Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 32

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Síða 32
Ekkert jafnast á við að hjóla á tvímenningsreið- hjóli. Það fannst Kalla og Palla. Þeim finnst gaman að þjóta af stað eins og þeir gera í dag. Allt gengur vel þangað til þeir koma að krossgötum. „Við eig- um að fara þessa leið,“ heldur Kalli fram. „Nei, við eigum að fara hina leiðina," segir Palli, „og ég á að ráða, því að hjólið á ég.“ Hvorki ættu lítil börn eða litlir bangsar að rífast, en það leit út fyrir að þetta yrði leiðinda rifrildi, sem endaði með því, að Kalli skrúfaði annað hjólið af reðhjólnu. Palli fjarlægði hitt hjólið og svo héldu þeir hvor í sina áttina. Kalli og Palli eru á leið til tannlæknisins, en vilja helzt snúa við heim. En hræðslan við skemmdu tennurnar knýr þá áfram. „Nei, Kalli og Palli, sitjið þið hér I biðstofu tannlæknisins skjálfandi af hræðslu? Þið þurfið ekkert að óttast." Dyrnar opnast og flóðhesturinn hefur lokið heimsókn sinni hjá lækninum. „Þá er komið að okkur," stamat Palli, stjarfur af hræðslu, og Kalli er ekki síður hræddur. „Næsti!" kallar tannlæknirinn úr dyrun- um. „Merkilegt," tautar hann, „mér heyrðist ég heyra raddir hér áðan, en nú er hér enginn."

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.