Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 21
«Ég get séð, að þér liafið safnað saman
niiklum viði. En segjum nú . . . segjum sem
svo, að það slægi niður eldingu?“
„Um þetta leyti árs?“'
„Það kemur stundum fyrir — hér efra.“
„Þér liafið kannski yfir að ráða — tömd-
um eldingum?“ Jack brosti og liristi höfuðið.
„Mér þykir fyrir því, að þér skuluð skella
skolleyrum við skynsamlegum rökum,“ svar-
aði Petra reið. „Þér eruð barnalegri en ég
hélt.“
Hún snarsnéri sér við á snjóskónum sínum
og fór. Skömmu síðar heyrði Jack hvar
hundarnir liennar fögnuðu henni með háu
gjammi. Hægum skrefum og hugsi mjög
gekk hann áleiðis til liússtæðisins.
Nóttina eftir var hann vakinn af mönnum
sínum, sem hrópuðu, og þegar liann lauk
upp augum, sá hann gegnum tjaldið roðann
af miklu báli.
Mennirnir voru að kasta snjó á eldinn, en
Jack bað þá hætta því.
„Það er til einskis gagns,“ sagði hann bit-
Urt. „Það hefur verið safnað sprekum að við-
arstöflunum og hellt yfir þá olíu. Finnið þið
ekki lyktina? Það angar allt af olíu. Það er
ekkert hægt að gera.“
„Hver hefur gert þetta?“ spurði einn
mannanna æfur. „Er það Nilson?“
„Að sjálfsögðu. En sannaðu það!“ Dóttir
khorkils Nilsons hafði varað hann við eld-
ingu. Já, vissulega — eldingunni hafði sleg-
ið niður!
„Við getum allavega farið til lians og lát-
ið hann vita. Það er meira en viku vinna,
sem er horfin í reyk. Þessi fólski þrjótur . .“
„Ég ætla að líta við lijá Nilson snennna
í fyrramálið,“ sagði Jack hughreystandi. „Þið
Þaldið bara áfram að höggva nýjan við.“
Óðara en bjart var orðið, hitaði Jack upp
flugvél sína. Við jaðar hússtæðisins gaf nú
að líta tvær vænar öskuhrúgur, þar sem
timburstaflarnir hans liöfðu áður verið.
Hann langaði til að ræða örlítið við Thorkil
Nilson um vetrar-eldingar.
Jack landaði skammt fyrir frarnan verzl-
unarhús Nilsons og lét vélina ganga á hálfri
ferð. Nilson var í þann veg að leggja í ofn-
inn. Hann lagði síðustu birkihríslurnar í eld-
stæðið og skellti járnlokunni.
„Það gerðist dálítið furðulegt í nótt,“ sagði
Jack stuttlega. „Eldingu laust niður í timb-
urstaflana mína.“
Það vottaði aðeins fyrir brosi kringum
munninn á Nilson, þótt lierptur væri.
„Þetta er líka nokkuð furðulegt hérað sem
slíkt, að vissu leyti,“ svaraði liann sinni
rymjandi röddu. „Það er ekki alltaf sem
ókunnugir láta sér skiljast það.“
„Þér hafið á röngu að standa, Nilson. Ég
þekki vel til þrumu og eldinga. Auk þess
var búið að vara mig við.“
„Vara yður við?“
„Dóttir yðar var búin að segja, að eldingu
kynni að ljósta niður í timbrið hjá mér.“
Undrunarglampa brá fyrir í dökkbláum
augunum. Dóttirin hafði auðsjáanlega ekk-
ert látið föðurinn vita um lieimsóknina og
viðvörunina.
„Og lienni laust sem sagt niður?“
„Vissulega, Nilson. En það er sagt, að eld-
ingu ljósti aldrei tvisvar á sama stað. Ef svo
færi nú, þá væri það í hæsta máta sérkenni-
legt, er ekki svo? Og þá yrði að grípa til
einhverra ráða.“
Thorkil Nilson gekk varfærnislega eitt
skref áftam. Hann setti tmdir sig liausinn
eins og tarfur og kreppti hnefana.
„Ég skal láta yður vita eitt, Bowden,“
sagði hann og gnísti tönnum, „þér byggið
ekki þetta hús. Stillið yður um slík heimsku-
pör og ógnanir. Þetta er mitt land. Og sér-
hver maður á þessu landi, hann hlýðir mér.
Og nú skuluð þér fara!“
„Ég skal vissulega fara,“ svaraði Jack og
kinkaði kolli. „En að einu leyti hafið þér
rangt fyrir yður. Það eru hér fjórir menn,
sem ekki hlýða yður. Húsið verður reist. Og
munið, hvað ég nú segi: Ef þér farið ein-
imgis eftir yðar eigin lögum og rétti hér
efra, þá förum við einnig eftir okkar eigin
rétti — og komum honum í gegn.“
Sem svar við þessu þreif Nilson dyrnar
upp á gátt. „Ut með yður!“ rumdi liann.
„Áður en ég hryggbrýt yður í bókstaflegri
merkingu!“
Næstu þrjá daga var unnið af fullum
krafti, en þar sem vistirnar voru á þrotum,
fór Jack af stað á fjórða degi eftir nýjum
birgðum. Hann kom aftur skömmu fyrir
heimilisblaðið
93