Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Page 13

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Page 13
aðrar fagrar jurtir. Handan við limgerðið stóð lítill, dökkhærður drengur, sem liét Michael, en hérna megin við það stóð lítil jarphærð stúlka, sem liét Anna; og þau horfðu livort á annað yfir blómskrúðið. „Ég kann vel við stelpur með Ijósa lokka,“ sagði Michael vingjarnlegur. „Ertu ekki sam- mála?“ „Nei, ekkert sérlega,“ svaraði Anna og minntist þess, að sjálf var liún jarphærð — °g þess einnig, að þótt hún væri aðeins fimm ara en Michael sjö, þá var liún næstum því jafnstór og liann. En nú voru mörg ár liðin, síðan þetta var. í þá tíð var það aðeins limgerði sem aðskildi þau. Ennþá lá vegurinn langur og silfurbjartur framundan í skini bílljósanna, og henni varð Jiugsað til annars vegar, þar sem hún sá tvennt ganga lilið við hlið, hvort með sinn l'undinn. Það var stálpaður piltur, Micliael að nafni, og langleggjuð stelpa sem hét Anna. J^au voru að ræða um samkvæmi sem þau liöfðu verið í kvöldið áður. „Hún var fjarska yndisleg,“ sagði Michael. «Hún var í bláum silkikjól sem fór svo vel við ljóst hárið.“ „Hörgult hárstrýið,“ leiðrétti Anna og sveiflaði til jörpurn fléttunum. En nú var langt um liðið síðan þetta var; Michael hafði verið fimmtán ára og Anna l'reltán. En þótt hún væri tveim árum yngri en hann, þá var liún fullkomlega ávið hann livað hæðina snerti. I þá daga voru þau vön að fara í langar gönguferðir saman. Hvell eimlestarflauta sendi frá sér viðvör- unarboð út í nóttina. önnu var ljóst, að hún var í nánd við járnbrautar-yfirkeyrsluna. Nú var aðeins eftir tíu mínútna ökuspotti. Sömuleiðis járnbrautarflautið vakti hjá Jtenni endurminningu. Hún sá fyrir sér ung- an mann með drengslegt andlit standa við Jestarglugga, en á brautarpallinum stóð ung stúlka og leit upp til hans. »Vertu sæl, Anna!“ sagði Michael. „Og hagaðu þ ér nú vel, og misstu ekki þolinmæð- 'lla -— og liafðu Lettice Graham með þér, ef I^ú kemur til borgarinnar að heimsækja mig.“ HEIMILISBLAÐIÐ Lettice — það var þessi ljóshærða skraf- skjóða! Það var í þá tíð, þegar Michael fór til Lundúna til að nema læknisfræði og verða frægur læknir, því að auðvitað hlaut hann að verða það. Þrátt fyrir vafasama afstöðu fjölskyldunn- ar hafði Anna stofnsett hænsnabú, þar sem hún eyddi mestum tínia sínum klædd sam- festingi og síðbuxum, vann eins og jálkur og allt gekk ágætlega. Því að hún var gædd mik- illi liagsýni og viðskiptahæfileikum í ríkara mæli en gengur og gerist. En hún ól einnig á draumum — sömu draumum og allar ungar stúlkur ala með sér. Nema livað, hennar draumar myndu aldrei rætast — um það var hún næsta viss. Og Michael var farinn burt — Michael, sem alltaf hafði litizt svo vel á ljóshærðar hnál- ur með gullna lokka og ljúf bros. Auðvitað yrði enginn hörgull á þeim í London; það myndi hún fá fullvissu um gegn- um bréfin frá honum. Þetta urðu líka kump- ánleg, orðmörg og næstum trúnaðarþrungin bréf, þar sem hann sagði henni allt um nám sitt á sjúkrahúsinu, fólkið sem liann umgekkst — og þær mörgu ungu stúlkur, sem liann hafði kynnzt meira og minna. „Ég gæti svosem þess vegna alveg eins verið móðir hans,“ stundi Anna með sjálfri sér. — Hún var nú komin að innkeyrslunni við heimili Michaels. Hún ók bílnum gætilega inn um liliðið. Nú var aðeins eftir smáspölur að húsinu, síðan fengi hún að sjá hann. Reyndar var hún búin að sjá hann einu sinni, síðan hann kom heim. Það var í gær- rnorgun. Hún stóð í gamla samfestingnum sín- um, með uppbrettar ermarnar og liélt á fóð- urtrogi. Þá heyrði hún hvar bíl var ekið um veginn, og liún liafði litið upp og yfir lim- gerðið. Þar var Miehael kominn. Hann hafði stækkað og þroskazt á þessum árum; en lil augnanna var hann alveg sami drengurinn. „Michael!“ hrópaði hún. „Herra cand. med. Michael Lotrimer, ef þú vilt vera svo væn!“ svaraði hann og brosti breitt. „Er það virkilega? Ó, til hainingju! En ánægjulegt!“ Michael var semsagt búinn að ljúka prófi. Það var dásamlegt! 85

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.