Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 20

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 20
steig nokkrum fetum aftur á bak, til þess að leggja áherzlu á orð sín. „Andartak“ sagði Jack. Thorkil Nilson nam staðar og leit á piltinn með undrun, sem ekki var beinlínis óvinsamleg. „Ég vil gjarnan fá fólk béðan úr héraðinu til að reisa húsið, í stað þess að fá mannskap utan að frá. Og af sömu ástæðu vil ég geta keypt vistir hjá yður. Ég vil einnig geta haft sam- vinnu við yður. En undir öllum kringum- stæðum, þá verSur húsið reist, Nilson.“ „Ég hef sagt nei,“ svaraði liann með liægð. „Og þegar ég segi nei, Bowden, þá gildir það nei hér um slóðir. Þér verðið að fara eitthvað annað og reisa þetta hús yðar. *Hér vil ég ekki að það sé.“ Jack kveikti í pípunni sinni og gekk síðan til dyra. „Mér þykir fyrir því, að þér skulið taka þessu þannig, Nilson,“ sagði liann. „Þér vitið sjálfsagt að þetta land lieyrir ríkinu til, þannig að ég er í fullum rétti. Húsið verður reist á höfðanum, sem kemur út frá austur- bakka Paskasagun-vatns. Ég virti þennan stað fyrir mér, þegar ég flaug þar yfir áðan, og þetta er tilvalinn sportvettvangur. Ég kem þá með mitt eigið verkafólk liingað uppeftir og hef vistir meðferðis. Við hefjumst lianda um skógarhöggið undir eins. Ef vður skyldi snúast hugur getið þér alltaf sent boð til mín þar að lútandi.“ Andartak beið liann eftir svari Thorkils Nilsons. En ekkert var sagt. Gamli maðurinn stóð einfaldlega kyrr og mændi á hann, og svo virtist sem hrukkan milli aiígnanna yrði æ dýpri. „Og verið þið nú sæl,“ sagði Jack um leið og hann leit á Petru. „Þér gerið stóra skyssu,“ mælti liún lágt. Jack yppti öxlum og lyfti klinkunni. Þeg- ar hann gekk niður að vatninu, heyrði liann rymjandi rödd Thorkils Nilsons, en hann greindi engin orðaskil; þetta liljómaði eins og þrumuveður. — — — Áður en vika var liðin var Jack Bowden og þriggja manna vinnuflokkur hans í óða önn að liöggva skóg. Þetta var erfitt verk, og kuldinn mikill, en mennirnir voru vanir hvoru tveggja. Við- arstaflarnir í rjóðrinu þar sem þeir hjuggu, uxu dag frá degi. Jack var í þann veg að hefja upp trjá- stofn og lyfta honum í stafla nr. 2, þegar hann sá glitta í eitthvað rautt bakvið víði- runna skammt frá. Hann brosti, lauk við að korna trjábolnum fyrir og gekk svo leiðar sinnar þar til hann vissi, að liann var kom- inn úr augsýn. Þá hljóp hann inn í tjaldið sitt, dró á sig snjóskóna og fór krókaleiðir út í óbyggðina, unz hann kom að baki rnann- verunni, sem stóð á gægjum bak við runn- ann. „Góðan dag!“ sagði hann við Petru. „Hvers vegna komið þér ekki rakleitt til okkar og sjáið, hvernig gengur?“ Hún snarsnéri sér við. „Ég sé það ágætlega héðan sem ég er,“ svaraði hún og jafnaði sig nóg. til þess að gera rödd sína kæruleysislega og kuhlalega. Jack leit yfir að rjóðrinu. „Þér eruð kom- in til að athuga, hvort við ætlum raunveru- lega að láta verða af ætlunum okkar?“ Petra reisti höfuðið stoltlega. „Ef svo er! Þetta land heyrir okkur til.“ „Ég hélt það væri samt ríkiseign?“ „Þér virðið auðsjáanlega ekki ön'nur rétt- indi en þau, sem eru lögvernduð.“ „Ojú, víst geri ég það. Þess vegna var það sem ég reyndi að ná samkomulagi. En faðir yðar vildi ekki viðurkenna mín réttindi.“ „YSar réttindi?“ endurtók hún sár. „Hvaða réttindi liafið þér? Þér eruð gersamlega framandi, sem komið liingað og notið okkar land til persónulegs ávinnings fyrir yður, og flvtjið hingað auðmenn, sem eiga svo að stunda veiðar sér til ánægju einvörðungu- Svo segið þér, ofur öruggur og rólegur, að til þess arna hafið þér rétt!“ „Þetta hljómar mjög óhugnanlega, eins og þér segið frá því. En því er nú ekki þannig farið. Auðmennirnir, sem þér talið um, eru alls ekki svo slæmir. Þetta eru sannir sport- nienn, sem ekki stunda ránykrju.“ „Má vel vera, en allavega munu þeir ekki koma liingað. Getið þér ekki skilið, að þér eyðið aðeins tíma og peningum við að vinna þetta verk?“ „Nei, það get ég ekki skilið. Mér finnst það ganga mjög vel. Eða finnst yður þa® ekki líka?“ 92 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.