Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 28
Við. sem vinnum eldhússtörfin Ef ykkur langar til að bjóða gestum í góðan en ódýran mat, þá skuluð þið prófa einhvern af eftirfarandi réttum úr hökkuðu kjöti. Það er nauðsynlegt að krydda þessa rétti vel og nota e.t.v. ofurlítið vín. MOUSAKA (grískur réttur) V2 kg hakkað kjöt (lambakjöt eða jafna hluta af svína- og nautakjöti). 1 meðalstór saxaður laukur smjör, olífuolía 1-2 glös hvítvín eða kjötkraftur, salt, pipar. 1 dós tómatar, 1 búnt steinselja (söxuð) eða rifinn ortur, hveiti. % dl. mjólk 1-2 egg. Brúnið fyrst kjöt og lauk í jöfnum hluta af smjöri og olivenolíu, bætið í salti og pipar og látið það krauma með hvítvíni eða kjötkrafti, bragðbætið með salti, pipar og steinselju. Látið í eldfast fat, dreifið e.t.v. ofurlitlu raspi á milli nú kjötblönduna, tómatana og rifinn ost í lög laganna svo að þau tolli saman. Búið til þykka sósu úr ca. 2 msk. smjöri, 2 msk hveiti og 3—4 dl. mjólk, þeytið 1 egg og heliið því yfir. Látið fatið í ofninn við góðan hita (200°) ca 3 stundar- fjórðunga þangað til rétturinn er ljósbrúnn. Borið fram með hvítvíni eða rauðvíni og brauði Austurlenskur farsbúðingur 4 msk. rasp Vi 1 mjólk 2 egg 2 tsk. salt V2 tsk. pipar Vi kg grófhakkað nautakjöt % kg grófhakkað svínakjöt. Ofan á farsið er látið: Hráar sneiðar af Vi kg. sveppum, sneiðar af 3—4 tómötum, 1—2 smátt saxaðir laukar, karryblanda af 1 dl. rjóma, 1 tsk. garry, 1 tsk papreku, ofurlítið salt, smjör. Bleytið raspið í mjólkinni, þeytið egg og krydd og hrærið út í farsið. — Látið farsið í smurða ofnfasta skál eða fat, og dreifið sveppunum, tómötunum og lauk yfir og hellið rjómablönd- unni yfir. Dreifið nokkrum smjörklumpum yfir. Bakist í ofni með loki yfir eða álpappír í ca. 1 klst við 175 til 180° hita. Síðustu mínúturnar án loks. Borið fram með grænu salati og hveiti- brauði. Valhnetu-farsbúðingur nieð portvíns- vínberjasósu Fars: 2 msk rasp 2 dl. rjómi 2 egg IV2 tsk salt V2 tsk. pipar Vi kg. fínt saxaðir valhnetukjarnar Ofurlítið hænsnakjötsoð, e.t.v. koníak eftir smekk. Sósan: 1-2 msk smjör ca. 200 gr. hýdd vínber sem búið er að taka kjarnana úr 50 gr. valhnetukjarnar Soðið af farsbúðingnum e.t.v. ofurlítið soð ca. 1 dl. rjómi og nokkrir dropar af sósulit. Ljóst, hvít-portvín eftir smekk- Bleytið raspið í rjómanum, þeytið egg og krydd og hrærið blöndunni saman við farsið. Látid farsið bíða ofurlítið, hrærið síðan meira soði saman við (má gjarnan vera nokkuð lint)- Bragðbætið með koníaki, ef ykkur sýnist. Fars- ið látið í smurt form eða eldfast fat. Er soðið eða bakað í vatnsbaði í tæpa klst. eða bakað í ofni við tæpl. 200° hita með loki eða álpapP11 yfir. Brúnið vínberin aðeins í smjöri og baetið valhnetukjörnúnum út í og síið soðið frá farS' búðingnum og hellið soðinu út á pönnuna. Bætið rjóma við og látið sósuna sjóða í nokkrar nun' útur, litið hana aðeins með sósulit. Bragðbætið með portvíni, þegar sósan er hætt að sjóða. Jda hella yfir farsið um leið og það er borið frah1- Bragðast vel með litlum, nýjum kartöflum sem e.t.v. er búið að hrista upp í smjöri með steih' selju og sítrónusafa. Grískar lambakjötsbollur ca. 500 gr. hakkað kjöt (lamba) 1 búnt söxuð steinselja 1-3 marðir hvítlaukar 1 sneið franskbrauð bleytt í einu glasi af rauðvíni eða hvítvíni 1 egg, salat, pipar. HEIMILISBLAÐlP 64

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.