Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 6
blóðþyrstir gammar háloftanna voka fram og aftur í sólarbreiskjunni — em- ir, fálkar og haukar. Hættulegastur þeirra er harpy-örninn, með geigvænleg- ar kilær. Þegar hann stingur sér, mis- tekst honum sjaldnast að hremma fórn- arlambið, hvort heldur það er api í miðju stökki milli trjátoppa, eða letidýr, sem varnarlaust silast milli greina og veit ekki fyrr til en það er rifið í tætlur. HENGIGARÐAR. Séð ofan úr hæstu trjánum lítur endalaus laufbreiðan út eins og séð sé yfh’ hæðótt garðlandslag, ævintýraleg grængróin ieiti sem standa í fjölskrúðugum blóma árið um kring. Og í endalausri keppni við trén um loft og ljós teygja vafningsviðirnir sig upp og vefjast um stofnana. Þeir iíkjast vafningsjurtum tempruðu skóganna — bergfléttunni, geitblöðungnum og slík- um — en eru af allt annarri stærðar- gráðu og með trjákennda stofna, sem verða meira en hálfur metri á þykkt og yfir 150 metrar á lengd. Klifurþræðir þeirra liggja hvarvetna um krónur skóg- arbreiðunnar eins og risavaxnir lauf- bogar. Efst uppi sveiflast þeir grein af grein, frá einni krónu til annarrar, og mynda þétt riðið net, sem er svo sterkt, að það heldur áfram að lifa og viðhald- ast, endaþótt höggvið sé á viðina niðri við ró't. Eym furöulegri en klifurjurtir þess- ar eiru brönugrastegundir og aðrar plöntm’, sem vaxa hátt uppi í trjánum þar sem þær nærast án nokkms beins sambands við jarðveginn. Þær skjóta rótum í sprungm’ og glufur í trjánum og mynda þannig jarðveg á öðrum og stærri lífverum. Aðrar skjóta löngum rótarsprotum alla leið ofan úr trjákrón- unum og niður á skógarbotninn uns þær ná til jarðar. Loks eru þær, sem reyra sig svo fast að trjástofnunum, að þær beinlínis kirkja trén og sjúga þann- ig úr þeim síðasta lífskraftinn. GRAFREITTJR FRUMSKÓARINS. Hið gífurlega magn ag jurta- og trjáleifum, sem stöðugt safnast fyrir á skógarbotn' inum. Það stafar af því, að rotnunarfer' illinn heldur stöðugt áfram í kappi við óaflátanlegt regnið, og rætmnar draga einnig næringarefnin til sín mjög fljótt, aftii’ því sem plönauleifarnar leysast upp í frjóan jarðveginn. Sannleikminn er sá, að gróskmíkustu skógar heims vaxa í jarðvegi, sem er svo rýr, að ekki fæst nema eins árs uppskera úr honum, ef trjánum er rutt úr vegi og annar gróö' ur settur 1 staðinn. Þar til fyrir fáum árum voru fruhí' skógar aðeins byggðir veiðiþjóðum, sexn ekkert þekktu til akuryrkju. En smáh1 saman hefur ævaforn búskaparháttur skógarbyggja breyst. Stór svæði hafu veriö rudd undir gúmmí-, kaffi og kakó' ekrm’, en síðan hefur skóginum verið leyft að vaxa að nýju. Innfæddir meixh hafa einnig rutt skóginn, sveitist við þuð og reynt ræktun, en steypiregnið hefur þá flætt yfir rjóðrin og ruitt ölilum jarð' vegi burt á skömmum tíma. Að tveiui árum liðnum hefur þó skóginum tekist að nema þetta land að nýju og vaxa upP af svo til engu. En rétt eins og fyrri skógar Evrópu og Norðm’-Ameríku voru jafnaðir við jörðu af skilningsvana mönnum, þanrúg' geta hitabeltisskógarnir máski átt eyð' ingu fyrir höndum næsta mannsaldur- inn eða svo. Slíkt yrði þá stórfelldar3 fjárhagslegt tap en menn gera sér greiu fyrir almennt, því að skógar þessir ei'U auðug forðabúr fyrir mahogni, teak önnur tréefni, svo sem harpíx, gúmru1’ tréni, kamfúru og spanskreyr. Ef koma a í veg fyrir yfirvofandi eyðingu, verður vemda hin stóm svæði með tilstyrk °§ eftirliti viðkomandi ríkja. Því að þa® væri maðurinn, en ekki móðir náttúra, sem ætti sökina, ef fi’umskógarnir eydd' ust. 42 HEIMILISBLAÐl^

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.