Heimilisblaðið - 01.07.1974, Qupperneq 27
mundir. Það var í stíl við ljósskolleitthár henn-
ar °g dimmblá augun. Slúðurdálkar dagblað-
anna og myndaritanna fitnuðu eins og púkinn
a fjósbitanum, þegar við sáumst saman opin-
berlega. Þá birtust myndir af henni á dansgólf-
lnu a Savoy í örmum mér, og undir stóð: „Er
Jane loks búin að segja já?“ „Allir vita, að eftir-
sóttasti ungkarl borgarinnar, Dicky Pendleton,
hefur fallið fyrir hinum ljósa yndisþokka ung-
Carr. Verður það samsuða bómullar og
matvöru á næsta ári?“
Ég sat einsamall í stofu minni. Viskíið hafði
r°að taugamar agnarögn, og ég hugleiddi hvort
það væri heimska af mér að biðja ekki Jane að
giftast mér. Hún myndi örugglega segja já, það
sögðu að minnsta kosti allir vinir mínir, — en
tú hvers myndi það leiða? Við myndum um-
gangast sæg þekktra, ungra og ríkra manna og
hvenna, og ef við eignuðumst dóttur myndi
hún í fyllingu tímans taka þátt í samkvæmis-
hfínu með brauki og bramli og fylla húsið
°kkar fyrir utan borgina af slíku samneyti . . .
samkvæmum sem myndu kosta minnst 3000
Pund, og að auki k\-eðja til dýrustu og beztu
úanshljómsveitir sem fyrirfyndust. Jane vrði
ekki gömul á virðulegan hátt. Ég sá hana fyrir
múr í selskap dóttur okkar. Hún mvndi berjast
'onlausri baráttu við árin . . . svo grönn, að
hún virtist í raun horuð — hár liennar glans-
aust — andlitið merkt rúnum andvökunátt-
auna. Sjálfur myndi ég auðvitað ekki líta hætis-
út yngri út. Að öllum líkindum myndi ég
'úðast yfirmáta taugaveiklaður eftir allar til-
aaunimar til að halda Jane burtu frá svefn-
lerbergjum vina minna. . . — Nei, það var
ekki hún, sem ég þráði að lífsförunaut. Það
úaut að vera hægt að fá eitthvað betra út úr
fúverunni en það, sem hún gat boðið mér.
Olga var önnur manngerð. Ég hafði hitt
Olgu í Listakademíunni, eða öllu heldur, hún
lafði fekið mig tali fvrir framan eitt af snilldar-
verkum Stanleys Spensers. Hún var með dökkt,
eff hár, sem var klippt þvert yfir augun og
óh niður um herðar. . . Hún gekk í níðþröng-
11111 huxum utan yfir grönnum mjöðmunum;
Vlðri hlussú ið efra. Ég hafði tvisvar komið
heim í íbúðina til hennar, hitt vini hennar og
rabbað um listir. Ég hafði fengið kaffi, og ég
hefði einnig getað fengið Olgu, en mér var
ljóst, að það var ekki heldur hún, sem ég þráði.
Ég var rómantískur, og ég fann, að einn góðan
veðurdag myndi ég hitta hana, stúlkuna mína.
Kannski myndi ég koma auga á hana í mikilli
mannþröng, og þá myndi ég vita það þjegar í
stað, að það væri hún. Það myndi vara um alla
eilífð. En þar til það gerðist hefði ég sem sagt
Jane til að drepa tímann með.
Ég fór inn á bað, fór undir steypuna, rakaði
mig og var lengi að klæða mig, því ég fann enn
fyrir áhrifum viskísins. í morgun fékk ég tíma
hjá H. G. vegna óttakastsins, og það gekk allt
vel. Ég var búinn að vitja hans um þriggja
mánaða skeið, reglulega, og hann skrafaði um
þunglyndi, óttaköst og kvíða. Einn daginn gaf
hann mér sprautu í handlegginn, og í hugar-
ástandi sem nánast var meðvitundarleysi laun-
aði ég honum með því að rifja upp björgunina
á áhöfn olíuskipsins. Hann hélt það myndi
hjálpa mér eitthvað, en ekki var að sjá að það
brevtti neinu um ásigkomulag mitt. Mér fannst
H.G. hafa áhyggjur af því, að mér virtist ekkert
skána, og honum hafði stólega létt, þegar hann
heyrði að ég ætlaði að varpa frá mér verk-
smiðjurekstrinum.
Klukkan hálfníu hringdi ég bjöllunni hjá
Jane, og hún kom sjálf til dyra, sveipuð bað-
handklæði.
— Fyrirgefðu, ástin, sagði hún brosandi. Ég
var úti að drekka te með Belindu og kom svo
seint heim. Fyrirgefðu mér. Fáðu þér í glas og
setztu á meðan. Ég vprð ekki lcngi. Ég læt
dymar standa í hálfa gátt, svo þú getir sagt
mér hvemig það er að vera milljónamæringur
og iðjuleysingi.
Hún lét handklæðið síga á freistandi hátt á
meðan hún stikaði yfir stofugólfið á háum silf-
urhælunum, og andartak stóð ég og starði nið-
urfvrir mig gmflandi út í það, hvort eitthvað
væri athugavert við mig, úr því mig langaði
ekki til að elta hana svona heillandi sem hún
var. Og minna mátti sjá en það, að það var
einmitt sem hún ætlaðist til, ða ég gerði. Ég
héimilisblaðið
”5