Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Qupperneq 9

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Qupperneq 9
sagði hún í kvörtunartón, og slík kvörtun var iðulega formáli að langri bunu kvartana, senr nianngarmurinn kunni þegar utan að fyrir löngn.--------- Oðru máli gegndi á skrifstofunni, þar sem hann var í góðu áliti rneðal allra. Yfirmenn- nnir komu ætíð til hans, þegar þeir þurftu að fá nákvæmar upplýsingar, og þegar bjarga þurfti einhverju við á kænskulegan hátt, var hann allt- af hafður með í ráðurn. Það var honum líka mikil] sh’rkur, þegar fólk hlustaði á það sem hann sagði, án þess að grípa sífellt fram í fyrir honuni, eins og Mathildur var vön að gera. Þegar þau giftust, hafði Mathildi langað til þess að þau leggðu smávegis' til hliðar í mán- uði hverjum, svo að þau gætu einhvem tímann heypt sér lítið hús með garði í útjarði bæjar- 'ns. Hún ætlaði sér að annast garðinn, og hún ætlaði að vinna sér inn aukaskilding með saumaskap; en þessa draurna hafði hún fvrir löngu látið lönd og leið. Þeir urðu ekki annað en fjarlægar hillingar, því að Bournése nálg- aðist sextugt hröðurn skrefum.---------- Kvöld eitt, þegar hann ætlaði að skáskjótast yhr götu í þokumettuðu rigningarveðri, tók hann ekki eftir bíl einum sem kom á móti hon- Urn> fyrr en bílstjórinn blés allt hvað af tók. Hann varð skelfdur og vék aftur á bak — beint 1 veg fyrir annan bíl, sem kom úr gagnstæðri att. Aður en hann gat áttað sig á því, sem §euzt hafði, lá hann á götunni og fólk safnað- ist unrhverfis, til að sjá hvað hafði komið fyrir. Það var farið með hann á sjúkrahús, og þá túk hann fyrst að þjást svo að um munaði. Það var eins og allar heimsins kvalir hefði safnast fyrir í hægra fæti hans. Mathildur kom ® s)á hvað honum liði, og hún virtist helm- lngi dekkri og illyrmislegri ásýndum í svörtu kapunni en venjulega, þama sem hún stóð lnnan um hvítklæddar hjúkrunarkonumar. »Var ég ekki búin að segja þetta! Hvað er eg ekki búin að aðvara þig oft! O, ég hef svo sern aMtaf mátt eiga von á því, að það endaði nieð því að illa færi fyrir þér, svo óheppinn Sern þú alltaf ert. . .“ Hann lygndi augunum ^ E I M I L I S B L A Ð I Ð þreyttur og lét sém hann svæfi, til þess að heyra síður harmatölurnar í henni. Daginn eftir var fóturinn tekinn af honum, og Bournése var mjög miður sín við tilhugsun- ina um framtíðina, einkurn hvað snerti ásakanir Mathildar. En svo einn góðan veðurdag kom einn af samstarfsmönnum hans og tjáði hon- um, að forstjórinn hefði hugsað sér að styrkja hann með því að leggja 20 þúsund franka inn á bankabók handa honum i þakklætisskyni fyrir langa og dygga þjónustu. Þessi vitneskja endurvakti að nokkru lífslöngunina hjá Bour- nése. í skaðabætur fyrir misstan fót voru honurn að auki dæmdir 100 þúsund frankar. Og dag- inn sem hann tilkynnti Mathildi, að hann hefði í hyggju að kaupa lítið hús uppi í sveit, góndi hún orðlaus á hann. Aldrei fyrr hafði hann vogað sér að taka ákvörðun, án þess að spyrja hana fyrst, allra auðmjúkast, hvort hún, vildi vera svo góð að samþykkja hana. Bournése æfði sig nú af kostgæfni við að ganga á nýjum tréfæti, og þegar voraði, fór hann í ferðir um nágrenni Parísar, unz hann að lokum ákvað að kaupa lítið hús í Goumay. Það var stór garður umhverfis liúsið, alla leið niður að ánni, en þar sigldu farþegaskipin fagurleg á að sjá. Mathilde virtist búin að glevma því að þenja sig gegn honum. Hún tók þegjandi og athuga- semdalaust við ákvörðunum hans og mændi næstum í undrun á þennan sjálfsörugga og ró- lega mann sem hún hafði fengið heim af spítal- anum í stað hins fvrri stamandi og klaufska eiginmanns, sem einn daginn hafði farið að heiman og orðið fyrir jafn örlagaríku umferðar- slysi. Nú eru þau flutt inn í litla og snotra húsið sitt. Nágrannar þeirra dást að hinu góða sam- komulagi í þessu einstaka hjónabandi. Og fólk sem á leið framhjá, það undrast það hve húsið og garðurinn hlýtur góða umönnun. Boumése lítur eftir þessu öllu, ásamt stóra hundinum sínum sem fylgir honum hvert sem hann fer og aðstoðar hann við að halda óboðnum gest- um sæmilega fjarri. 97

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.