Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 49

Heimilisblaðið - 01.05.1973, Síða 49
Kalli og Palli eru oft fljótir að eyða vasapen- ingum sínum. „Við verðum að tæma alla vasa og gá hvort ekki leynast einhvers staðar", segir Kalli. Peir snúa nú vösunum við árangurslaust. „Já, en við eigum sparigrís", hrópar Palli glað- ur. Peir brjóta nú grísinn með hamri og telja peningana. Ein króna — tvær krónur — tvær krónur og tuttugu og fimm aurar. „Við verðum að kaupa nýjan sparigrís fyrir eitthvað af pen- ingunum", segir Palli. En sparigrísinn kostar meira en við eigum, svo að við verðum að fara betur með vasapeningana, sem við fáum næst.“ ,.Ég held að fuglunum þyki vænt um litla þakið, sem við búum til handa þeim, þá vökna þeir nefnilega ekki, þótt rigni“, segir Kalli. Hann og Palli nota síðdegið til að flétta stráþak og setja Það síðan yfir fuglabrettið utan við gluggann. Peir bíða með eftirvæntingu til að sjá viðbrögð fuglanna, þegar þeir sjá að þeir hafa eitthvað að skýla sér undir. Og strax og fer að rigna kem- ur fugl fljúgandi að brettinu. Bangsarnir verða fyrir vonbrigðum þegar fuglinn flýgur á brott með stráþakið á höfðinu.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.