Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 32
„Gott kvöld!“ sagði hann og liló við.
„Hvernig líðttr henni litlu frú MacCarthy í
dag?“
Dinah greip andann á lofti. Hún beit á vör
sér. Bara að hann væri ekki svona dásamlega
ómótstæðilegur!
Dinah sagði: „Þetta grín er búið, Tint.
Maður á aldrei að lialda áfram daginn eftir
með fyndni frá kvöldinu áður — það er
kjánalegt.“
Hún sá, að honum brá. Hann leit snögg-
lega á hana, og hún var fegin því hversu
skugsýnt var í ganginum, svo hann gat ekki
séð vel framan í hana. „Þetta meinarðu þó
ekki, Dinah. Þú ert bara að stríða mér —
er það ekki?“
Hún lét sem hún heyrði þetta ekki.
„Ég kem alveg rétt strax,“ sagði hún og
skildi liann eftir í forstofunni á meðan hún
flýtti sér inn í svefnherbergið. Hún strauk
varalit lauslega yfir munn áér og leit í speg-
ilinn. „Róleg — nú verSurðu að vera róleg!“
sagði hún við sjálfa sig. Svo var hún reiðu-
búin, gekk frarn í forstofuna, opnaði dyrnar,
greip undir handlegg hans og hraðaði sér út,
áður en Tim gæfizt tóm til að segja orð.
Hann var með bíl úti fyrir, og þegar þau
voru setzt í hann sagði Tim: „Við borðum
heima hjá mömmu, Dinah. Ég vona, að þii
sért ekki mótfallin því, er það?“
Hún svaraði: „Nei, mér er sama mín vegna
Tim. En finnst þér ekki, að mömmu þinni
hljóti að finnast það dálítið skrítið . . .“
„Skrítið?“ endurtók hann og brosti. Rödd
hennar gerði hann órólegri en orðin ein.
„Hvað er að, Dinah?“
Þá sagði liún honum það án allra frekari
málalenginga.
„Tim, þti tókst þetta þó ekki alvarlega í
gærkvöldi?“ Hún hló við, eilítið þvingað.
„Kjáninn þinn, það var verulega ganian að
skemmta sér með þér, — en þú hefur vænti
ég ekki tekið það fyrir annað en stundar-
gaman?“ Hún leit beint framan í hann og
brosti, rétt eins og henni væri stórlega
skemmt. „Elsku Tim, vertu nú ekki barna-
legur. Ég er næstum því nógu gömul til að
geta verið móðir þín.“ Hún vék til hliðar í
sætinu, fjær honum. „Það er það hræðilega
við ykkur ungu strákana, þið takið allt svo
fjarska alvarlega!“
I skininu frá götuljósunum sá hún, að
liann kreppti hnefana og herkjudrættir komu
við munnvikin. Hún fann fyrir næsta óvið-
ráðanlegri löngun til að grípa um hendur
hans og segja, að auðvitað meinti hún ekk-
ert af því sem hún væri að segja. Framtíðin
gæti bætt úr öllu. Þau gætu lifað fyrir líð-
andi stund — þau tvö!
En hún kippti höndunum nær, þegar bíll-
inn sveigði fyrir horn og nam staðar. Nú var
það orðið of seint. Það var sjálfsagt líka það
bezta úr því sem kornið var . . .
Frú MacÉarthy gaumgæfði son sinn vand-
lega meðan á máltíðinni stóð. Augu hennar
voru greindarleg. En borðhaldið var lilálega
vandræðalegt. Frúin virti fyrir sér Dinab
Marven, sem gerði allt hvað hún gat til að
hafa matarlyst; hún leit á Tim, sem náfölur
reyndi að lialda uppi einhverjum samræð-
um; og hún braut heilann úm .það, hvað í
ósköpunum það gæti verið sem þau væru í
rauninni ósammála um, eitthvað hlyti það
að vera.
Smám saman varð liún gröm út í þau
bæði, ungt fólk sem auðsjáanlega var skapað
livort fyrir annað, en kunni samt ekki að
láta sér konia vel saman. Hún hugsaði sem
svo: Bara ég vissi, hvernig ég gætí hjálpað
þeim! Þegar þau sátu yfir kaffinu fyrir
framan arineldinn, sagði hún: „Tim, gætirðu
nú ekki skroppið snöggvast fyrir mig yfir til
hennar frú Beaton, með bók sem ég er búin
að lofa að lána lienni? Við Dinah getuni
setið liér og rabbað sanian á meðan.“
Tim var óðara reiðubúinn. Honum fannst
liann varla getað setið lengur í sömu stofu
og þessi stúlka, sem hafði leikið sér að til-
finningum hans. Hann sendi móður sinni
þakksamlegt augnaráð og.hraðaði sér af stað
með bókina.
Ég vona bara, hugsaði frú MacCarthy, að
frú Beaton haldi ekki að ég sé gerigin af
göflunum, þótt ég taki allt í einu upp á þvi
að senda henni bók, sem við höfum aldrei
minnzt neitt á!
Dinali var frani úr liófi taugaóstyrk. Hvað
hafði Tim sagt móður sinni? hugsaði hún.
Hafði hann verið svo viss í sinni sök og sjálfs-
öruggur, að hann tæki til að segja, að allt
væri ákveðið? Þá var það sem frú Mac-
Carthy sagði:
104
HEIMILISBLAÐIÐ