Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 37
um, að frú Fitzgerald lilýtur að hafa átt skyldmenni. Hún hlýtur þó að hafa átt fjöl- skyldu, sem hún hefði getað eftirlátið hús sitt og fjármuni, er ekki svo? Lögfræðingurinn leit á ungu konuna. — Mín kæra ungfrú Cheril, þér megið hreint ekki gera mig ábyrgan fyrir duttlung- um aldurhniginnar hefðarkonu. Frú Fitzger- ald átti frændur — já, hún átti reyndar þrjá og eftir því sem ég bezt veit, búa þeir allir í Fairhaven. En það er engin ástæða til þess, að við séum að fást um það, við getum ekk- ert við því gert. — Já, en þér rneinið þó ekki, að frú Fitz- gerald hafi ekki látið fjölskyldu sinni eftir nokkurn skapaðan hlut? — Jú, eftir því sem ég bezt veit, sagði hann og yppti öxlurn. — Sá liún ekki um, að fjölskyldan fengi lífeyri, áður en liún dó? — Nei, það held ég ekki — æ, ég er næst- imi liandviss um, að hún liafi ekki gert það. Ég skal segja yður, ég hef annazt öll henn- ar peningamál í mörg. ár og mér liefði orðið kunnugt um, ef hún hefði tekið sér slíkt fvr- ir hendur. Hann þagði andartak, svo sagði hann: — Ég lief grun um, að frænkan hafi ekki verið sérlega hrifin af neinuni frændanna þrem. — Var nokkur ástæða til þess? spurði Jocelyn. — O-o, ég veit ekki, livað ég á að segja. Lucien Fitzgerald er elztur þeirra bræðra og í efnhaagslegu tilliti er hann algjörlega óháður, nánast það sem liægt er kalla efnað- ur. Tveir þeir yngri eru landeyður og ef þeir hafa búizt við, að þeir myndu erfa frænk- una, hafa þeir svo sem orðið fyrir vonbrigð- um, en þér skuluð ekki fást um það. Jocelyn sat stöðugt með bnyklaðar brúnir og blá augu liennar voru allt annað en sann- færð. — Blóðið er nú vant því að renna til skyldunar, sagði liún, — og ef það hefði ver- ið fjölskvlda mín, veit ég, að ég befði séð um þau á einn eða annan hátt. Hugsið yður, ef þeir hafa búizt við að. erfa frænkuna og bafa svo allt í einu orðið að breyta fram- tíðaráformum sínurn, er það ekki rangt? Dashwood sat og brosti stöðugt og virti skjólstæðing sinn fyrir sér. — Kæra unga stúlka, ef þér viljið fyrirgefa mér, að ég tala breinskilnislega, þá ættuð þér ekki að vera með alla þessa óþarfa þanka. Það er nánast eins og þér efizt dálítið um, að frú Fitzger- ald liafi verið alveg með fulu viti. Það var hún samt sem áður og mér finnst ekki nema, að þér ættuð að vera glaðar og þakklátar fyrir, að hún hefur nú kosið að verða vel- gerðarkona yðar. Hættið að gera yður allar þessar samvizkukvalir og reynið að njóta lífsins og þeirra gæða, sem þér nú fáið. Jocelyn fannst andartak sem hún hefði verið vanþakklát, en áður en liún gat svarað honum, hélt Dashwood áfram: — Og livenær gætuð þér hugsað yður að fara til Irlands? Hann sendi henni einlægt aðdáunarbros. — Þér skuluð ekki hafa á- hygjur af peningum, þér getið tekið út bvaða upphæð sem er undireins. Og ef þér viljið, að ég gangi frá flugfarseðli fvrir yður, skal ég fúslega gera það, það verður áreið- anlega þægilegast fyrir yður og ég myndi vilja leggja til, að |þér stæðuð við í Dublin eina nótt . . . það er bær, sem vert er að sjá. Þegar Jocelyn yfirgaf að lokum skrifstofu bans, fannst henni, að þetta hefði allt sam- an verið draumur . . . það var h'ka alveg óeðlilegt . . . að liún skyldi bafa erfit feikna peningaupphæð og dásamlegt bús . . . og ætti svo ofan á allt saman að koma til Ir- lands aftur, í annað sinn . . .það var of dá- samlegt til þess að geta verið satt. En undir niðri bafði liún stöðugt áhyggjur. Hvað með frændurna þrjá? 2. kafli. Þegar Jocelyn kont til Irlands, rigndi eins og svo oft ber til á þessari grænu eyju. Þrátt fyrir veðrið liefði hún gjarnan viljað dvelja lengur en eina nótt í Dublin, en nú bafði Dashwood skipulagt allt fyrir liana og að sjálfsögðu var hún líka ógurlega forvitin að sjá aftur húsið í Fairhaven, en svo margar minningar um það skutu nú upp kollinum. Hún bafði víst verið tólf ára, þegar hún var þar í sumarfríi. Fairhaven var lítið meira en þyrping húsa. Flest þeira stóðu niður við sjóinn og það HEIMILISBLAÐIÐ 109

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.