Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 41
— Og þér, Hanna, þér hafið ekki breytzt nokkurn skapaðan lilut, sagði hún alveg í einlægni. Sú Hanna, sem á sínum tíma hafði hakað piparkökur handa henni og sem hafði neytt liana til þess að drekka hvert stóra mjólkurglasið á fætur öðru, af því hún var svo grönn, þegar hún var tólf ára, og sii Hanna, sem stóð þarna og bauð liana hjart- anlega velkomna og var með svo innilega góðlegan svip í augum, voru ekki mjög frá- brugðnar hvor annarri. Það var vel hægt að bera þær saman með nýlega tekinni mynd og sjá eilitla afturför, en það var allur mun- urinn. Hún sjálf með þunna, gránandi hárið og lyklakippuna bundna um magann, var öldungis sú saina góða gamla Hanna. — Og þér eruð ekkert bitur út í mig, Hanna. — Og þér eruð ekkert bitur út í mig, Hanna, vegna þess að frú Fitzgerald arf- leiddi mig? spurði Jocelyn dálítið kvíðin. Það væri ekki nema eðlilegt, að Hanna fvndi til eilítils biturleika. Þessi gamli, ómissandi staðargripur liristi höfuðið ákveðið. — Nei, hvers vegna ætti ég svo sem að vera bitur? Móðir yðar var nú góð vinkona frúarinnar, og ef það eru aðrir . . . Hún bætti í miðju kafi og Jocelyn spurði í flýti: — Hanna, þessir þrír systursynir frú Fitz- gerald . . . Ég er afar óánægð með, að þeirra hefur ekki verið minnzt í erfðaskránni. — Það veit ég vel, sagði Hanna með á- kveðnum munnsvip, en ég myndi alls ekki láta það angra mig hið minnsta. — Já, en Hanna, það er þó sannarlega fjölskylda frú Fitzgerald og . . . — Já, stundum valda ættingjar miklum áhyggjum, svaraði Hanna og ég segi fyrir mig, að ég er ánægð að eiga enga nákomna fjölskvldu. Það er enginn til þess að slást, þegar ég gef upp andann. — En frú Fitzgerald hlýtur þó að hafa haft einhverja taug til þeirra . . . og jafnvel þó svo hafi ekki verið, ja . . . þá búa þeir svo nærri og ég er þó bráðókunnug. Já . . . bvað hljóta þeir að hugsa um mig. Og bvað munu allir hugsa um mig. Það verður að finna eitthvert ráð. Ef þér eruð skynsamar, ungfrú Jocelyn, munuð þér fvlgja mínum ráðum og ég skal lofa yður að ráða yður beilt. Hún gerði bvíld á máli sínu. — Lucien Fitzgerald, sem þér hafið nú þegar hitt, er flugríkur maður. Hann gæti keypt hvað sem hann vildi . . . þetta liús eða hvað annað. Og hvað hr. Blaize viðkemur . . . — Segið mér, Hanna, er hr Lucien ör- kumlamaður? Ég á við, er hann ólæknandi öryrki? Ég lieyrði, að þér spurðuð hann, hvernig honum liði og ég tók eftir, að hann gat ekki hrevft sig. — Já, hann er lamaður alveg öðru megin og ég held, að það sé ekki mikið við því að gera. \msir læknar í London liafa þegar reynt að lækna hann. Hann varð fyrir ó- happi fyrir nokkrum árum og nú er hann algerlega háður Hudson. Hann gerir allt fvr- ir hann og elskar hann sem móðir elskar barn sitt. — Hvað eru mörg ár síðan? spurði Joce- lyn og um leið furðaði hún sig á, hvers vegna hún vildi vita það. — Það eru líklega nærri því tíu ár síð- an, svaraði Hanna. — Ég hef þá verið tólf ára. — Hvað Blaize viðkemur, hélt bústýr- an áfram, vil ég vara yður við bonum, enn- þá áður en þér fáið tækifæri til þess að tala við hann. Hann er reglulegt kvennagull, sem fær allar konur til þess, að falla að fótum sér. Engin getur staðizt hann og hann veit það. Jafnvel frú Fitzgerald gamla elskaði hann, en hún skammaðist sín líka oft fvrir, að vera í sömu fjölskyldu og liann. — Þetta er að heyra mjög svo flókið, varð Jocelyn að viðurkenna, — og þá get ég ekki skilið, livers vegna hann var ekki gerður að erfingja. — Þér munuð sjálfsagt skilja það, þegar þér eruð búnar að hitta hann, svaraði Hanna dálítið stuttaralega. — Og hvað með Arthur? spurði Jocelyn. —- Artie, hann er nú bara ístöðulaus. — Og frú Fitzgerald, móðir þeirra? — Það verðið þér sjálfar að dæma um. Bíðið, þangað til þér eruð búnar að hitta hana, það líður sjálfsagt ekki á löngu. Mount Élodagh er stærsta eignin hér um slóðir og þar liefur ættin búið í marga ættliði. Þau rækja mikið félagslíf og bún unga frú Fitz- HEIMILISBLAÐIÐ 113

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.