Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 7
ar að umræðuefninu um bíl eða gróðbrall, og Gaston hélt að hún heíði gefizt upp við að hugleiða slíkt. Hinsvegar gat hann sjálfur ekki hætt að hugsa til þessa samtals sem þau höfðu og einn góðan veðurdag fór hann að hitta VI'n sinn að máli, Bover víxlara í Rue Lafitte, ðl að fá hjá honum góð ráð. >.Þú kernur einmitt á réttri stundu", sagði Bouver, „því að nú er búizt við miklum hagnaði af Corocoro- og Titapampa-hlutabréfunum. Þú gefur án minnstu áhættu keypt fáein þeirra“. ..Ágætt! Skrifaðu mig þá fyrir hundrað í hvoru fyrirtækinu um sig — á rýmilegasta verði“. ..Ljómandi. Þú getur strax farið að gera ráð fyrir auknum tekjum; þessi hlutabréf gefa góð- an arð, það máttu bóka“.------- Gaston fylgdist nákvæmlega og af spenningi nieð fréttum af gengi hlutabréfa, bæði í blöð- um og úh'arpi, á hverjum degi, og reiknaði út hve mikið hann græddi. Hlutimir héldu áfram að hækka í verði, og einn góðan veðurdag leyfði hann sér að fara að verzla. En svo var það annan dag, að allt í einu varð stöðvun; Bouver hughreysti hann aftur á 1710ti með því, að þetta væri aðeins stundar- E’rirbæri. Og þó. Slæmar fréttir bárust frá Ámeríku, og bréfin féllu í gildi. Það var ekki aðeins, að arður Gastons ryki út í veður og Vlnd, heldur komu einn daginn þau tilmæli, að hann yrði að leggja fram 20.900 franka í peningum. Til þess að geta staðið í skilum, sá hann enga aðra leið en að taka af heimamundi honunnar sinnar. Hann var harla uppburðarlaus þegar hann rölti heim á leið daginn þann. Að vísu var það Louise sem sjálf hafði blásið honum öllu þessu í brjóst upphaflega . . . en samt sem áður. Þegar hann opnaði forstofudymar, heyrði hann hana syngja í gleði og áhyggjuleysi. ^esalings konan mín, hugsaði hann. Það 'erður hræðilegt að þurfa að segja henni þetta. Strax er Louise heyrði til hans, hljóp hún ram og rauk upp um hálsinn á honum. HEIMILISBLAÐIÐ „Ég er búin að elda alveg sérstakan mið- degisverð handa þér í dag“. Æ , , , ekki gerði það hlutverk hans auð- veldara. Hvemig á ég að geta liafið máls á þessu? hugsaði hann. En ég get þá alveg eins komið beint að efninu eins og að fara króka- leiðir. „Louise . ... ég hef .. . því miður . . . slæmar fréttir að færa Þú manst víst, að við töluðum um bíl, og ég gat ekki hætt að hugsa um það...“ Svo sagði hann allt eins og það hafði gengið til og þorði ekki að líta framan í hana, — en ef hann hefði gert það, þá hefði hann séð hvernig hún brosti, rétt eins og hún hefði alls ekki skilið alvöruna í orðum hans — ekki einu sinni þegar hann sagðist þurfa að fá fé af heim- anrnundi hennar. „Jæja, og hvað meira", heyrði hann hana segja. „Taktu þetta ekki svona nærri þér, vinur. Þú getur bara selt þessi fjárans hlutabréf“. „En Louise, skilurðu það ekki — 20,000 frankar. Það er mfkið tap. Við hefðum getað keypt lítinn bíl fyrir þá“. „Ég hef ekkert til að ásaka þig fyrir, Gaston, því ég hef ekki verið hótinu betri sjálf. Þetta sama hefur nefnilega komið fyrir mig, því ég fór sjálf að braska. . ." „Nei, þetta máttu ekki segja, Louise. Æ, nei, þetta er einum of mikið að heyra. . . .“ „Jú, ég skal segja þér hvemig ég fór að. Það var daginn eftir að við höfðum rætt um þetta allt, að ég ákvað að reyna heppni mína. En ég fór ekki eftir snjöllu ráði víxlarans, heldur mínum eigin duttlungum, það er að segja: ég valdi þau nöfn sem mér fannst hljóma vel. Ég valdi Savon de I’Odalisque og Riviere d'argent. Hefurðu ekki tekið eftir þeim í kauphallarfrétt- unum? En það voru önnur, sem Bover stakk upp á, en þau hljómuðu eitthvað svo fjarska ankannarlega . . . ég held ég muni það. . . Corocoi'o og Titapampa, — ég þoldi þau ekki“. „Jæja, úr því þú hefur valið út í bláinn, þá er ekki nema von þú hafir tapað", sagði Gast- on. „Maður verður þó að fara eftir þeim ráð- um, sem maður fær hjá þeim, sem bera skyn- bragð á hlutina". 95

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.