Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 20
KONAN í DRAUMI HANS Eftir Alice Dwyer-Joce. Nú var orðið allmargt um manninn í kirkjunni, og ég tók eftir því, að fatn- aður svipaður mínum var enganveginn. óalgengur meðal þessara jarðarfarar- gesta. Margir þeirra ditu út eins og þeir kæmiu beint frá vinnunni, til þess að auðsýna hinum látna viröingu sína. Síðan var tekið að syngja „Hærra, minn Guð, til þín“, og ailir stóðu á fætur. En mér fannst allt umhverfið snúast fyrir augunum á mér og bjóst við því að liði yfir mig þá og þegar. Ég greip föstu taki í bekkinn fyrir framan mig og vonaði það eitt, að ég kæmist hjá því að valda hneyksli; og þá hætti um- hverfið að snúast. Orgeitónarnir lækkuðu og urðu sem hvísl, en djákninn opnaði vængjahurð- ina og festi þær til hliðanna. Ég leifc við og sá ungan prest ganga inn í hvít- um messuklæðum. Hann var hrafn- svartur á hár og hélt á bænabók uppvið brjóstið. „Ég er upprisan og lífið. . .“ hóf hann máis. Rödd 'hans var djúp og þrungin til- finningu, og hinn þekktu orð hljómuðu nánast sem sigursöngur. Kistan var borin framhjá bekknum þar sem ég sat, og svo var að sjá á þeim sem fremstir báru, að hún væri þung. Grátt hár þeirra var sem silfur í daufum kirkjubjarmanum. „Drottinn gaf, og Drottinn tók. Sé nafnið Drottins vegsamað“, hljómaði rödd prestsins. Aftasti líkmaðurinn mín megin var með járnkrók í handar stað. Hann var tiltölulega ungur, var með svart hár og gróskumikið yfirskegg. Hann var her- mannlegur í hreyfimgum, starði beint fram fyrir sig og var uppleit-ur. Mér varð litið á konuna, sem gekk ein á eftir kistunni. Henni varð litið á mig andar- tak, oig ég sá hin alvarlegu og dökkn augu hennar. Hún gekk hægt inn kirkjugólfið, lotnu höfði, klædd svörtu . . . í einfaldri kápu, sem mér fannst hljóta að vera gamaldags, jafnvel hér í þorpinu. Á höfði bar hún iítinn svartan fjaðrahatt, og svart hárið var sett upp í hnút að aftan. Andlit konunnar var hvítt eins og marmari, og svört augn- hárin brugöu skugga yfir áugun þegar hún lokaði þeim. Á efitir henni gekk kona, sem hélt í höndina á litlunr dreng, en á eftir þeim komu tveir menn, toginleitir og alvarlegir á svip. KistuniU var komið fyrir á skemlunum, og djákn- inn gekk nokkuð hratt inn gólfið með tvo kransa rauðra og hvítra rósa, sexn hann lagði á hana. Síðan gekk kórinn inn, tveir og tveir saman, drengirnir fremst. Hinar ungu raddir þeirra upp' hófu sálminn „Hærra, minn Guð, hærra til þín“. Allt var þetta eins og í draumi. Ég sneri mér að manninum sem sat ti| hliðar við mig. — Hver er þessi svartklædda kona? hvíslaði ég, og hann lyfti brúnum og leit á mig undrandi. — Það er hún ungfrú Liz, hvísiaði hann aftur með skoskum framburði, en ég hlýt að hafa iitið skilningssljór út, því hann bætti við: Dóttir prestsins . • • þess sem verið er að jarðsyngja. Þetta virtist allt taka óendanlegan 56 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.