Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 6

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Page 6
Ráðabrugg á laun Smásaga efíir Paul-Louis Hervier. Louise skrifaði tölur. Fjöldann allan af töl- . um í heimilisdagbókina sína. Hún var að gera áætlun fyrir nýbyrjað ár. Hver dálkurinn fyllt- ist á fætur öðrum. Hún lagði saman, margfald- aði og dró frá, hrukkaði brúnir og lagði aftur saman. í djúpurn hægindastólnum við hlið hennar sat Gaston, niðursokkinn í dagblaðalestur. Það var heill stafli af dagblöðum við hlið hans. Loksins var eins og Louise hefði lokið reikn- ingshaldinu, hún lokaði bókinni, og leit upp. „Gaston! Hefurðu tíma til að tala í alvöru eitt andartak?" „Já, væna mín, eins og þér þóknast“, svaraði Gaston og brosti. „Sjáðu nú til. Þú vinnur inn 40.000 franka á ári hjá Cheurer. Ég fæ 20.000 franka í vexti á ári af heimanmundinum mínum. Það gerir samtals 60,000 franka, ekki satt? Húsaleiga, tryggingar, heimilishaldið og skattarnir gera alls 60,000 á ári. Þetta er ekki góð útkoma. Út- litið er ekki bjart, þegár eftir er að reikna með klæðnaði, skemmtunum, gjöfum og öðru því- líku. Það er ekki útlit fyrir, að þú þénir meira, og vextimir af aurunum mírium fara varla hækkandi. . . .“ Gaston brosti ekki lengur. Hann var að hug- leiða það, hvert Louise væri eiginlega að fara með þessu. „Tekjumöguleikamir fvrir nýbyrjað ár eru sem sagt 60.000“, hélt hún áfram. „Hvað verð- ur um litla fallega bílinn okkar?“ „Bíllinn okkar?“ „Já, manstu ekki, að þú sagðir einn góðan veðurdag að við myndum fá okkur bíl?“ „Æjá. . . það var nú þá — við vorum að lesa um það, hvað hægt væri að gera ef maður ynni vinning í happdrættinu". „Carponts-hjónin eiga svo fallegan lítinn bíl“. „Þau hafa átt hann lengi“. „Enda vinnur hann fyrir miklum pening- i um“. Gaston stundi. Blærinn í rödd Louise var : svo óvenju áhrifamikill og bar vott um svo mikið kapp. . . „Við hvað áttu, Louise? Ertu að skopast að mér eða stríða mér? Satt að segja kemurðu mér á óvart. Þú veizt þó hvað ég þræla, og j það er ekki nema hálft ár síðan ég fékk launa- hækkun, þannig að ég get ekki búizt við neinu meira úr þeirri átt“. „Já, það gengur hægt, hörmulega hægt. Við verðum orðin gamalt fólk þegar þú loksins kernst á sæmileg laun. Nú rnáttu ekki halda, að ég álasi þér, því að þú vinnur svo sannarlega vel fy'rir þínu, samkvæmt gömlu aðferðinni. Reglusemi og þröngir vegir eru svo sannarlega virðingarverð fvrirbæri, en þau leiða mann ekk- ert langt. Til er garnalt máltæki sem segir: Vogun vinnur, vogun tapar. Óskin urn að gefa, eiginkonunni lítinn bíl hlýtur að örva eiginmanninn til framkvæmda". „Svo maður tali umbúðalaust, þá ætlastu til þess, að ég fari út í eitthvert gróðrabrall. En þá er líka til garnall málsháttur sem segir: Einn fugl í hendi er betri en tíu í skógi. Og illur ; fengur illa forgengur". „Jæja, þá það“, sagði Louise og stundi, í því sem hún opnaði heimilsdagbókina á ný. „Þá gerum við ráð fyrir sömu upphæðum fyrir komandi ár og Rrir liðið ár. Úr því við höfurn verið ánægð með það, sem við höfurn haft, þá getum við víst orðið ánægð með það áfram". Gaston stóð á fætur og tók Louise í faðm sér. Hann þrýsti henni að sér og sagði: „Þú ert töfrandi og yndileg kona, og að auki skynsöm og gædd miklum reiknings- og skipulagshæfi- leikum. Ég dáist að þér“. Ekki kom Louise oft- 94 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.