Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 42

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 42
gerald, eins og við vorum vön að kalla liana, liefur yndi af að sjá um veizlur, svo að það líður sjálfsagt ekki á löngu, áður en hún heldur móttökusamkvæmi fyrir yðr. Jocelyn varð mjög kvíðin við þá tilliugsun, því að væri það nokkur manneskja, sem hlyti að hafa andiið á lienni, þá Iilaut það að vera frú Fitzgerald, móðir Luciens, Blaizes og Arthurs, sem öllum þrem hafði verið gengið framhjá vegna hennar. Seinna um kvöldið liætti að rigna og síð- ustu sólargeislarnir vörpuðu geisladýrð sinni yfir Fairliaven. Hún stóð við einn gluggann og Iiorfði út yfir garðinn og umhverfið og hún gat enn ekki skilið, að hún væri nú stjórnandi hér, að hún gæti, setzt hér að, ef hún vildi, hefði efni á að fá óskir sínar uppfylltar og allt í einu gleymdi hún á- hyggjum sínum. Hanna bar fram miðdagsmatinn í borð- stofunni og Jocelyn minntist þess,' að þessi stofa hafði vakið sér mikla virðingu og lotn- ingu, þegar hiin var barn, að sumu leyti vegna stærðarinnar og að öðru leyti vegna allra hinna dýrmætu silfurmuna, sem alstað- ar var stillt upp. Nú var það með annarri tilfinningu, sem liún litaðist liér um. Þykkt teppið, þungu flosgluggatjöldin, dýrmætt postulínið, allar litlu gifsmyndirnar og fjöl- skyldumyndirnar, allt verkaði þetta þriigandi á hana, en jafnframt fannst lienni það gefa til kynna tíma, sem væri liðinn lijá. En þegar hún leit út um gluggann, fannst henni hún aftur verða glöð og sér létta um hjartað. Falleg sýrenutré bærðust við glugg- ana, dásamlegt lavendel-limgerði óx alveg niður að kálgarðinum og magnolíutré í miðj- um grasvellinum ljáði garðinum ævintýra- svip. Bak við garðinn sáust grænar liæðir svo langt sem augað eygði og langt í fjarska runnu þær saman við fjöllin. Fyrir framan garðinn sást liafið. Aður en Jocelyn gekk til sængur, stóð hún við opinn gluggann og naut fersks sjávarlofts- ins og dásamlega blómaihnsins og þetta hvort tveggja var sem balsam fyrir æstar taugar hennar. Leðurhlaka flaug framhjá henni og upp undir þakskeggið á húsinu og ugla vældi í fjarska. Jocelyn stóð og liorfði liugfangin á liið fagra landslag og liún naut hins friðsæla blæs, sem alls staðar ríkti. Það voru við- brigði frá því ærandi skarkalalífi, sem hún liafði verið vön í litlu tveggja herbergja í- búðinni sinni í miðri London og frá æði- bunuganginum á skrifstofunni. Hinum megin við hæðardragið sá liún, að skein ljós og liún braut heilann um, hvorl þetta væri Mount Clodagh. Þegar hugsim hennar náði þangað, mundi hún líka eftir Lucien Fitzgerald og við það hvarf liroki hennar nokkuð. I tíu ár liafði þessi maður verið öryrki. í tíu ár liafði liann aðeins getað Iireyft höfuð og hendur og var algerlega háður þjóni. Og engu að síður sýndi andlit hans engin merki þeirra þjáninga, sem hann lilaut að hafa gengið í gegnum. Hann hafði bersýnilega til að bera innri kraft og styrk, sem fólk hlaut að dást að. Hún var ákaflega döpur og þegar uglan vældi aftur, fékk hún liroli og hún lokaði glugganum í flýti og gekk inn í stofuna. Framhald. Kopernikus breytti skoðunum manna á umheiminum. í til- efni af 500 ára fæðingu hans er haldin mikil sýning í Var- sjá á ýmsu er lítur að hugðar- efni hans. Mennirnir eru að skoða persneskt-arabiskt hnattlíkan frá árinu 1279, sem safn í Dresden lánaði á sýn- inguna. 114 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.