Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 34
Dag einn kemur Kalli heim með skip í flösku,
sem hann hefur keypt af gömlum sjómanni.
Sjómaðurinn hafði sjálfur komið litla skipinu
inn í flöskuna og Kalli segir að það sé afar
mikill vandi. Hann setur flöskuna á kommóð-
una. Palla finnst aftur á móti undarlegt að
loka þannig inni skip, sem ætti að sigla. Ákveð-
inn tekur hann flöskuna og brýtur hana á stór-
um steini. Síðan leikur hann sér að því að sigla
skipinu í stórum bala. En þið getið verið viss
um að hann á eftir að fá fyrir ferðina hjá Kalla-
„Af hverju eruð þið svona daprar?“ spurði Kalli
og Palli sex litlar slöngur, sem eru allar kjökr-
andi. Þær segjast hafa verið að ferðast og nú
sé orðið svo framorðið að þær nái ekki að kom-
ast aftur í dalinn, þar sem þær eiga heima,
fyrir sólsetur og þær þori ekki að vera úti
í myrkri. Kalla finnst vera auðvelt að rá®a
fram úr því. „Þið bítið bara í halann á sjálfUIT1
ykkur, svo þið myndið hring og látið ykkur
renna ofan í dalinn. Slöngurnar þakkai Kalla
og Palla og renna sér síðan niður brekkurnar
á feikna hraða.