Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 18
Hefnd hennar Smásaga eítii Brandon Fleming. Ein bezta vinkona Veru Lawton ákvað að segja henni álit sitt á framkomu hennar. „Einn góðan veðurdag hefnist þér, Vera, enda áttu það skilið". Vera Lawton — sem var af ýmsum talin fegursta konan í London — hallaði sér aftur í stólnum og hélt áfram að reykja sígarettuna sína. „Heldurðu það?“ Hún hafði þessa draum- lyndu og dulu rödd, sem verið gat áhrifamikil og viðkunnanleg. „Því þá það?“ „Vegna þess að þú ert réttur og sléttur þjóf- ur“. Vera hló við. „Þú ert reglulega skemmtileg", sagði hún hin rólegasta. „Það er verst að ég skuli ekki geta boðið þér að borða með mér, en ég þarf bara að fara að heiman“. „Já, og ég þykist vita að þú þurfir að hitta Tom Brast“. „Einmitt — en hvað þú ert skarpskyggn". „Ég kom hér við í dag, Vera, til þess að segja þér álit mitt á þér. Þú ert gersamlega hjarta- laus og samvizkulaus. Tom Brast lifði hamingju- sömu fjölskyldulífi en nú hefurðu eyðilagt lieimili hans, rétt eins og þú hefur farið með heimili annarra, Strax og þú sást hann fyrst, þá ákvaðstu að þú skyldir ná í hann, og þér hefur tekizt það“. „Tom er alveg dásamlegur", sagði Vera blíð- lega. „Hann var hamingjusamlega kvæntur maður, þangað til þú komst til skjalanna og ruglaðir hann í kollinum". „Nei, það var hann þó sannarlega ekki“, svaraði Vera. „Hann hélt bara, að hann væri það. Hann elskar mig þúsundfalt meira en hann hefur nokkumtíma elskað þessa leiðinda- konu sem hann á“. „Mildred Brast er einhver ágætasta og elsku- legasta kona sem fyrirfinnst". 106 „Því get ég svo sem trúað. En menn kæra sig ekkert um ágætar og elskulegar konur. Þeir vilja fá fegurð“. . . . Vinkonan leit á hana með aðdáun, sem var henni þvert um geð. Já, hún var næsturn ólýs- anlega fögur; þeim, sem ekki vissi betur, myndi vera ógjörningur að trúa öllu því ljóta, senr um hana var sagt. „Já, það er nú það hörmulega við það allt. Þú ert alltof falleg. En af öllu þ\-í illa, sem þú hefur gert, hefurðu aldrei sýnt á þér verri hlið en þegar þú ginntir mann Milred Brats frá henni“. Vera Lawton drap í sígarettunni sinni í ösku- bakkánum og virtist orðin óþolinmóð. „Hættu þessum predikunum. Ég nenni ekki að hlusta á þær lengur, og þær hafa ekkert að segja fyrir mig. Sízt af öllu frá þér“. Vinkonan J'ppti öxlum. „Ég er líka búin að segja það sem ég ætlaði mér, og ég er farin“. Þegar til kastanna kom, átti Tom Brast mjög bágt með að koma orði út úr sér. „Mildred — mér þvkir fjarska fyrir því að særa þig, en þú hlýtur að hafa búizt við því, að þessi stund rynni upp. Ég veit, að ég er mesti þrjótur, en við því er ekkert að gera; þetta hefur nú einu sinni gerzt“. Hún leit einbeitt á hann. Hún var mjög ró- leg. Ef hún hefði ekki verið jafn föl og hún var, hefði mátt ætla, að hún heðfi varla áhuga á umræðuefninu. „Jæja, Tom“. „Ég hefi í hyggju að yfirgefa þig. Þú getur farið fram á hjónaskilnað þegar í stað; ég skal ekki revna að verja mig“. Stilling hennar kom honum mjög á óvænt; hann hafði búizt við uppsteyt og var reiðubú- inn til að taka honurn, en hún sýndi ekki hinn minnsta vott hugaræsings. HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.