Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 31
— óendanlega hamingjusöm. hans laust og liljóp síðan upp húströppurnar Hún var lengi að liátta sig, og. að lokum sótð liún fyrir framan spegilinn. „Þú lílur ekki út eins og þú sért tuttugu og átta“, sagði hún við sjálfa sig. „Þú virðist vera átján ára stelpukrakki. Þannig er það að vera ástfangin.“ — Síðan dýfði hún fingur- gómunum í hvítt krem og tók til að smyrja sig í framan. Skyndilega hringdi síminn, svo að undir tók í herberginu. Dinah rauk til og sagði andstutt: „Halló“. „Halló, er það tilvonandi frú MacCarthy?“ var sagt í símann. „Ó, kjáninn þinn litli!“ gegndi hún. „Þú ert voða kjáni, og ég elska þig!“ Hún lét halast út af á rúmið, með símtólið við eyrað, og hló. „Hvernig væri að þú liættir að hlæja“, sagði Tim alvarlegur. „Þetta er alvaran sjálf. Þú átt að borða með mér annað kvöld.“ „Já, auðvitað,“ svaraði hún og hélt áfram að skríkja. Hún lieyrði, að hann stundi af létti. „And- artak óttaðist ég að þér væri það ekki ljóst -— hvað sjálfsagt það er,“ sagði hann Þau ræddust við í hálftíma — rétt eins og það væru mánuðir síðan þau höfðu sézt. Hún sat ein síns liðs við morgnverðarborð- ið í litla veitingahúsinu í sambyggingunni þar sem hún átti heima. Henni varð litið upp og kom þá auga á Vitu Bentley, sem gekk í átt til hennar. Alt í einu minntist hún þess, að Vita var á samkvæminu kvöldið áður. Hún mundi, að kún hafði tekið eftir skarpleitum vangasvip hennar gegnum þétt reykjarkófið. En jafn- vel Vita gæti ekki sagt neitt andstyggilegt um Tim. Það gat enginn talað í þá veru á hans kostnað. Hann var of sannur og ærleg- ur maður til þess að nokkur gæti gert hann að skotspæni eða aðhlátursefni. Samt reyndist það svo; að Vita gat haft Tim millum tannanna, og hún var ekki lengi að því. Hún settist andspænis Dinali, og hlát- urinn brauzt fram í augu hennar. „Góðan dag, barnræninginn litli,“ sagði hún. „Skemmtirðu þér vel í gærkvöldi?“ Dinah varð liugsað sem svo: Barnræn- ingi? Hvað á hún við með því? Upphátt sagði liún: „Mér fannst alveg svakalega gam- an.“ Vita virti hana fyrir sér eins og köttur mús, um leið og hún hélt áfram: „Jæja, en mér fannst nú rangt af þér að þú skyldir sitja svona lengi um þennan Mac- Það var allt í eiun eins og jörðin stæði kyrr. Cartliy-pilt. Smádrengir þurfa að fá sinn svefn.“ Hún kveikti sér í sígarettu og bætti við: „Mér finnst, að þú, á þínurn aldri, ættir að láta unglinga í friði.“ Dinali fann fyrir undarlegum þurrki í liálsinum. Hún kreppti hnefana undir borð- inu. Ég vil heldur deyja, hugsaði hún, held- ur en láta Vitu lesa hug minn allan. Hún svaraði, mjög rólega: „Já, ég veit vel, að liann er mjög vmgur, en livað um það? Maður getur oft kynnzt fólki sem er skynsamt og gott, þótt það sé yngra en maður sjálfur.“ „Getur verið,“ sagði Vita. „En ég fyrir mitt leyti tel mig vera upp úr því vaxna og yfir það liafna að umgangast tuttugu og tveggja ára pilt.“ Dinah lét sem ekkert væri. Tuttugu og tveggja -— tutttugu og tveggja! — Hann hafði verið þrettán ára skóladrengur árið sem hún var trúlofuð ungum sjóliðsforingja! Hún fann blóðið hamra í gagnaugunum og nánast sting í hjartanu. Tuttugu og tveggja! Hann hafði verið tíu ára, þegar hún hafði lokið skólanámi. Tuttugu og tveggja, þar sem hún var orðin tuttugu og átta —! Henni fannst líða eilífðartími þar til Vita fór og hún var aftur komin upp í íbúðina sína; eilífð sem hún notaði til að hugleiða aldursmuninn, sem getur verið svo afdrifa- ríkur þegar á ævina líður. 1 angruðum hug hennar skutu upp kolli allar þær setningar, sem liún hafði heyrt um það, að konur eldist fljótar en karlmenn. Hún minntist alls þess sem hún hafði lesið um þessi efni; og ást hennar, gleði liennar og sæla, allt þrúgaðist það undir byrði mannlegra fordóma. Og löngu áður en liún heyrði, að Tim var að liringja bjöllunni, hafði hún ákveðið hvað hún skvldi og þyrfti að gera. Hún fór fram og opnaði. „Gott kvöld ungi maður!“ mælti hún glaðlega og vék til hlið- ar svo liann gæti gengið inn. HEIMILISBLAÐIÐ 103

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.