Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 48

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 48
„Hvað það er notalegt að sitja í hægindastóln- um sínum og lesa dagblaðið", hugsar pabbi Matta gríss. En birtan dvínar smátt og smátt, og að lokum . . . „Hvað er að gerast", segir pabbi Matta gríss. „Það er ekki enn komið kvöld, og þó er komið svartamyrkur?" Hann ákveður að fara út og sjá, hvort kominn sé sólmyrkvi. En ekki reyndist það vera. En hvað gat þá hafa komið fyrir? „bað erum bara við, sem höfum sett fleka fyrir gluggana. Við vorum að leika knattspyrnu", segja börnin. Pabbi Matta Gríss segist ekki sjá til að lesa dagbiaðið, og að börn- in verði að taka niður flekana og gæta sín með knöttinn. Kalli og Palli hafa tekið upp pípurnar sínar og eru að blása sápukúlur. „Sjáðu, hvað þær eru stórar og fallegar", hrópar Kalli. Sápukúlurnar hans Palla eru eins fallegar og léttar, og bangs- arnir blása og blása. Kalli horfir á eftir sápu- kúlunum sínum — og tekur þá eftir bíl. „Það er vörubíll að koma — gættu þín", hrópar hann til Palla. Bíllinn fór um með drunum og spúði svörtum sótmekki frá sér svo að loftið varð alveg svart. „Nú er hann sem betur fer horfinn, svo að við skulum blása fleiri sápukúlur", segit Kalli. En þegar þeir blása nýjar sápukúlur verða þær svartar.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.