Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 25
skotspónn fyrir auðmýkjandi athugasemdir
hans eins og nú var komið.
Petra stóð við eldinn og kastaði á hann
grænum viðarteinungum, þegar Jack bar að
garði. Og hún var ein.
„Mjög hyggilega útreiknað,“ mælti J,ack
hiturt. „En ég varð á undan öðrum að lcoma.
Ef þér viljið ekki, að ég beri yður . . .“
I sömu svipan komu mennirnir fjórir fram
ur runnunum. Þeir voru stignir af sleðum
sínum, og hundarnir gjömmuðu ákaft að
haki þeim.
„Halló!“ lirópaði einn mannanna, svart-
skeggjaður í rauðri mussu. „Komið, ungfrú
Petra. Við skulum jafna um við þennan ná-
unga!“
Jack var ljóst, að hann varð að hugsa og
aðhafast í skjótheitum. Fjórir gegn einum —
það var vonlaust. Eina von hans var að geta
gert þá undrandi.
„Bíðið andartak,“ sagði hann ljúfmann-
lega og reikaði í átt til þerira kæruleysisleg-
ur í hreyfingum. „Við skulum ræða hlutina
svolítið. Verið getur, að . . .“ u
Hann þagnaði skyndilega um leið og hnefi
hans hæfði þ ann svartskeggjaðá undir kjálk-
ann og þeytti lionum út í snjóinn eins og
tuskubolta. Það var ekki íþróttamannslega
gert að ráðast að manni á þann liátt, ófor-
varandis — en það var heldur ekki íþrótta-
tnannslegt að veitast fjórir gegn einum.
Sá hávaxnasti af þeim sem eftir voru, rauk
nú til, rak upp öskur og sparkaði í stað þess
að heita hnefum. Jack þekkti til þeirra bar-
dagaaðferða, sem tíðkuðust á þessum slóðum.
Hér giltu engar venjulegar hnefaleikareglur.
Honum tókst að stökkva lil hliðar í tæka
tíð, og gefa manninum hnefahögg undir
ÍJringspalirnar. Þrælslegt liögg, það var Jack
Jjóst, en um annað var ekki að gera eins og
á stóð.
I einni andrá hafði liann þannig lækkað
andstæðingatölu sína um hehning. En nú
voru þeir tveir, sem eftir voru, komnir fast
að honum, og liann var að láta í minni pok-
ann.
Steyttur hnefi liæfði liann rétt fyrir ofan
eyrað, svo að hann hnaut í snjóinn. Honum
fannst. hann gersamlega lémagna, og andar-
tak hélt hann að ætlaði að líða yfir sig. En
þá tókst honum að hæfa annan manninn
milli augnanna. Maðurinn reikaði aftur fyr-
ir sig, ekki vegna þess að liann væri særður,
heldur einfaldlega sökum þess að nann
missti jafnvægið.
Jack beygði sig snögglega undan skyndi-
legri armsveiflu mannsins, sem eftir var, gat
brugðið á hann hælkrók og veitt honum
tvenn hnefahögg í kviðinn um leið. Maður-
inn hneig niður fyrir fætur Jacks og lenti
með höfuðið á steinnibbu sem stóð upp úr
snjónum.
Jack var nú kominn vel á fætur aftur.
Fjórði maðurinn nálgaðist nú með hægð, en
hann beið þess auðsjáanlega, að félagar hans
röknuðu úr rotinu. Jack var ljóst, að það
mátti ekki gerast. Hann liafði fengið yfir-
höndina um stund einungis í krafti þess, að
hann liafði verði snar í snúningum; en að-
staðan lofaði enganveginn góðu. Hann hljóp
á mótstöðumann sinn, en beygði sig jafn-
framt til liliðar til þess að komast undan
höggi frá honum. En vankaður sem hann
var af liöfuðhögginu, var hann of svifaseinn,
og höggið liæfði liann í öxlina. Jack fékk
slegið með vinstri hendi, en högg hans var
ekki nógu öflugt, og lmén létu undan. Tveir
hinna voru komnir á fætur. Annar þeirra
hafði gripið stóran steinhnullung, sem hann
lyfti liátt á loft með morð í augum.
J ack hugsaði sem svo, að nú væri sín
liinzta stund upp runnin. Eftir sekúndubrot
myndi steinninn liæfa hann, undan því gæti
liann ekki komizt . . .
En í sömu andrá rak Petra upp óp og
kastaði sér á manninn. Hún sló hann í fram-
an með hnýttmn linefum, og í ótta lét hann
steininn síga og falla til jarðar, en Petra jós
yfir manninn ókvæðisorðum.
Hinir þrír stóðu nú ráðalausir af undrun
og tóku að fjarlægja sig, orðlausir með öllu.
Jack reyndi að rísa á fætur, en allt hring-
snerist fyrir honum, svo að hann varð að
sitja kyrr um stund.
Hann fór með höndina upp að andlitinu,
og hún varð rauð af blóði. Petra féll á kné
við lilið lians og rak upp óttastunu, sem var
líkust ekka.
„Jack — Jack, — þeir liafa slegið þig?
Leyfðu mér að hjálpa þér . . . vesalings höf-
uðið á þér.“
HEIMILISBLAÐIÐ
97