Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 15
Sally. „Ég hef ekkert á móti því að aka ein-
sömul.“
„Vertu nú ekki svona fjári sjálfstæð — í
eitt einasta skipti!“ sagði þá Michael lirana-
lega, og það kvað upp úr með allt.
Anna ákvað að aka með í bíl Micliaels, og
það jafnvel þótt barnalegu augun hennar
Sallyar yrði allt annað en blíð þá stundina.
Móðir Michaels gekk til Önnu, áður en
veizlunni lauk.
„Michael lítur mjög vel út, finnst þér það
ekki, Anna?“
„Alveg ljómandi vel“, svaraði Anna.
„Og stúlkan sem hann er með — hún er
auðvitað fjarska elskuleg — en ég liefði samt
ekki lialdið, að Michael liefði valið sér alveg
þannig stúlku.“
Hún sagði þetta hikandi og lágt, eins og í
afsökunarskyni.
„Þú veizt það, Anna,“ hélt hún svo áfram
°g þrýsti allt í einu hönd Önnu. „Maðurinn
niinn og ég, við höfðum alltaf lialdið — já,
vonað — að það yrðir þú og hann. Þú hefur
alltaf verið svo sjálfstæð og dugleg. Þú yrðir
alveg fyrirmyndar læknisfrú.“
Anna brosti við dauft og svaraði:
„Ég held ekki, að Michael liafi áhuga á dug-
miklum og sjálfstæðum konum. Flestir karl-
Hienn kjósa fremur þær Ijósliærðu og engil-
Þlíðu' Þeim fellur það vel, að litið sé upp til
þeirra og að einhver þurfi að leita sér styrks
hjá þeim, karlmennirnir.“
Anna sagði þetta mjög rólega og án allrar
neiskju. Hún hafði snúið baki við öllum dag-
draumum. Það var til einskis að lialda trvggð
við þá úr því sem komið var.
En frú Lorrimer stundi lágt.
„Slæmt er nú það.“ Síðan bætti hún við,
^tugsi: „En má vera, þegar hún eldist og
þroskast . . .“
Anna var þó ekki alveg eins bjartsýn. Sally
yrði aldrei þroskaðri en hún nú var. Hún yrði
allt sitt líf sama dekurbarnið, sem yrði að
gæla við og vernda til hinztu stundar.
En aðeins ef Micliael var hamingjusamur,
þá var allt eins og það átti að vera.
A slaginu tólf var lagt af stað í tunglskins-
ökutúrinn. Gestirnir sátu í bílunum, klæddir
Vel og auk þess undir ábreiðum og með trefla,
því að frost var. Stjörnurnar sindruðu eins
og agnarsmáar ísnálar í óraf jarlægð, en tungls-
ljósið sveipaði allt skærri birtu næstum sem
um hádag væri.
Anna sat aftur í þaklausum bíl Michaels.
Sally sat fram í, hjá honum; Anna hafði því
ríkulegt tækifæri til að virða fyrir sér stjörn-
urnar.
Stjörnudýrð og tunglsljós! En innst í huga
hennar nístandi kvöl. Ó, hún hefði aldrei átt
að fara í þessa för.
„Fer vel um þig, Anna?“ spurði Michael
um öxl sér.
„Alveg dásamlega!“ svaraði hún.
„Aktu svolítið hraðara!“ sagði Sally barna-
leg. „Nei, ekki svolítið liraðara, heldur miklu-
miklu hraðara, Michael, ég elska svo að aka
hratt!“
„Ó, þú ert svo mikið harn,“ svaraði hann
brosandi, en eigi að síður jók hann hraðann.
Þau voru fyrir löngu’ komin langt fram úr
hinum bílunum. Vegurinn var fyrir þau ein,
sem í fremsta bílnum fóru. önnu fannst hún
vera utangátta. Til hvers var hún eiginlega
hér? Þau tvö hefðu átt að vera í bílnum og
aðrir ekki . . . „Þú ert sannkallaður asni!“
sagði hún við sjálfan sig.
„Hraðara!“ hvíslaði Sally.
„Hvað segðirðu nú, ef það springi hjól-
barði?“ spurði Michael hlæjandi.
„Hvernig heldurðu að við slyppum frá
því?“ .
„Myndi nokkuð gerast, úr því þú ert við
stýrði?“ spurði Sally barnalega og leit á hann
bláum augum sínum.
„Barn geturðu verið!“ sagði Michael. Það
var eins og þau væru bæði búin að gleyma
nærveru önnu.
„Við skulum bara aka enn hraðar og sjá
hvort nokkuð gerist“, sagði Sally.
Enn þokaðist nálin á hraðamælinum áfram
— reis og reis, og Anna var tekin að beygja
sig fram á við af óstyrk. Þetta var þó einum
of mikið gert til að þóknast „barninu“ . . .
Dökk trén og limgerðin geystust framhjá,
og hræddir hérar stukku yfir veginn.
Aksturinn var gífurlegur. Ógerningur var
að átta sig á nokkrum sköpuðum hlut. Það
var næsta ótrúlegt, að Michael skyldi geta
verið svona léttúðugur.
„Það er bara alveg eins og við fljúgum!“
sagði Sally.
H E I M I LI S B L A Ð IÐ
87