Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 24
KONAN í DRAUMI HANS
Eftir Alice Dwyer-Joce.
Ég reikaði í hægðum mínum niður eftir Reg-
ent Street og sveigði út á Piccadilly, og var að
velta því fyrir mér hve kostulegt það væri að
hafa Ckkert fyrir stafni. Ég var í bókstaflegri
merkingu atvinnulaus. Óneitanlega átti ég enn-
þá mína ágætu handsaumuðu skó og ýmsa aðra
verðmæta hluti, enda þótt „Matvöruverzlun
Richards Penletons“ væri ekki lengur í eigu
fjölskyldunnar, og þótt hann afi minn, Ric-
hard Penleton fyrsti, hlyti að snúa sér í gröf
sinni við þá tilhugsun eina saman. Hann hafði
stofnsett fyrirtækið á jafn yfirlætislausan hátt
sem að setja upp matjurtargarð á baklóð, rækta
þar ávexti og grænmeti og umbreyta þeim í
sultur, mauk, súpur og kjöt með grænmeti í
stórum eirkötlum inni í eldhúsi hjá sér. Pabbi
var vanur að segja, að hann væri maður for-
sjáll, enda voru þau orð letruð undir brons-
styttu hans í eðlilegri stærð, sem stendur nú
fyrir framan verksmiðjubygginguna. Þegar hann
lézt, hafði hann komið upp verksmiðju þar
sem störfuðu þúsund manns, og nafn hans var
þekkt um víða veröld sem tákn hins fullkomn-
asta í niðurlagningariðnaði.
Hann sá um, að faðir minn fengi góða
menntun, og var hreykinn þegar sonurinn
kvæntist dóttur manns, sem var meðlimur Kon-
unglegu akademíunnar. Það þýddi, að fjölskyld-
an var á uppleið í mannvirðingarstiga þjóðfé-
lagsins og að fjámrunir þeir, sem menntun föð-
ur míns hafði kostað, höfðu ekki lent í súginn.
Móðir mín var heilsuveil, og faðir minn
sagði, að hún gerði hvað hún gæti til þess að
ég yrði það líka. Hún hafði fengið það í kollinn,
að ég væri lingerður aumingi, og þegar ég var
orðinn of stór til að láta bamfóstru sjá um
mig, vildi hún láta ráða mér einkakennara. En
þá setti faðir minn hnefann í borðið og sendi
mig í heimavistarskóla, en þaðan var ég sendur
í einn af okkar þekktustu háskólum. Þar var
reynt allt hvað hægt var til að steypa mig í
mót hins hefðbundna. Árangurinn varð rétt í
meðallagi.
— Ég vona, að þú hafir hér hjá okkur þrosk-
að með þér tilfinninguna fyrir því, sem hefur
raunverulegt gildi í lífinu, Pendleton, þótt ekki
væri annað, mælti rektor, þegar ég var kallað-
ur inn á skrifstofu hans áður en ég kvaddi
skólajnn. — En prófeinkunnimar þínjar eru
ekkert til að vera sérlega hreykinn af.
Hann brosti daufu brosi, og ég endurgalt
það í sömu mynt.
— Má vera, að þér vegni betur í viðskipta-
heiminum, sem ég þykist vita að þú komist í
kynni við innan skamms. Ég hef oft velt því
fyrir mér, hvort maðurinn sé hamingjusamari
við það að berja þekkingu inn í kollinn á ungl-
ingum fyrir 500 punda árslaun, eða við að
senda gulrætur á heimsmarkaðinn gegn 5000
punda upphæð í aðra hönd.
Ég leit þungbrýnn á þessa gömlu höfðingja-
sleikju.
— Ég myndi glaður vilja skipta á aðstöðu
við vður, herra, sagði ég. Ég myndi feginn vilja
láta þann Jagúar-bíl, sem ég á í vændum, í
skiptum fyrir skikkjuna yðar og skólameistara-
húfuna. Hann reis á fætur og sló saman hönd-
um undir skikkjunni.
— Égkann-ekki við framhleypni, Pendleton,
sagði hann — og það að ástæðulausu, því ég
hafði bara talað sannleikann.
Þegar frá því ég var átján ára hafði ég haft
yndi af því að sitja tímunum saman við það
að setja saman háfleyg orð á pappír, ellegar
mála skærum litum á léreft. Það kom fram
gráum hárum á höfði föður míns, sem sagði að
112
HEIMILISBLAÐIÐ