Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 39
Jocelyn var mjög undrandi á, að þessi
niaður gerði enga tilraun til þess að rísa
upp úr sætinu og henni leið töluvert undar-
lega vel. Hún gaf vatninu auga, full skelf-
ingar, sem draup hægt úr kápu liennar og
niður á þykkt teppið á gólfinu og hún roðn-
aði feimin, þegar hún sagði honum, að sér
væri alls ekki kalt.
Er yður það áreiðanlega ekki? Þér eruð
svo hræðilega blautar að sjá.
Rödd hans hafði kímni-hreim, en annars
virtist hún tilbreytingarlaus á reglulega fall-
egan liátt. — Það er synd, að þér skulið
konia í fyrsta skipti til Irlands á slíkum
degi. Það er oft, að fyrstu áhrif, sem fólk
verður fyrir, eru þýðingarmest, svo mér
finnst, að þér hafið verið óheppnar, ungfrú
Cheril.
Hún leit undrandi á hann, þegar hann
nefndi nafn hennar. Hann hafði blíðleg, grá
augu undir þykkum, svörtum brám og það
var einhver kímniglampi í þeim.
— Hvernig vitið þér eiginlega, hver ég
er? spurði hún undrandi.
— Góða ungfrú Cherril. Ég heyrði, að þér
ætluðuð til Fairhaven og þar sem þetta hús
tilheyrði frænku minni, veit ég að sjálf-
sögðu líka, að það er ánafnað ungri, enskri
konu, sem lieitir Jocelyn Cheril og þér eruð
svo greinilega enskar, að ég er ekki andar-
tak í vafa um, að þér eruð ungfrú Cheril.
Á nteðan hann var að tala við Jocelyn, klapp-
aði hann dásamlega hundinum, sem lá í
fangi hans.
— O-o, sagði Jocelyn . . . hún vissi ekki,
hverju hún ætti að svara honum.
— Þegar ég sá yður upp við stöðina, var
ég strax viss um, hver þér væruð og mér
þótti reglulega sárt, að þér skylduð liafa val-
ið svona óheppilegan dag til komu yðar. Hún
var ekki viss um, livort bros það, sem hann
sendi lienni, sýndi meðaumkun eður ei, en
að minnsta kosti birti það henni skínapdi
livíta perluröð tanna, sem lýstu upp skarp-
leitt, dökkt andlit.
— Á þessum árstíma — það var langt lið-
ið fram á vorið — hefðum við hæglega get-
að boðið yður velkomnar í sólskini og öll-
um mögulegum litum, ef máttarvöldin hefðu
verið dálítið vingjarnlegri og þér mynduð
áreiðanlega liafa tekið það sem góðan fyrir-
boða, en þrátt fyrir allt vona ég, að þér lát-
ið ekki á yður fá, þó að dropi komi úr
lofti og óskið, að mín kæra látna frænka
liefði búið einlivers staðar annars staðar en
hér.
— Nei, auðvitað ekki, svaraði Jocelyn, um
leið og hún reyndi að halda jafnvæginu, á
meðan bíllinn beygði til og frá. Hún hélt
áfrarn ekki sérlega hugvitsamlega:
— Svo .þér eruð sem sé frændi frú Fitzger-
alds?
— Já, einn af þeim, svaraði hann, sífellt
með dálítinn kímniglampa í auga. — Hún
átti hvorki meira né minna en þrjá.
— og þeir eru allir þrír á lífi?
— Já, það erum við rejTidar.
Hún sat kyrr og virti hann fyrir sér. Hann
var mjög fallegur rnaður og glæsilegur sem
mest mátti verða, hún rnundi halda, að hann
væri á miðjum fertugsaldri.
— Já, ég er Lucien, ungfrú Cheril. Ég er
elztur . . . töluvert eldri en hinir bræður
mínir tveir, Blaize og Arthur, liann er nú
reyndar aldrei kallaður annað en Artie. Þér
munuð sjálfsagt brátt kynnast þeim, ef þér
setjizt liér að?
— Já, það vona ég þó, svaraði hún í miklu
fljótræði, og enn feimnari hélt hún áfram:
— Þetta er nefnilega ekki fyrsta heimsókn
mín til Irlands. Ég var hér, þegar ég var
tólf ára og það var þá, þegar ég hitti frú
Fitzgerald fyrst.
— Nei, er það satt, umlaði hann.
Hún komst ekki hjá að taka eftir, að augu
hans livíldu stöðugt á lienni og henni fannst
það dálítið óþægilegt, sérstaklega þar sem
hún vissi, að liún leit ekki sérlega ljómandi
út með vatnið rennandi niður eftir kinnun-
um og hárið klístrað við höfuðið. Hún tók
af sér þennan agnar litla hatt og reyndi að
ýfa svolítið á sér hárið og leit afsakandi á
liann.
— Ég lief sagt hr. Dashwood, að ég geti
ekki skilið, livers vegna í ósköpunum ég
hafi erft frænku yðar, sagði liún fljótmælt . .
Henni fannst, að liún yrði eitthvað að rétt-
læta sjálfa sig gagnvart þessum manni.
-— Það var þó engin sanngjörn ástæða til
þess, að ntín væri minnst í erfðaskránni.
— Var það ekki? sagði hann brosandi og
hún varð þess fullviss, að þessi maður væri
HEIMILISBLAÐIÐ
111