Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 14
Þá var það sem liún kom auga á ungu stíilk-
una við lilið lians, litla og ljósliærða hnátu
með blá augu.
„Þetta er Sally!“ sagði þá Michael. „Væna
mín, þetta er hún Anna Lawson, bernskuvin-
kona mín. Við höfum alizt upp saman.“
Anna tók kveðju Sallyar, en tók mætavel
eftir samúðarsvipnum á lienni, þegar stúlkan
leit á samfestinginn hennar.
Hún sá reyndar, að Sally bar engan trúlof-
unarliring; en svipurinn á andlitinu sagði allt
sem segja þurfti.
„Salla hefur orðið mér samferða hingað
til að dveljast hér yfir lielgina“, sagði Micha-
el. „HejTðu annars. Það verður veizla annað
kvöld. Þú verður að koma, Anna. Þú mátt
ekki segja nei.“
„Æ, ég veit ekki,“ svaraði Anna hægt. „Ég
er fjarska önnum kafin.“
„1 hænsnabúinu? En þú getur þó tekið þér
einu sinni frí, fari það og veri. Hvernig geng-
ur annarp? Borgar þetta sig?“
„Að sjálfsögðu.“
„Já, auðvitað. Þar sem þú ert annars veg-
ar. Það er þér víst fátt ofvaxið, Anna.“
„Ojú, ætli það sé nú ekki sitt af hverju,
vertu viss.“
Hún leit beint í augu lians, en liann leit
fljótt undan og fór að dást að hári og augna-
umbúnaði Sallyar.
„Þér verðið endilega að koma!“ sagði þá
Sally. Henni virtist Ijóst, að hún þvrfti ekkert
að óttast frá þessari ókvenlegu stúlku. „Við
viljum endilega að þér séuð líka!“
ViS — !
„Ég er nú ekki ákveðin, bvort ég kem,“
svaraði Anna. „En ég sé til, bvort ég get.“
Síðan óku þau burt. Sallv livíldi handlegg-
inn á armi Michaels. Það var eins og allir
dýrmætir framtíðardraumar væru skyndilega
roknir út í veður og vind.
En Anna hafði samt sem áður fastákveðið
að koma í samkvæmið. Hún hafði nú farið
lil bæjarins og keypt sér nýjna kvöldkjól,
þennan sem hún nú var í, og bún bafði snyrt
andlit sitt alveg sérstaklega vel, auk þess sem
hún liafði veitt höndum sínum allan þann
umbúnað og snyrtingu sem frekast var unnt.
Og nú var hún á staðnum. Það var svo hlýtt
og liátíðarbjart á heimili Micbaels, og Micha-
el kom sjálfur út á tröppurnar til að taka á
móti henni.
„Vertu velkominí Anna! — Stundvís eins
og alltaf!“
Hún heilsaði foreldrum Michaels. Hún
heilsaði einnig Sally, sem leit prýðisvel úl i
græna kjólnum og með hárið eins og geisla-
baug um andlitið.
Allir voru mjög vingjarnlegir við Önnu.
Hún þekkti næstum því bvern mann, og svo
til við bvern einasta dans var það einhver
sem bauð benni upp, nema hvað Michael
dansaði annaðhvort við Sally eða sat á tali
við bana í litlu stofunni, sem annars vár sjald-
an notuð.
Þetta var í alla staði ágæt veizla, en sanit
naut Anna sín ekki. Hvers vegna var bún yfir-
leitt að fara þangað? Hvers vegna?
Loksins lagði Michael leið sína þangað sem
Anna var; Sally hafði brugðið sér upp á loft
til að gera við axlasaum sem hafði rifnað.
„Ég lief sveimér sniðgengið þig, Anna.“
„Já, það finnst mér líka, Michael en ég er
svo sem ekki ósjálfrbjarga.“
„Það befurðu heldur aldrei verið. Segðu
mér eitt, Anna — í fullum trúnaði. Hvermg
lízt þér á hana? Finnst þér hún ekki falleg? "
„Jú, Micliael, hún er mjög fögur. Segðu
mér eittlivað um áform þín. Hefurðu hugsað
þér að setjast einhversstaðar að og opna lækn-
ingastofu?“
„Nei, ekki fyrst um sinn. Ég verð við sjúkra-
húsið eitt eða tvö ár. Síðan býst ég við að
stofnsetja jafnvel eigin spítala.“
Og stofnar þitt eigið heimili, liélt Anna á-
fram með sjálfri sér, — með Sally. Hún verð-
ur virðuleg lækn'isfrú —!
Skyndilega barst þeim til eyrna barnaleg og
næsta veikluleg rödd Sallyar:
„Michael, hvar hefurðu eiginlega verið ■
Ég fann þig hvergi. Það er verið að spila
tangó. Þú veizt að ég elska tangó.“
„Ég er að koma, elskan!“ Hann hló við,
kurteislega.
„Við liöfum hugsað okkur að fara í tungl'
skinsökuferð á miðnætti,“ sagði liann við
Önnu. „Þú kemur með okkur í bílnum, er þa^
ekki? Það væri svo kjánalegt, að þú ækir ein
í bíl.“
„Það get ég þó annars svo ágætlega,“ flytti
Anna sér að svara, þegar liún sá svipinn a
86
heimilisblaðið