Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Side 22

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Side 22
Vera sat kyrr og gerði enga tilraun til að hreyfa sig. Hún fann til svima og sárrar þreytu. Þegar hún leit á armbandsúrið sitt demant- skreytta, sá hún, að það var aðeins klukkustund þangað til hún átti að hitta Tom Brast á brautarstöðinni. Hún féll í beiskan grát, en konan andspænis henni skipti sér ekkert af því. Að lokum kast- aði hún sér ofan á rúrnið, örmagna eftir grát- inn. Ekki sá hún Mildred Brast aftur þennan dag. Hún neitaði að taka við þeirn mat, sem henni var færður, og henni fannst tíminn óendanlega lengi að líða. Þegar konan mæltist til þess, að hún tæki á sig náðir, þá hlýddi hún því, vél- rænt. En það var ekki fyrr en undir morgun sem hún féll í órólegt mók. Konan vakti liana og gaf henni kaffibolla. Hún var orðin mjög þurr í hálsi og hýrnaði ögn við það að fá eitthvað að drekka. Þegar því var lokið, svipaðist hún um eftir fötunum sín- um, en þau voru liorfin, og þegar hún krafðist þess reiðilega að fá fötin, var henni ekki svarað neinu. Eftir örfáar mínútur tók að síga á hana svefnhöfgi. Mildred Brast gekk inn í herbergið. „Góðan dag, Vera“, rnælti hún. „Hvemig fannst }fður kaffið? Það var þó deyfilyf í því“. Vera reyndi árangurslaust að rísa upp. „Þegar þér nú sofnið eftir skamma stund, Vera“, hélt Mildred áfram, „þá meðhöndlum við svolítið yðar fagra hörund — og þannig komum við yður til að líkjast gamalli konu“. Vera reyndi allt sem hún gat til að berjast gegn svefninum. En hún gat hvorki hreyft sig né talað. ,Það er enginn spegill í þessu herbergi“, hélt Mildred áfram, „þannig að þér getið ekki spegl- að yður fyrr en þér komið heim til yðar. Svona, nú sofnið þér“. Hversu svo sem Vera reyndi, þá gat hún ekki staðist áhrif svefnlyfsins. Og þegar hún var fallin í svefn, nuddaði Mildred Brast glær- um vöka um andlit hennar. . . Vera vaknaði og reyndi að lyfta höndunum upp að andlitinu, en árangurslaust, því' þær voru bundnar niður með síðunum. Hún var heit í framan, og hana sveið í liörundið. Húrt féll í grát, og þessa nótt kom henni ekki blund- ur á brá. Næsta morgun vildi hún ekki snerta kaffið, og þegar Mildred Brast kom, þá brauzt út úr henni samhengislaus straumur af reiði- og hót- unarorðum. En Mildred hló aðeins miskunnar- laust. „í dag reynurn við enn annað“, sagði hún. „Vitið þér, Vera að til er aðferð til að eyði- leggja augnabrúnirnar þannig að þær vaxa ekki aftur? Það er gert með sýru, og þegar þér kom- ið heirn og lítið í spegilinn, þá sjáið þér árang- urinn. En þér ættuð að drekka kaffið, því að annars læt ég yður fá klóróform — með valdi“. Grátandi sötraði Vera kaffið, og þegar hún vaknaði aftur, var hún með bindi um ennið. Þegar leið að hádegi kom konan inn með fötin hennar og hjálpaði henni að klæðast. Hún gat varla staðið í fæturna. Þegar því var lokið, voru hendur hennar bundnar aftur með síðun- um og farið með hana niður stigann. Mildred Brast stóð iðri í forstofunni með sigurbros á vör. Án þess að segja orð tók hún umbúðirnar af enni Veru. Síðan rak hún upp miskunnarlausan hlátur. Því næst tók hún klæðisplagg af smáborði við hlið sér. „Hér er þétt slæða, sem þér getið borið þangað til þér komizt heim. — Hvernig finnst yður nú, Vera, að hafa misst það sem var yðui dýrmætast? Það er ekki nema sanngjarnt að þér fáið að kynnast þeirri tilfinn- ingu, sem þér hafið aldrei hikað við að láta aðra finna fyrir“. Hún gekk fram að dvrunum. Konan snerti við öxl Veru. „Vaginn stendur þarna“, sagði hún snöggt. Hún kom slæðunni fyrir andlit Veru og kom henni út fyrir dymar. Úti fyrir stóð stór og lok- aður vagn; hún hjálpaði henni inn í baksætið; síðan settist hún sjálf fram í og ók af stað. Tveim tímum síðar nam vagninn staðar fyrir utan bygginguna þar sem Vera bjó. Henni til mikillar ánægju var dyravörðurinn farinn upp með lyftunni, þannig að hún gat sloppið óséð inn í íbúðina sína. 110 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.