uanka. Með öðrum orðum, frú, þér verðið að rifta þessu loforði yðar“. Ursúla frænka beit á vörina. Þetta var nú Ijóta klípan. Annað hvort yrði hún að svíkja loforð sitt og valda Róbert þar með óendan- Ugri mæðu innan heimilisveggjanna, ellegar eiga á hættu að tapa tveim milljónum franka. Uarla gat verið urn nema eitt að ræða, og Samt liikaði liún við að hringja til Róberts. Uún hafði enn ekki svikið gefin loforð. I hennar augum var loforð órjúfanlegt, jafnvel þótt miklir fjármunir væru í veði. Eftir langar og miklar bollaleggingar fann hún leið út úr klípunni. Þrátt fyrir allt var lýsingin á ungu konunni, sem Róbert liafði sézt með, ekkert sérlega ýtarleg. Hún fólst í mjög fáimi orðum: Ljóshærð, ung, fögur og girnilega nýtízkuleg. Væri með öllu óhugs- andi að líkja eftir útliti hennar? Hægt var að gerast ljóshærð með því að lita hárið. Ung . . . ja, það var öllu érfiðara, en þó ekki óframkvæmanlegt. Ursúla var ekki nema 38 ára gömul. Þegar hún væri búin að hafa skipti á svarta kjólnum og öðrum Ijós- leitari, og klippa síða hárið, þá færi þetta allt að takast. Þá var eftir að gerast girnileg. Revndar óaðlaðandi tilhugsun fyrir siðmennt- aða konu . . . en . . . Róberts vegna varð hún að yfirvinna sjálfa sig. Daginn eftir var fegurðarsérfræðingur kall- aður með stærstu leynd til lierragarðsins og í fylgd með honum fulltrúi eins þekktasta tízkuhúss í Parísarborg. Hann hafði meðferð- is stórar kistur með kjólum, yfirhöfnum og öðru því, sem lieyrði til klæðnaði nýtízku- legustu kvenna. Hinn tiltekna dag komu Róbert, kona hans og aðrir þeir, sem koma áttu, saman á fund í skrifstofu lögfræðingsins. Komið var nokkuð fram yfir tímann, þegar dyrnar opnuðust og þjónninn tilkynnti: „Ungfrú Ursúla d’Hau- terive er komin“. Róbert kipptist við, og hann átti þá ósk heitasta að geta sokkið niður úr gólfinu. Hvernig gat hún svikið loforðið, sem hún hafði gefið honum, og það án þess að láta hann vita hið minnsta? „Jæja, þá fær maður að lokum þann heið- ur“, hvíslaði Germaine illgirnislega í eyra manns síns. Þegar . . . Róbert hafði næstum eyðilagt allt saman með því að vera kominn að' því að æpa . . . þegar svo var komið, sveif Ursúla inn úr dyrunum. Hún svipaðist um með lieims- konulegu tilliti, talaði hátt, og knipplingaslá- in á herðum hennar flaksaðist til og angaði af dýrasta ilmvatni. Við staddir sáu að þarna fór fögur og geðþekk kona, nánast girnileg, — það sáu allir, nema Germaine, sem átti bágt með að leyna vonbrigðum sínum. i Við furðulostinn lögfræðinginn mælti Úr- súla liin elskulegasta: „ICæri herra Percier, ég H E I M I LI S B L A Ð IÐ 83

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.