Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 8
Stundum er ein báran stök Morgun hvern þegar Bournésa lagði af stað á skrifstofuna, fylgdi konan hans honurn til dyra með þessa aðvörun: „Farðu nú gætilega, svo að ekkert komi fyrir þig. . . .“ „Vertu bara róleg“, svaraði hann þá jafnan, reglulega. Bournése var stundvís og skyldurækinn, en hann var ekki einn þeirra sem kunna að oln- boga sig áfram til mikilvægra trúnaðarstarfa. Hann var einum um of hlédrægur og feiminn, í stuttu máli sagt, eitt góðu barnanna, sem ekki biðja um neitt og fá heldur ekkert á aðra hönd. „Þú nærð því aldrei að afla alminnilegra tekna", sagði konan hans. „Þú stritar og puð- ar fvrir helming af þeim launurn sem aðrir í sambærilegri stöðu fá. Þú gætir þó farið fram launahækkun!" Ef ég hefði verið einn míns liðs, hugsaði hann bitur, þá hefði ég þó verið glaður og ánægður með það sem ég hef. En þegar maður „Það er auðheyrt, að þú skilur það ekki, að ég er búin að græða stórfé. Hlutabréfin mín hækkuðu í verði, þegar önnur féllu, og ég kom þeim í verð þegar ég hafði grætt nógu mikið og áður en þau fóru aftur að falla í verði“. Louise tók fram heimilisdagbókina sína og hóf lesturinn: „Þú hefur sem sagt tapað 20.000 frönkum, en Konan — sem — vildi — fá — bílinn hefur grætt 60.000 = 40.000 hreinn hagnaður. Þetta er ekki sem vitlausast. Þú manst víst hvað það var, sem við ætluðum að kaupa, þegar við fengjum stóra happdrættis- vinninginn? Nú er vinningurinn kominn! Eig- um við ekki að búa til óskalista?“ „Fyrst kaupum við bíl, ha?“ „Kjáni! Ég var í bílasölunni í dag til að svip- ast urn eftir vagni. Það er einn, sem mér fannst sérlega fallegur. Á morgun förum við og sjáum, hvort þér lízt ekki vel á hann líka“. býr með ágengri og hégómagjamri eiginkonu, þá þénar maður aldrei nóg. Hann starfaði á ferðaskrifstofu, dagdraumar hans snerust allir urn fjarlæg ríki og lönd, sem hann seldi far- seðla til á degi hverjum; en þegar hann var búinn að selja alla farseðlana og marglesið áróð- ursbæklingana, var hann alveg eins ánægður og þótt hann hefði sjálfur ferðast um öll þessi lönd og litið þessa Éögru staði. Þetta gat konan hans alls ekki skilið. Hún botnaði ekkert í því, að hann skyldi geta gleymt áhyggjum daglegs lífs í félagsskap góðrar bók- ar; og öllu fremur fór það í taugarnar á henni, að hún skyldi ekki geta rifið hann upp úr þess- um sljóleika hans, eins og hún kallaði það. Mathilda var kona með eld í æðum, og rnaður hennar varð að afhenda henni laun sín eins og þau lögðu sig þann fvrsta hvers mánaðar. Ef hann hafði verið svo óheppinn að mölva eitt- hvað eða skemma, og það átti sér því rniður oft stað, þá lét hún hann borga það af knappt afmörkuðu vasafé hans. Það var nefnilega sá galli við Bournése, að hann varð sem allur annar maður þegar liann var kominn inn fyrir þröskuld heimilisins. Óð- ara en hann heyrði rödd Mathildar, varð hann klaufskur og skelfdur, líkamsburðir hans urðu að engu, hann bókstaflega féll saman. Hend- umar létu ekki að stjóm, og þess vegna glopraði hann öllu niður, sem hann hélt á. Undir borð- um óhreinkaði hann dúkinn, og í vandræðum sínum út af því arna velti liann urn koll glasi eða jafnvel flösku. Hann vár engu líkari en sirkusfífli í grínþætti, þegar hann fálmaði út í loftið eftir postulinsdisk, sem hann var í þann veg að glutra niður í gólfið. Þegar hann þurfti að standa skil á því sem hann hafði keypt hjá slátrara eða bakara, gleymdi hann hinni nákvæmu upphæð, og af- leiðingin varð sú, að Mathildur hafði hann grunaðan um að „draga undan“ handa sjálfum sér. Það, að hann stamaði og rak í vörðumar, þegar hann þurfti að gefa skýringu, studdi að- eins grun hennar. „Ég skil ekki hvar ég hef haft augun, þegar J ég giftist þér, öðrurn eins klunna og aula“, 96 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.