Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 44

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Side 44
gægðisl inn og renndi augni á allt það góð- gæti og langaði í. Þar voru föl full af sand- kökum, rjómakökum og margskonar smákök- um. Mamma hans var búin að gefa honum að smakka á þessu öllu úti í eldhúsinu, en hún hafði bannað lionum að snerta það, sem stóð á borðinu. En það var nú þrautin þyngri fyrir Magga, því áð honum fannst liann væri ekki búinn að fá nándar nærri nóg. Umm! En þær rjómakökur, en hvað hann langaði í eina! Ef hann tæki nú eina og færði liinar ögn til, þá tæki mamma hans víst aldrei eftir því. Maggi gægðist inn með hurðinni. Nei, það kom enginn. Hann gekk nú inn og nær og nær kökunum og rétti fram hendina og náði í eina; en þegar hann ætlaði að færa liinar til, þá heyrðist honum einhver koma. Hann varð svo Iiræddur, að hann missti kökuna og rak sig á vínflösku um leið, og hún valt um og allt úr henni út á hvítan og fínan dúkinn. Hann reisti flöskuna upp og snaraðist svo út, því hann hugsaði ekki um annað en að kom- ast á burtu. Skömmu seinna kom mamma hans út í garðinn og kallaði á liann. Maggi hristi höfuðið, en kom þó undir eins. „Veiztu ekki, hvar hann Snati er núna?“ spurði mamma. „Nei“, svaraði hann, en leit ekki á mömmu sína. „Komdu og sjáðu, hvað Snati liefir gert, prakkarinn sá arna“, sagði mamma og gekk inn og Maggi í humátt á eftir henni. Þegar þau komu inn, lágu hundamamma og hvolparnir hennar í körfunni. „Nú, þarna er hann“, sagði frúin og ógnaði honum. „Já, Maggi nú verðurðu að kveðja liann leikbróður þinn. Það verður farið með hann inn í borg á morgun. Þar verður honum haldið duglega í skefjum. Við getum ómögu- lega haft hann hérna lengur, liann gerir svo mikla skömm af sér. Sjáðu bara, hann liefir eyðilagt allt borðið, því hann hefir ætlað að fara að sleikja“. Maggi fór að gráta. Honum fannst óþæri- legt að sjá af Snata. Þar mundi hann eiga illa æfi, eins og mamma hafði sagt. Og svo var það allt annar en liann, sem liafði gert skömm af sér í þetta skipti, og Snati varð nú að gjalda lians. „Ó, mamma, má hann ekki fá að vera hér kyrr“, sagði Maggi í bænarrómi, „hann hefir kannske alls ekki gert það?“ ,Hver skyldi það þá vera?“ spurði frúin og leit á hann alvarlega. „Því að ekki hefir þú víst gert það, vænti ég?“ ,,N-n-ei“, sagði Maggi og snéri sér undan. Það var allt í uppnámi niðri í hundakörf- unni. Snati fullvissaði mömmu sína um, að hann væri saklaus, og mamma hans var til neydd að trúa því að þau höfðu allan daginn verið saman. „En sjáðu nú“, sagði hvolpamamma grát- andi, „hvernig fer, þegar einhver er óþekkur. Ef eitthvað fer aflaga, þá halda menn þegar, að það sé þér að kenna. Og það er ekki til neins, þó að við reynum að segja frúnni eins og er, því að þó að við skiljum liennar mál, þá skilur hún ekki okkar mál. 0, hvað eiguni við að gera?“ Og hún grét og Strútur og Snati góluðu líka. Maggi svaf ekkert um nóttina, og um morg- uninn kom hann inn til mömmu sinnar, áður en hún fór á fætur; hann lagðist á hnén og stakk höfðinu ofan í koddann. „Mamma“, sagði liann snöktandi, „þú mátt ekki reka Snata burtu, því að það er alls ekki hann sem liefir gert þessa skönnn af.sér. Það var ég. Ég ætlaði að taka köku, og þá velli ég um flöskunni. Þú mátt ekki vera reið við mig. Ég skal áreiðanlega verða betri hér eft- ir“. Mamma hans liallaði höfði Iians upp að sér og kyssti liann. „Nei, Maggi litli, ég skal ekki vera reið. Mér þykir svo vænt um, að þú játar, að það varst þú. En ég vissi nú annars vel, að það var ekki Snati, sem liafði leikið þetta“. „Vissirðu það?“ spurði Maggi forviða. „Já“, sagði mamma hans brosandi; „ef það liefði verið Snati þá hefði hann ekki velt um flöskunni, eða heldurðu, að hann hefði getað reist hana upp aftur? Farðu nú bara upp i bólið þitt aftur og láttu þér vænt um þykja að Snati fær að vera hérna áfram“. En Maggi fór ekki strax í bólið sitt aftur. Hann varð fyrst að fara inn og faðma hvolpa- mömmu og börnin hennar og biðja þau fynr- gefningar, og segja þeim frá, að Snati setti ekki að fara. Þegar Maggi fór svo loksins upp í aftur, þu sleikti hvolpamamma börnin sín glöð og a- 116 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.