Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 13

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 13
vænginn við unnustu annars manns; nema þá því aðeins, að sá maður væri einhver þrjótur. Sem sagt: Það var nauðsynlegt að gera Ray- niond að þrjót, og Paddy dó ekki ráðalaus. — Eitt kvöldið hitti Bill hana í garðhúsinu. Hún var klædd dökkurn kjól, og það stóðu tar í augurn hennar. Þarna sat hún og þurrk- ^aði sér frarnan í með litlum vasaklút. „Paddy — elsku Paddy mín, hvað amar að þér?“ spurði hann óðara, settist við hlið hennar °g reyndi að sjá framan í hana. Paddy hristi höfuðið í örvinglun, en Bill lagði handlegginn hughreystandi á öxl henni °g þerraði augu hennar með vasaklútnum sín- um. Síðan klappaði hann róandi á hönd henn- ar> á rneðan hún jafnaði sig smám saman og gratur hennar varð að sundurlausu snökti. »Segðu mér, hvað það er“, sagði hann. „Það er hann Ravmond . . hóf hún máls gegnum ekkann. „Raymond? Hvað með hann? Er hann veik- ur?“ „Nei“, svaraði Paddy, og varir hennar skulfu. „Hann . . . hann er búinn að gifta sig“. „Hvað scgiiðu?" Bill greip traustataki um Eáðar axlir hennar. „Segðu mér strax hvar hann kýr, og ég skal fara á hans fund og láta hann v'ta hver ég er, þannig að hann gleymi því ekki“. „Nei, nei, Bill“ mótmælti Paddy. „Hann vúl að ég fari á brott með sér. Konan hans hefur aldrei skilið hann . . .“ »Ég skal þá sjá til þess, að hún komi til með skilja hann“, sagði Bill. „Það var sem sagt pess vegna, sem hann sagðist ekki geta kvænzt íjrr en eftir tvö ár. Mér fannst það líka skrýtið, Pegar þú sagðir mér frá því“. „Já, en — hann elskar mig“, sagði Paddy anmkunarlega. Bill sneri sér hvatlega að henni. „Hamingjan góða, Paddy, þú hefur þó ekki hugsað þér. . . n getur þó ekki . . . nei, það getur ekki verið". »Já, en Bill, hvað á, ég að gera?“ spurði Paddy oörugg. Bil] tók urii axlir henni. „Þú skrifar til hans P^§ar í stað og segir honurn, að allt sé búið ykkar í mnii!“ „Já, Bill“, svaraði Paddy auðmjúk. „Og svo skaltu vera hughraust stúlka og gleyma þessu öllu“, sagði Bill og bætti við: „Ef þér finnst þú vera einmana og þarfnast ein- hvers til að hafa ofan af fyrir þér, þá er ég allt- af reiðubúinn, það veiztu. Ef þú kærir þig um, þá get ég haft ofan af fyrir þér frá morgni til kvölds. Eins lengi og þú vilt. Og þegai þú vilt. Þú skalt ekki fá tíma til að sökkva þér niður í sogir og áhyggjur". Andartak fann Paddy til sektarkenndar, en síðan yppti hún öxlum. Var ekki sagt sem svo: „í stríði og ást ei allt leyfilegt? Góður tími fór í hönd. Bill kom um hverja helgi og sótti hana. Þau fóru í gönguferðir, óku saman, dönsuðu og léku tennis. Það var eins og Noreen væri ekki til og hefði aldrei verið til. Þau minntust aldrei á Raymond, og Paddy hafði næstum því gleymt honum. Bill var svo elskulegur við hana á allan hátt, að Paddy gat ekki látið sér annað til hugar koma en að hann elskaði hana. Umhugsunarsemi hans í hennar garð var enganveginn eins og hjá bróður til systur. Hún var . . . já, einmitt eins og hún átti að vera. Svo var það einn daginn — það kom svo á óvænt, að Paddy var alls ekki undir það búin. Þau sátu saman í garðhúsinu, og Bill tók allt í einu utan um hendur hennar. „Paddy", sagði hann. „Ég elska þig. Segðu mér, ástin mín, myndirðu . . . gætirðu hugsað þér að . . .“ Paddy sat kvrr og hljóð. Þessi stund hefði getað verið, já, hefði átt að vera fegursta stund- in í lífi hennar. En það var hún engan veginn. — Þetta sem hún hafði sagt Bill ósatt skyggði á allt. Hún hafði á kaldrifjaðan hátt gabbað Bill, gert hann afbrýðissaman og ákallað vernd hans — og afleiðingin var það, sem hann sjálfur hélt að væri ást. En Paddy gat ekki trúað því. Tilfinningar hennar voru þannig, að hún gat ekki búizt við ást af hans hálfu, ást sem var til komin vegna dáraspils af hennar hálfu. Nú varð hún að vera heiðarleg gagnvart honum. Heimilisblaðið 101

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.