Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 23

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 23
smullu aftur, og Jack heyrði hann reka upp skræk og reiðiyrði. En þá var Jack þegar búinn að lyfta Petru upp og lilaupa með liana út eftir verzlun- inni. „Sleppið mér!“ hrópaði hún. „Sleppið mér!“ „Nei!“ Jack sparkaði upp framdyrunum. „Hafið þér nokkru sinni lieyrt getið um mannrán? Nú fáið þér að reyna slíkt.“ TJti fyrir bakdyrunum lirópaði Nilson upp hótanir og ókvæðisorð á meðan hann klof- aði út úr snjódyngjunni. Petra brauzt um, allt hvað liún mátti, í fangi Jacks, en hann hélt henni fastri sem í járngreipum. . Jack tókst að koma henni inn í farþega- rými flugvélarinnar, h'kt og væri liún fata- strangi,' fór síðan sjálfur inn á eftir og sett- ist undir stýri. Nilson var nú laus úr snjón- um og kom hlaupandi niður eftir stígnum, snjóugur upp í mitti. Jack ýtti á bensíngjöfina. Yélin tók við sér, hægt í fyrstu, síðan léttar og hraðar. Jack jók hraðann móti vindinum, og vélin steig til lofts. Þegar vélin var komin tvö hundruð metra í loft upp, leit Jack við og horfði á Petru. Hún mændi hvasst á hann, en glampinn í augum liennar bar ekki einvörðungu vott um ótta, hatur eða reiði. Það var eitthvert ann- að blik í þeim . . . hvers konar, það var Jack ekki fyllilega ljóst. „Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem þér ferðizt með flug\rél?“ hrópaði hann til henn- ar gegnum vélargnýinn. „Ég hata yður!“ gegndi hún.--------- Jack sýndi henni tjaldið sem hann hafði slegið upp við litla vatnið, benti henni á vistirnar og færanlega ofninn. „Yður getur liðið ágætlega hér, svo lengi sem þér dveljizt hér,“ sagði hann. „En þér eruð hvorki með snjóskó né heit hlífðarföt, svo að þér ættuð að halda yður sem mest nálægt tjaldinu.“ „Hversu lengi hafið þér hugsað yður að lialda mér fanginni?“ Hún gerði ekki svo niikið sem líta við þeim vistum og öðrum þægindum, sem Jack hafði fyrirbúið henni. „Eins lengi og faðir yðar heldur mönnum niínum föngnum“, svaraði liann. Hann beið þess spenntur að vita, hvort Petra þættist verða undrandi og afneita því, að faðir henn- ar befði handtekið verkamenn lians. En hún greip ekki til sliks. „Það verður þá vissulega drjúgur tími“, svaraði hún hægt. „Faðir minn er þrjózkur maður og vanur því að fá vilja sínum fram- gengt. Ég minnist þess ekki, að nokkrum hafi nokkru sinni tekizt að standa uppi í hárinu á honum.“ „Mér þvkir fyrir því, að það skyldi verða ég sem varð fyrstur til þess — en þetta var óhjákvæmilegt. Landið er að vísu stórl, en fólk leitar lengra og lengra norður á bóginn. Siðmneningin hefur borizt Iiingað til hér- aðsins ykkar, skiljið þér það ekki?“ „Faðir minn skilur það ekki. Hann er aldurhniginn og liefur stjórnað hér öllu með jámaga í öll þessi ár. Ég hugsa fyrst og fremst um hann.“ „Ég reyndi að komast að samkomulagi við hann. Það vildi ég lielzt liafa getað — eink- um eftir að ég sá yður.“ Hann hafði ekki ætlað sér að segja þetta, og hann sá eftir því. „Þér hafið skrýtna aðferð við að sýna vingjarnleika yðar á,“ svaraði Petra kuldalega. Jack yppti öxlum og gekk aftur til vélar- innar. tfr því að stúlkan vildi ekki verða vinur hans, þá var að taka því. Ef hún var svo þröngsýn og viss í sinni sök, að hún gæti ekki litið hlutina frá lians sjónarhorni og skilið að hann varð að láta hart mæta hörðu, og að liann að auki stóð einn síns liðs móti heilu byggðarlagi og varð að beita þeim fáu vopnum sem hann liafði bandbær — gott og vel, þá gat hún verið þar sem hún var kom- in og mænt upp í himininn eins og liana lysti. Hann snéri aftur til eyðilegs rjóðursins þar sem ferðaskálinn hans átti eitt sinn að rísa, og beið eftir þeirri beimsókn, sem bann var viss um að fá. 1 þetta sinn ætlaði hann ekki að fara á fund Nilsons. Nú var Jack sjálfur búinn að ná undirtökunum, og það var hon- mn vel ljóst. Hann var nýlokinn við morgunverðinn sinn, þegar Thorkil Nilson bar að garði. Hann hafði fjóra menn með sér, fjóra svart- heimilisblaðið 95

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.